Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Gríðarleg snjóflóð féllu við Ísafjörð í morgun - rúta með hóp nemenda úr Menntaskólanum slapp naumlega - ..eða ekki...
Já svona geta fyrirsagnir dagblaðanna litið út - og gera stundum að hluta - En allt þetta upplifði ég í morgun. Menntaskólanemar við MÍ eru búin að bíða spennt eftir að komast í ferðalag til Frakklands - og bíða enn. En í morgun var ljóst að vart yrði flogið til Reykjavíkur - slíkt var veðrið. Og þá er plan B að sjálfsögðu að keyra - með rútu - vetrarleiðina sem er jú hátt í 100 km lengri en sumarleiðin.
Og þar sem sambýliskona mín - móðir fóstursonar míns - er kennari og annar fararstjóra þá læt ég þetta mál mig varða. Það gerði ég semsagt í morgun og þar sem ég stóð ásamt nokkrum kennurum MÍ við glugga kaffistofunnar og horfði yfir Skutulsfjörðinn - skömmu fyrir brottför rútunnar - þá kemur annað tveggja snjóflóða úr Kirkjubólshlíð gegnt Ísafjarðarkaupstað - og aðeins mínútum seinn það síðara. Eðlilega var fólki mjög brugðið því ekki hefði þurft að spyrja um afdrif rútufarþega hefði rútan verið þar á ferð. Um var að ræða tvö mjög stór snjóflóð - svo stór að vegargerðin þurfti frá að hverfa - líklegast vegna hættu á fleiri snjóflóðum. Og nú bíða krakkarnir í skólanum og Frakklandsferðin er í hættu - því flogið verður frá Keflavík eldsnemma í fyrramálið.
Þetta er fyrsa upplifun mín af snjóflóði - og úr fjarska var hún bæði ógnvekjandi og hrikaleg - ég gerði mér nefninlega ljóst um hvurslags ofurkrafta er að ræða - krafta sem eyða öllu sem í vegi verða - og sem aðeins er hægt að forðast með JARÐGÖNGUM.
AFHVERJU ÞARF AÐ RÉTTLÆTA JARÐGÖNG - OG BÍÐA - OG BÍÐA.
Það get ég ómögulega skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Lennart er með typpi - má ekki heita Pía.
Óréttlátt segir Lennart. Já það er vandlifað í henni veröld - þar sem laun og önnur mannréttindi stjórnast af því sem yfirleitt er falið innanklæða. Og aumingja Lennart sem eyðir miklum tíma í smink og aðrar álíka aðgerðir á hverjum morgni - klæðir sig í sokkabuxur og kjól fær bara alls ekkert að heita Pía. En Lennart telur það sinn fullkomna rétt að fá að heita Pía - í það minnsta sem millinafn - til þess að femíníska hliðin fá tjáð sig opinberlega. Hann hefur nefninlega kvenlegt innsæi - femíníska hlið og er farinn í skaðabótamál við Sænska ríkið. Pía skal hann heita og ekkert múður.
Og nafnanefndin sænska tekur þetta ekki í mál. Kall getur ekki heitið konunafni - ekki frekar en að epli sé kallað appelsína og Lennart verður bara að bíta í það súra...epli. Nú eru jafnréttissinnar risnir upp á afturfæturnar og segja það sjálfsögð réttindi Lennarts að heita það sem hann vill - hvort sem undir honum hangir typpi eður ei.
Spennandi umræða - hvað gerir Lennart? Erum við Íslendingar heppnir að flest karlmannsnöfn enda á -ur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Jón G. Sólnes vitjar Ólínu í svefni - í Kröflu.
Vinkona mín Ólína Þorvarðardóttir er komin austur í Kröflu. Ekki til að stúdera jarðvarma og gufu. Nei hún ætlar að þjálfa hundinn sinn Blíðu í snjóflóðaleit. Ég hef hins vegar dálítið gaman að því að hún skuli vera á þessum stað - þessum sögufræga stað þar sem Jón heitinn Sólnes lét reisa gufuaflsvirkjun. Þetta var líklegast fyrsta alvöru framvkæmdin sem miðaði að því að virkja orkulind okkar Íslendinga: jarðvarmaorka.
En því miður fór það svo að draumurinn varð að martröð - nema náttúrlega fyrir bílaleigu eina á Akureyri sem byggðist upp með útleigu á bílum til starfsmanna virkjunarinnar. Og Jón gamli Sólnes var úthrópaður fyrir vitleysuna - ekki síst af Vilmundi heitnum Gylfasyni sem virtist hafa hreina unun af því að úthrópa þá Sjálfstæðismenn.
Nú verður spennandi að vita hvort að Ólína kemur ekki heim með "rétta andann" og áform um að beisla kraft Vestfjarða - þó með betri árangri vonandi en til tókst með Kröfluvirkjun.
Og Ólína ef þú lest þetta áður en Jón vitjar þín viltu þá minna hann á kassann af Vallas og Conga sem hann lofaði mér ef hann næði kosningu á þing - en það var á Jónsmessumóti Golfklúbbs Akureyrar og ég var kaddý. Jón komst á þing - en gleymdi alveg að borga mér. Síðustu holurnar voru oft dálítið seinfarnar hjá þessum gömlu höfðingjum - vindill í munnviki og viskýpelinn innan seilingar - og miðnætursólin var ógleymanleg - og mér er ógleymanlegt þegar Jón Gúmm fékk kúlu í hausinn þegar hann stökk uppá braut til að reka strákana burtu - svo að þeir fengju ekki kúlu í hausinn. Svo fór maður heim með bros á vör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. mars 2007
Eru Vestfirðingar orðnir gjörsamlega kolvitlausir - ég bara spyr?!
Það er orðið dálítið undarlegt ástand hér Vestra. Þetta ástand minnir mig dálítið á ofsahræðslu ástand um borð í sökkvandi skipi. Allir ætla að bjarga sér og sínum en enginn hefur hugmynd um hvað næsti maður er að gera. Svona kannski eins og höfuðlaus her. Fundir eru boðaðir - svona einhvernveginn út í loftið að manni finnst - þessi er boðaður á þennan fund en ekki fundinn sem hinn var að boða og allir og enginn virðast vera að spá og spekúlera í einhverju allt öðru en samt því sama. Ruglingslegt? Já, nákvæmlega - ÞETTA ER STAÐAN.
Og hvað á að koma út úr þessu? Ég spyr - Alþingi er farið í frí og því enginn til að taka ákvarðanir - því að vel flestar hugmyndir krefjast meira sparks í rassinn en sveitarstjórarnir geta veitt. Það er því eins og nefndin fræga fyrir Vestan - og allir fundirnir sem allir og engir eru boðaðir á verði ekkert annað en nesti í pokann hjá þeim sem bjóða sig fram og þar sem væntanleg kosningaloforð verða geymd.
Ég er í það minnsta nokkuð viss um að réttast væri að bíða - VINNA heimavinnuna og heyra svo hvað frambjóðendur segja - hvað ÞEIR eru tilbúnir til að gera - og VELJA síðan RÉTTU mennina (konur eru líka menn) til starfans. Já vera ekkert að for-elda allt fyrir þessa menn - SEGJUM HREINT ÚT: "VESTFIRÐIR ERU HRÁEFNIÐ - HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ ELDA"?.
AFÞÖKKUM auðveldu leiðina - sem er sú sem venjulega er farin og felst í því a ð koma fram við okkur hér fyrir vestan eins og árið sé ennþá 1944 - og Vestfirðingar álíka einfaldir og rétturinn sem kenndur er við ártalið.
NEI SEGI ÉG - hættum þessu óðagoti korteri fyrir kosningar - tökum höndum saman um að vinna skipulega heimavinnuna og verum klár í slaginn í maí - Í SLAGINN SEM VESTFIRÐINGAR ÆTLA SÉR A SIGRA. LIFI VESTFIRÐIR.
Og....andsk...er of seinn á fund - eða var ég ekkert boðaður? .....
það er mín skoðun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Ingibjörg Sólrún á skólabekk - fyrst fyrir Vestan og svo fyrir austan. Fyrst hjá Einari Hreins og svo hjá Monu Sahlin.
Sú ágæta kona Ingibjörg Sólrún var hér fyrir vestan um daginn. Daginn sem Vestfirðingar héldu íbúaþing á Ísafirði - reyndar grunar mig að íbúar Suðurfjarða hafi ekki komist enda eru engar samgöngur til Ísafjarðar - í það minnsta ekki á vetrarmánuðum. Og hvað gerðist á fundinum - jú hinn mæti maður sem ég hef aldrei áður séð æsa sig, nema rétt þegar hann þenur nikkuna, tók pólítíkusana á beinið og sendi þá svo heim að læra - að undirbúa sig fyrir næstu heimsókn - heimsóknina þegar lausnin verður með í farteskinu - í pokanum sem Samfylkingar-pokapresturinn lofaði að væri fullur af hugmyndum. Og ekki lýgur klerkur vænti ég.
En hvert fór svo Ingibjörg Sólrún að læra - ekki heim. Nei, hún fór heim í vöggu jafnaðarmanna - til Svíþjóðar. Þar ku lausnirnar vera og kennarinn engin önnur en Mona Sahlin, sú sem sagði af sér um árið - eða í það minnsta tók ekki við af Ingvari vegna þess að hún hafði keypt bleyjur fyrir börnin sín og borgað með opinberu fé - sem hún reyndar borgaði strax til baka - en það er ekki málið, heldur braut hún af sér og bar ábyrgð á gjörðum sínum. En hvað lærði Ingibjörg - rennum aðeins yfir helstu mál þeirra jafnaðarmanna í Svíaríki:
Mona Sahlin, klædd í svart og hvítt steig í pontu - byrjaði á að segja að líklegast hafi hún dansað aðeins og mikið í gær en í dag ætli hún að ræða framtíðina - og hver eru málefni framtíðarinnar - hvað er það sem Ingibjörg Sólrún er að nema á þingi Jafnaðarmanna í Svíþjóð - hvað á hún að taka með sér í nesti heim og nota í baráttunni við þursana til hægri.
Ég set umfjöllunina í númeraröð og í sömu röð og Mona í ræðunni sinni:
- Mikilvægi sterkra verkalýðsfélaga. Hún leggur ofuráherslu á að verkalýðsfélögin nái fram markmiðum sínum og standi saman í vörninni gegn hægrimönnum.
- Mikilvæg þess að efla flokkinn - að auka pólítíska forvitni - maður á ekki að vera með slæma samvisku þó að maður hafi áhuga á pólítík. Pólítík á að snúast um að vilja og hafa áhuga.
- OG ÞAÐ MIKILVÆGASTA: UMHVERFIÐ OG UMHVERFISMÁL. Umhverfismál og aftur umhverfismál. Ekki eru það álverin sem trufla samfylkinguna sænsku - nei, þeir horfa meira glóbalt á þetta allt og tala um vistvæna orkugjafa og að sjálfsögðu kemur upp talið um hlýnun jarðar.
- Svo koma málefni er lúta að fjármálastjórn landsins og atvinnuleysi - ennfremur að eyða launamisrétti og að gefa konum tækifæri í nútíma þjóðfélagi.
- Börnin og unga fólkið er ennfremur málefni sem skiptir Monu máli.
- Heilbrigðismálin og jafn réttur allra til almennrar heilbrigðisþjónustu. Mona leggur til að norska kerfið verði tekið til skoðunar í þeim efnum.
- Evrópumálin eru Monu hugleikin - enda sé Evrópusambandið mikilvægt sem mótvægi við Bandaríkin.
- Hjálparstarf - þá sérstaklega hjálparstarf í Afríku er nokkuð sem Mona vill efla.
- Að lokum ræðir Mona mál inflytjenda - nokkuð sem er ákaflega viðkvæmt og leggur Mona áherslu á að ræða þau málefni opinskátt svo að ekki grasseri flokkar líkt og Sverigedemokraterna sem ekki vilja sjá innflytjendur í Svíþjóð.
Og hér höfum helstu atriði úr ræðu Monu Sahlin, fyrstu ræðunni sem hún heldur sem nýr formaður sænskra jafnaðarmanna. Og er eitthvað í þessu sem við getum vænst að Ingibjörg Sólrún muni predíka í vor? Tja, ekki er minnst á byggðamál - ekki orð um barnabætur - ekki orð um málefni aldraðra - ekki orð um vandamál Vestfjarða eða líklega hefur Mona bara gleymt Vestfjörðum einsog íslensku pólítíkusarnir.
En ég bíð spenntur eftir að bera saman lista Monu og loforð og áherslur Ingibjargar Sólrúnar í vor. Ég hlakka líka til þegar bergmála fer í fjöllunum í sumar - þegar Ingibjörg og Steingrímur verða komin á fullt í gangnagerð hér fyrir Vestan - enda bæði dauðhneyksluð á aðgerðarleysi stjórnvalda.
En allt þetta og miklu meira þegar Ingibjörg kemur heim af námskeiðinu í Svíþjóð - námskeiðinu sem hún skráði sig sjálf á eftir Einar Hreins sendi hana heim til að læra!
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. mars 2007
Vestfjarðableikjan og Vestfirðingar af áður óþekktri arfgerð.
Það hefur vakið nokkra athygli hér vestra að sjóbleikjan sem veiðist hér á svæðinu er af áður óþekktri arfgerð. Arfgerð sem ekki hefur sést áður. Merkilegar niðurstöður og áhugavert að skoða frekar. En maður spyr sig, skyldu Vestfirðingar á sama hátt teljast óskyldir öðrum Íslendingum - og þeim algjörlega óviðkomandi. Í það minnsta er ljóst að áhugi ráðamanna er ekkert sérstaklega mikill.
Og svo til að kóróna þetta allt þá er alltaf verið að ræða við einhvern sérfræðing við háskólann á Akureyri sem segir spekingslega með Eyjafjörðinn í baksýn:"líklegast er það ekki rétt að styrkja þau sveitarfélög sem mest þurfa á því að halda". Já, hann er magnaður þessi sérfræðingur - sá með Eyjafjörðinn í bakgrunn. Fróðlegt væri að vita hvað hann segir um bleikjuna hér Vestra - líklega mun mikilvægara að skoða þau kvikindi sem synda um í Eyjafjarðaránni.
Ég spyr mig - hvaða tilgangi á það að þjóna að ræða á þennan hátt við sérfræðinginn? Er ekki deginum ljósara að eitthvað þarf að gera. Hvort sem sérfræðingurinn kennir eitthvað annað í kennslustofum háskólans á Akureyri - og ræðir í sjónvarpsviðtali við gamlan skólabróður sinn úr MA - ég bara spyr?!
Svo er alveg með ólíkindum að bera aðstæður fyrir Vestan saman við aðstæður í nágrannalöndum okkar - Af hverju spyr einhver? Jú - hér er nánast ekkert vegasamband á meðan t.d. Færeyjar eru að hruni komnar vegna fjölda jarðganga.
Ég tek dæmi: Í morgun talaði ég við lækni sem staddur var á Patreksfirði. Og læknirinn sem þurfti að komast frá Ísafirði til Patreksfjarðar í gær fór hluta leiðarinna á vélsleða, hluta á bát og hluta akandi. OG TAKIÐ NÚ EFTIR: HÉR FYRIR VESTAN ER LÍKA ÁRIÐ 2007, ég er ekki að tala um héraðslækni í byrjun síðust aldar.
Já, líklegast er það bara frekja og óþarfa lúxus að biðja um akveg sem opinn er árið um kring. Mun mikilægara er að byggja tónleikahús á hafnarbakkanum í Reykjavík - einhvers staðar verður fína fólkið að hittast og ræða vandamál landsbyggðarinnar.
það er mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. mars 2007
Tveir ekki nóg - þrír... varla - en fjórir.... FISKISTOFA TEKUR ÞÁTT Í BYGGÐAMÁLUM Á VESTFJÖRÐUM.
Það var ansi merkilegt að lesa stutta en ákaflega merkingarfulla frétt á http://www.bb.is í morgun. FISKISTOFA auglýsir starf laust á Ísafirði og TVEIR sækja um. NEI, það var ekki nóg. FISKISTOFA RÆÐUR EKKI Í STÖÐUR Á ÍSAFIRÐI EF AÐEINS TVEIR SÆKJA UM Þ.E. ÞESSA EINU STÖÐU SEM AUGLÝST ER.
Ég spyr: erum við ekki að tala um EINA lausa stöðu? Þarf ekki bara EINN hæfan umsækjanda til að fylla þá stöðu? Ætli þeir hjá Fiskistofu geri sér ekki grein fyrir því að þessum eina fylgir etv. heil fjölskylda (þ.e. ef umsækjendur eru annarsstaðar frá). Fyrir Ísafjörð væri því um mælanlega fjölgun íbúa að ræða. Nú ég legg til að Fiskistofa geri eftirfarandi: HÆKKI LAUNIN HJÁ STARFSMÖNNUM OG KANNI HVORT AÐ ÞAÐ AUKI EKKI EFTIRSPURNINA EFTIR STARFI HJÁ STOFUNNI! Í útlöndum er stundum sagt: Á Íslandi eru tveir HÓPUR!Bjarni Fel sagði eitt sinn: Gaman er að fara út að skokka - tveir saman eða í smærri hópum! Fiskistofa ætti að leggja niður þessa hjákátlegu kröfu - í það minnsta að taka hana fram í auglýsingunni og segja: "Ekki verður ráðið í stöðuna nema að a.m.k. tveir sæki um stöðuna - jafnvel þó að báðir séu vel hæfir". Já þetta er KENNSLUBÓKARDÆMI um vitlausa stjórnsýslu - og það á þeim tíma þegar verið er að funda um atvinnumál á Vestfjörðum. Kannski ekki ósvipað og auglýsingaherferð Vífilfells á kók ZERO í miðri KLÁM umræðunni!það er mín skoðun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
FRAMTÍÐ VESTFJARÐA: STOFNUN HÁSKÓLANS - HÁSKÓLI VESTFJARÐA: STOFNUN FRAMTÍÐAR.
ÉG ER BÚINN AÐ SKIPTA UM SKOÐUN - KOMINN Á ÞÁ SKOÐUN AÐ RÉTT SÉ AÐ HEFJA UNDIRBÚNINGSVINNU AÐ STOFNUN HÁSKÓLA VESTJFJARÐA!
Af hverju? Jú skoðum málið á púnktaformi:
- Landfræðilegar ástæður.
- Ísafjörður er miðsvæðis í landshluta sem virðist að mestu afskiptur.
- Hingað eru varla nokkrar samgöngur sem treystandi er á.
- Hér er mjög fjölbreytileg náttúra.
- Menntunarlegar ástæður.
- Hér er sterkur menntaskóli.´
- Hér er þörf á háskólamenntuðu fólki.
- Hér er til staðar fólk sem getur tekið virkan þátt í uppbyggingu háskóla.
- Byggðarþróunarlegar ástæður.
- Hér er sannanlega þörf á nýrri hugsun í uppbyggingu.
- Stjórnvöld hafa ekki komið að uppbyggingu á landsbyggðinni sem nokkru nemur.
- Vandamál virðist vera fyrir pólítíkusa að koma með nokkra lausn á byggðavandanum.
- Háskóli laðar til sín nýtt fólk.
- Fjárhagslegar ástæður.
- Fjárstreymi verður að vera í Vesturátt.
- Fjármunir verða að stoppa fyrir Vestan.
- Fjárhagsstjórnin verður að vera fyrir Vestan.
- Það verður að hætta að fjarstýra Vestfjörðum "að sunnan".
- Rannsóknalegar ástæður.
- Að stunda rannsóknanám með mikilli fjarlægð milli "rannsóknaaðstöðu og háskóla" er slæmur kostur.
- Nálægð háskóla við viðfangsefnið mikilvægt - sérstaklega á fyrstu stigum náms.
- Dýrt er fyrir nemendur og rannsóknaverkefni að greiða þann ferðakostnað sem fylgir því að stunda "fjar-rannsóknir".
- Að fá að stunda nám og rannsóknir "í heimabyggð" er að sjálfsögðu að gefa nemum kost á að rækta arfleifð sína.
Af ofangreindu má lesendum vera ljóst að mikilvægt er að hefja undirbúning að stofnun Háskóla Vestfjarða - þar sem ekki aðeins Vestfirðingum verður boðin þátttaka heldur öllum þeim er vilja stuðla að fjölbreyttu mannlífi í landi þar sem fólki er frjálst að lifa og starfa þar sem það kýs.
Ég segi því - hefjumst handa við uppbyggingu Vestfjarða - með stofnun HÁSKÓLA!
það er mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Sá sem fer síðastur slekkur ljósin á flugvellinum.
þegar ég og kona mín tókum við húslyklunum að húsinu okkar á Eyrinni á Ísafirði - þá sagði seljandinn þessa setningu við okkur sem ég nota sem fyrirsögn. Síðan stökk hann upp í bíl og brunaði til Reykjavíkur. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina þá - skil það núna - en neita að trúa.
Mér finnst dálítið skrítið að upplifa stöðuna hér fyrir vestan. Stjórnmálamennirnir virðast koma af fjöllum - allir nema stjórnarandstaðan sem syngur í kór Internationalinn við textann: "við vissum þetta - þetta vorum við búin að segja - er ekki kominn tími til að skipta um stjórn" og íbúarnir fyrir Vestan eru að mér virðist löngu búnir að fá nóg - svo nóg að ekki virðist neitt annað til bjargar okkur hér fyrir Vestan annað en ríkisfyrirtæki með100 stöðugildum í það minnsta.
Neikvæðnin er svo mikil að hróp er gert að nefndinni - nefndinn sem á að skila af sér hugmyndum til úrbóta - og það þrátt fyrir að í henni séu bæði bæjarstjóri og forstöðumaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Meira að segja starfmaður Atvinnuþróunarfélagsins hefur ekki trú á málinu - enda í stjórnarandstöðu.
Ja ekki datt mér í hug þegar við fjölskyldan fluttum hingað Vestur fyrir rúmum tveimur árum að við þyrftum að berjast svo fyrir tilveruréttinum, ekki bara okkar, heldur byggðarlagsins í heild. Og ég svei mér þá skil vel þetta fólk sem búið er að fá nóg. Ég væri það líka - ef ég væri ekki svona ný fluttur í bæinn - væri ekki svona "aungra manna að norðan" eins og mér var bent á af "gömlum" Ísfirðingi.
En hvað er til ráða. Ég held að góð byrjun væri að fara yfir stöðu mála - hver út frá sjálfum sér og spyrja: "hvað vil ég - hvert vil ég stefna og hvað get ég gert til að ná þeim markmiðum"? - Ég veit nefninlega að hér fyrir Vestan eru ákaflega margir sem hafa ágætar hugmyndir - en finnst eins og að á þá sé ekki hlustað - og það er þetta fólk sem NEFNDIN þarf að hlusta á.
Ég segi því við þetta fólk - verum óhrædd að leggja fram tillögur - gerum kröfu um að nefndin gefi OKKUR skýrslu um störf sín - EKKI ÞEGAR ÞEIM ER LOKIÐ - NEI, VIÐ VILJUM FÁ AÐ VITA ALLT, ALLT OG ÞAÐ Á MEÐAN VERIÐ ER AÐ VINNA AÐ TILLÖGUM SEM EIGA AÐ SKILA SÉR Í BETRA BÆJARFÉLAGI, FLEIRI MÖGULEIKUM OG BJARTARI FRAMTÍÐ. MÓTMÆLUM ÞVÍ AÐ NEFNDIN SKILI AF SÉR STAFKRÓK NEMA BÚIÐ SÉ AÐ KYNNA ÞAÐ Á SAMBÆRILEGUM FUNDI OG ÞEIM ER HALDINN VAR Í HÖMRUM UM SÍÐUSTU HELGI.
Ég lét hafa eftir mér að ég teldi að rétt væri að bíða með að stofna háskóla. Ég er ekkert á móti stofnun háskóla - ekki sem slíkri. En ég tel hinsvegar rétt að undirstöður slíkrar stofnunar þurfi að vera sterkari - að hér sé skapaður grundvöllur FYRIR BÚSETU- EKKI BIÐSTÖÐ.
VESTFIRÐIR EIGA EKKI AÐ VERA BIÐSTÖÐ ÞAR SEM FÓLK ER AÐ BÍÐA EFTIR HENTUGU HÚSNÆÐI OG ATVINNU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.
ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Ísafjarðarfundurinn - varst þú þar? Ég spyr...Hlyn!
Eftir ágætan fund á Ísafirði hefur því miður farið dálítið púður í að kvabbast yfir því hverjir mættu og hverjir ekki. Það er náttúrlega ljóst að fullt af fólki mætti bara alls ekki - enda hefðu Hamrar ekki rúmað alla Vestfirðinga. En mest um vert er að raddir Vesfirðinga heyrðust - en síðan kemur náttúrlega í ljós hvað situr eftir og nýtist til uppbyggingar hér fyrir Vestan. Við sjáum til - í það minnsta mun ég gera mitt - enda segi ég eins og hún Ólína: Ég vil búa hér. Þess vegna flutti ég hingað.
En svo rek ég augun í bloggið hans Hlyns Hallssonar sem hefur eitt um fundinn að segja að hann saknaði stjórnarliða - tja hvað veit hann um það - ekki var Hlynur á staðnum. En ég var þar og sá barasta alls ekkert til Hlyns - hann hefur sjálfsagt ekki átt bindi fyrir tilefnið - nú eða þá að hauskúpujakkinn sem honum finnst svo kúl hefur verið í hreinsun - nú eða að hann veit bara alls ekkert hvar Ísafjörður er - nú eða þá að bara eithvað allt annað. Hvað veit ég.
En málið er að auðvitað var einn úr Stjórnarliðinu á fundinum - í það minnsta held ég að hann hafi ennþá verið það þegar fundurinn var boðaður - æi maður hefur varla undan að fylgjast með þessu flokka-flækingi hjá sumum. Hann var í það minnsta kosinn sem Framsóknarmaður - þó að hann sitji sem Frjálslyndur í einhverja mánuði. Ætli Bo Halldórs hefði ekki bara sagt: "Nýtt lúkk - sama röddin".
En flokksfélagi Hlyns hélt í það minnsta framboðsræðu - sem var alls ekki meiningin með þessum fundi - eins og Hlynur hefði vitað - ef hann hefði mætt.
EN, það sem mér finnst nú skipta megin máli er að eithvað sé gert í málum Vestfirðinga. Og mér sýnist það auðvitað vera hið besta mál ef fundir eru haldnir og nefndir skipaðar - eða eins og Einar Hreinsson sagði og Hlynur veit ekki - því hann var ekki fyrir Vestan: "Menn verða að fara heim og læra - og koma svo með eithvað haldbært".
Þegar þetta er skrifað er klukkan rúmlega kvöldmatur - Hlynur er sjálfsagt heima í kvöldmat en ég sit hér og blogga - nú bara svona rétt til að hita upp áður en ég fer að skrifa eithvað merkilegra en létt grín að blogginu hans Hlyns - enda ætla ég að senda nefndinni hugmyndir sem tengjast því sem ég starfa við - nú bara svona til þess að nefndin fái eithvað að moða úr. En ég held að það þýði ekkert að senda Hlyn neitt - hann var ekki á fundinum og veit því ekkert hvað við viljum hér fyrir Vestan. Hann kemur sjálfsagt bara með hugmyndir um Listagil og álverslausa Vesfirði.
En Hlynur er nú eftir allt ágætis strákur. Af Brekkunni eins og ég. Munurinn er bara sá að ég bý fyrir Vestan núna og þarf einhvernveginn að hafa svo mikið fyrir því - sem er svo óeðlilegt - það á nefninlega að vera eftirsóknarvert að búa fyrir Vestan. Þar eru fjöllin há og firðirnir fallegir. Ég er viss um Hlynur mun líkt og aðrir sem stunda pólítík hjálpa okkur hér fyrir Vestan - hann kemur líklega með fullt af lausnum - í það minnsta er hann lúnkinn að sjá hvað stjórnarliðar gerðu vitlaust.
Það er mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)