Sá sem fer síðastur slekkur ljósin á flugvellinum.

þegar ég og kona mín tókum við húslyklunum að húsinu okkar á Eyrinni á Ísafirði - þá sagði seljandinn þessa setningu við okkur sem ég nota sem fyrirsögn. Síðan stökk hann upp í bíl og brunaði til Reykjavíkur. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina þá - skil það núna - en neita að trúa. 

Mér finnst dálítið skrítið að upplifa stöðuna hér fyrir vestan. Stjórnmálamennirnir virðast koma af fjöllum - allir nema stjórnarandstaðan sem syngur í kór Internationalinn við textann: "við vissum þetta - þetta vorum við búin að segja - er ekki kominn tími til að skipta um stjórn" og íbúarnir fyrir Vestan eru að mér virðist löngu búnir að fá nóg - svo nóg að ekki virðist neitt annað til bjargar okkur hér fyrir Vestan annað en ríkisfyrirtæki með100 stöðugildum í það minnsta.

Neikvæðnin er svo mikil að hróp er gert að nefndinni - nefndinn sem á að skila af sér hugmyndum til úrbóta - og það þrátt fyrir að í henni séu bæði bæjarstjóri og forstöðumaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Meira að segja starfmaður Atvinnuþróunarfélagsins hefur ekki trú á málinu - enda í stjórnarandstöðu.

Ja ekki datt mér í hug þegar við fjölskyldan fluttum hingað Vestur fyrir rúmum tveimur árum að við þyrftum að berjast svo fyrir tilveruréttinum, ekki bara okkar, heldur byggðarlagsins í heild. Og ég svei mér þá skil vel þetta fólk sem búið er að fá nóg. Ég væri það líka - ef ég væri ekki svona ný fluttur í bæinn - væri ekki svona "aungra manna að norðan" eins og mér var bent á af "gömlum" Ísfirðingi.

En hvað er til ráða. Ég held að góð byrjun væri að fara yfir stöðu mála - hver út frá sjálfum sér og spyrja: "hvað vil ég - hvert vil ég stefna og hvað get ég gert til að ná þeim markmiðum"? - Ég veit nefninlega að hér fyrir Vestan eru ákaflega margir sem hafa ágætar hugmyndir - en finnst eins og að á þá sé ekki hlustað - og það er þetta fólk sem NEFNDIN þarf að hlusta á.

Ég segi því við þetta fólk - verum óhrædd að leggja fram tillögur - gerum kröfu um að nefndin gefi OKKUR skýrslu um störf sín - EKKI ÞEGAR ÞEIM ER LOKIÐ - NEI, VIÐ VILJUM FÁ AÐ VITA ALLT, ALLT OG ÞAÐ Á MEÐAN VERIÐ ER AÐ VINNA AÐ TILLÖGUM SEM EIGA AÐ SKILA SÉR Í BETRA BÆJARFÉLAGI, FLEIRI MÖGULEIKUM OG BJARTARI FRAMTÍÐ. MÓTMÆLUM ÞVÍ AÐ NEFNDIN SKILI AF SÉR STAFKRÓK NEMA BÚIÐ SÉ AÐ KYNNA ÞAÐ Á SAMBÆRILEGUM FUNDI OG ÞEIM ER HALDINN VAR Í HÖMRUM UM SÍÐUSTU HELGI.

Ég lét hafa eftir mér að ég teldi að rétt væri að bíða með að stofna háskóla. Ég er ekkert á móti stofnun háskóla - ekki sem slíkri. En ég tel hinsvegar rétt að undirstöður slíkrar stofnunar þurfi að vera sterkari - að hér sé skapaður grundvöllur FYRIR BÚSETU- EKKI BIÐSTÖÐ.

VESTFIRÐIR EIGA EKKI AÐ VERA BIÐSTÖÐ ÞAR SEM FÓLK ER AÐ BÍÐA EFTIR HENTUGU HÚSNÆÐI OG ATVINNU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.

ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Sæll Tolli.

Það er gaman að fylgjast með þér "blogga" um ástandið heima á Ísó en mig langar samt að spyrja þig hvað þarf til svo hægt er að stofna Háskóla á Ísafirði. Hvaða undirstöður þurfa að vera? það voru nú ekki miklar undirstöðurnar sem voru á Akureyri á sínum tíma, Það er búið að taka 15 ár að safna þeim skóla saman í það sem hann er í dag. Þannig að ég held að ef við byrjum smátt er vel hægt að byggja upp góðan skóla og undirstöður tel ég vera nokkuð sterkar ef fjármagn fæst frá þeim aðilum sem það þarf að koma frá. En ég gæti auðvita haft rangt fyrir mér.   

Gunnar Pétur Garðarsson, 14.3.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrirsögnin er grípandi og tengist því sem ég hef oft sagt hina þrjá kosti fyrir landsbyggðina.  Líkja má stöðu stjórnvalda við lækni, sem hefur þrjá kosti gagnvart sjúklingi sínum.

  • Hið fyrsta að láta hann eiga sig og leyfa honum að engjast í kvöl um ófyrirséðan tíma, þar til hann geispar golunni.
  • Í öðru lagi að taka öndunarvélina úr sambandi og leyfa honum að deyja strax.
  • Og í þriðja lagi að veita honum þá líkn og lækningu, sem Hyppocratesareiður hans .

 Ég  held að þessi líking sé ekki langsótt og sleppi því að raungera hana, nema að menn biðji um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hyppocratesareiður hans krefst. skal það vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband