Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Trallalalla la..."Ég er á Vestur leiðinni....að vísu fastur á há heiðinni....."

Ég fór af einhverjum ástæðum að raula fyrir munni mér þennan lagstúf. Að vísu var  flugsjoppugrillið  í Hvalfirðinum - ekki fyrir Vestan eins og ætla mætti - kannski af því að það keyrir enginn heilvita maður vestur.

En hvað um það. Ég var í 60 ára afmæli um helgina hjá hálfsystur konu minnar - henni Olgu - í hátíðarsalnum í Valhöll - húsi Sjálfstæðismanna - hvað annað. Í veislunni hélt tengdamóðir mín ákaflega skemmtilega ræðu - ég meira að segja neyddist til að hæl'enni fyrir vikið - bara af því að hún átti það skilið - hefði kannski átt að nota tækifærið og setja út á framburð og ræðutækni...en nje. Tengdó var nefnilega dönskukennari minni í den - og allir muna hvernig dönskukennarinn var - ekki orð um það meir. Að vísu sækir alltaf á mig máltækið "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" - af því að Nanna dönskukennari er tengdmóðir mín í dag Crying - veit ekki hvort að hún les þetta.

En hvað um það - Í ræðunni segir hún skemmtilega frá því hvernig vegakerfið var á þjóðvegi 1 - fyrir ríflega 30 árum. Málið var nefnilega það að Olga fór eitt sinn keyrandi frá Reykjavík til Akureyrar - og hugðist heimsækja tengdó  - og í þeirri ferð sem farin var fyrir ríflega 30 árum lendir hún í hremmingum - hristist og skelfur í bílnum alla leiðina - ömurleg upplifun á hræðilegum vegum. Hún lofaði sér því að keyra aldrei aftur þessa leið - ALDREI.

En svo gerist það fyrir um 3 árum síðan að síminn hringir hjá tengdó á Akureyri - og á hinum enda línunnar er Reykjavíkur Olga - sem býður góðan dag og spyr hvort þær eigi nú ekki að fá sér kaffibolla. Tengdó segist gjarnan vilja fá sér bolla með'enni en líklegast verði nú kaffið orðið kalt þegar hún komi suður! "tja það er engin hætta á því" segir þá Olga - "ég er á Akureyri" - Nú? segir Tengdó og hváir. "Já segir Olga - ég kom keyrandi í gær" - Ha?! segir tengdó - keyrandi? "Já, veistu þetta er bara ekkert mál - þeir eru búnir að malbika alla leið - vissurðu það?" Segir þá Olga og hljómar eins og Hercule Pirot þegar hann afhjúpar kokkinn sem morðingjann.

Já, þeir eru voru búnir að malbika til Akureyrar - og luku því fyrir um 15 árum (fimmtán árum) síðan - (til að koma í veg fyrir kommentum frá verjendum vegaáætlunar þá kalla ég bundið slitlag malbik).

Og á því herrans ári 2007 er EKKI búið að malbika vestur - og við er þar búum erum í sömu sporum og Olga þegar hún fór keyrandi til Akureyrar fyrir 30 árum síðan - og raulum bara lagstúfinn "ég er á Vestur leiðinni - að vísu fastur á háheiðinni...."

AningarstadirOg til gamans vil ég geta þess að á heimasíðu vegagerðarinnar er að finna skemmtilegt kort - en þar má sjá kort með merktum áningarstöðum með græjum - m.a. klósetti (WC) þar sem hægt er að m.a. að hægja sér...já skíta. Og svoleiðis lúxus er bara ekkert að finna á leiðinni Vestur. En auðvitað þurfa Vestfirðingar ekkert á slíkum munaði að halda - þeir skíta bara heima hjá sér!

Já þeir ættu kannski að framleiða "Vestfirska stoma-poka" - hentugir í ferðalögin - fyrir vestan.


Tengdadóttir Framsóknar gerir allt vitlaust - sex þúsund missa vinnuna.

Ég fór suður í gær. Ekki get ég kannski sagt að ég hafi skroppið - svona eins og sagt er í Reykjavíkurelítunni um Lundúnar og Njújork heimsóknir. Nei við fjölskyldan keyrðum suður - í 7 tíma.

Vegirnir - eða eigum við að kalla þetta vegaslóða - enda eru Hestakleyfin og strandir nánast ófærar venjulegum fólksbifreiðum - voru hræðilegir. Drullan svakaleg og ef maður slysaðist til að opna gluggann þá fékk maður umsvifalaust drulluklessu í andlitið. Já maður skreppur ekkert suður - ekki að Vestan. Líklegast ekki að Austan heldur.

En á leiðinni hlustuðum við á útvarpið - svona þegar það náðist. Þar var ítrekað og á öllum stöðvum - því maður var alltaf að skipta - vegna slæmra skilyrða - verið að fjalla um unga tengdadóttur Umhverfisráðherra í ríkisstjórninni sem fékk ríkisborgararétt án þess að uppfyllan önnur skilyrði en að vera útlendingur.

Og þetta var sko allveg svakaleg frétt - miklu meiri frétt en að 48 manns hefðu misst vinnuna í Bolungarvík. Já það var bara svona forbí-frétt. Hitt er líka miklu mun merkilegra - af því að Framsókn er innblandað í málið - samsæri af verstu gerð. Framsóknarflokkurinn sem ekki vill sjá annað en íslenskar beljur og rollur er kominn með tengdadóttur - innflutta í þokkabót. Halló, hvað er að gerast  - á kannski að flytja inn norskar beljur í kjölfarið - opna markaðinn og setja bændurna á hausinn. Nei takk segi ég. Engan innfluttning hér - alla vega ekki nema með lögbundnum aðlögunartíma.

En í forbí-fréttinni þá missa 48 fjölskyldur fyrirvinnu - sem framreiknað í höfuðborgartölur er líklegast 6000 (sex þúsund) manns. Ein tengadóttir fær landvistarleyfi og allt verður vitlaust - en 6000 missa vinnuna er forbí-frétt. Já ég segi sex þúsund af því að Alþigi er fyrir sunnan og þingmenn skilja ekkert landsbyggðartölur - í það minnsta fæstir.

Nú þarf eitthvað að gerast - eitthvað strax. Grímur bæjarstjóri reddar þessu ekki með nýrri hljómsveit - "atvinnu-hrun í Hólshreppi" eða eitthvað álíka. Neibb - bæjarstjóra-umbinn þarf að gera meira en svo - og fá í lið með sér Vestfirsku þinghreyfinguna og allir verða að taka saman höndum.

það er mín skoðun.


Kynþroskastopp í Súðavík - bæjarstjórnin fundar um málið.

Ég fékk ákaflega skemmtilega heimsókn sl. mánudag - Inga Lind hjá Stöð 2 og myndatökumaður  komu Vestur til að fjalla um jákvæða hluti eins og þau orðuðu það - og báðu mig að koma í viðtal. Við skruppum yfir í Álftafjörð - Súðavík og hittum þar fyrir kallana sem þar starfa. Fremstur í flokki góðra manna fer Barði Ingibjartsson - einstakur maður. Þar eru líka Beggi og Eiríkur - menn sem handmoka nokkrum tonnum af þurrfóðri í kjaftinn á svöngum þorskum - á hverjum degi. Mér líður alltaf eins og skrifstofublók þegar ég hitti þessa kalla - hressir og skrafhreyfnir. Og að öðrum ólöstuðum þá er Eiríkur auðvitað kvennagullið í hópnum - það fer ekki á milli mála. Enda tók kallinn kipp þegar Inga Lind birtist brosandi á bryggjunni - og hjartað sló  líklegast nokkur auka slög. En við Barði fórum bara tveir með tíví-tíminu út á kvíar - vorum kóngar um stund - horfðum glottandi í land.

En það sem var auðvitað skemmtilegast við þessa heimsókn var hve gaman þau höfðu af því að koma út í kvíar - sjá hvernig þetta er og vera í nálægð við náttúruna. Fjöllin eru nefnilega svo ótrúlega nálægt - gnæfa yfir manni þegar maður stendur um borð í bát á miðjum firðinum - ótrúleg fegurð - náttúrulega hrikaleg.

Og ég verð að segja að þeim tókst vel upp með þetta innslag í Ísland í dag - skemmtileg myndataka - í skemmtilegu umhverfi - meira að segja magavöðvarnir á mér sáust í gegnum gallann - komu út svona eins og smá ístra. Já myndavélin platar - og þorskarnir sem sáust á mynd og virtust vera kíló eða stærri - voru auðvitað bara 20 grömm - myndavélin stækkar allt svo mikið - eins og sást best á undirhökunni og ístrunni á mér - sem auðvitað eru ekki til staðar. Gríski guðinn er nefnilega helköttaður - klár í 20 ára stúdentspartíið.

En okkur hefur tekist að stöðva kynþroskann hjá þorskinum - með þessari nýju ljósatækni. Að vísu hafa Súðvíkingar áhyggjur af því að við bremsum kynþroskann hjá mannfólkinu líka - að engin fjölgun verði í samfélaginu fyrir Vestan. Tja við verðum að sjá til.....;) en auðvitað er það svo að ef við stoppum kynþroskann hjá unglingunum þá losnum við væntanlega við unglingavandamálin.....eða....?


Pólítísk útfararstofa - Framsóknarflokkurinn. Með svo marga á spena að flokkurinn þarf hátækni "mjaltarþjón"

Og þetta korteri fyrir kosningar. Var ekki nóg að bóndasonurinn úr Eyjafjarðarsveitinni væri sendur heim aftur eftir að vera á spena í 12 ár og Kópavogspúkinn tæki við - Framsóknarflokkurinn er svo stórtækur að halda mætti að þeir væru með "mjaltarþjón".


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé ég tár á hvarmi bæjarstjórans - Mugison vill byggja í Neðsta. Hvar er Mugison núna - er'ann farinn með öllum hinum?

Það hefur löngum þótt eftirsóknarvert að búa við sjóinn - en á Ísafirði virðist fólk ennþá leita upp í dali - kannski gamla heiðarbýlisgenið sem stýrir því - ekki veit ég. En ég man vel eftir því þega bæjarstjórinn og tónlistarmaðurinn Mugison skrifuðu undir plagg - kölluðu til fréttamenn og tókust í hendur  - og svei mér þá ef ekki glitraði tár á hvarmi. Og efni fundarins var að Mugison ætlaði að byggja hús í Neðstakaupstað - íbúðarhús og búa í sátt og samlyndi við iðnaðinn í Neðsta. Nú býr Mugison í Súðavík - horfir úr stúdíó-bílskúr yfir fjörðinn - á fuglana og fiskana - kvíarnar og selina. Af því að skipulagið á Ísafirði leyfir líklegast engar íbúðabyggingar í Neðsta.

Já - nú er Neðsti með hellusteypu og slippstöð - og á milli er tún fyrir hunda að skíta. Og ég spyr ef ekki er hægt að koma fyrir íbúðabyggð í Neðsta - hvar á þá Háskóli Vestfjarða á rísa - hvar eiga stúdentarnir að sitja og fílósófera á fallegum vor og haust eftirmiðdögum - í slippnum eða á sandbing við hellusteypuna?

Auðvitað eru Ásels menn engir sóðar - en ég hefði talið að Neðsti væri dýrmætt byggingarsvæði fyrir íbúabyggð - að iðnaður ætti frekar heima í Engidal  - að á fallegum sumarkvöldum gætu íbúar Neðsta notið nálægðar við sjóinn - heyrt öldurnar brotna í fjörunni - í stað þess að leggja þetta svæði undir iðnað og hundaskít.

Ég tala nú ekki um að beina umferð vörubifreiða alltaf í gegnum miðbæinn - það hlýtur að teljast "gamaldags" skipulag. Ég gleymdi allveg að spyrja vin minn skipulagsfræðinginn um þetta þegar hann var hér - það fór svo mikill tími í að bjarga honum uppúr holum á holóttum götum bæjarins - sem ekki einu sinni hellusteypan fær að framleiða hellur á - til að fegra.

Hún Salka mín kvartar ekki - Neðsti er hennar heimavöllur.


Ömurleg blogg - óáhugaverð og drepleiðinleg.

Þetta er niðursta mín eftir að hafa lesið tvö síðustu bloggin mín - guð hjálpi mér fyrir skrifa svona drepleiðinlegan texta.

Skildu fleiri skrifa svona ömurleg blogg? tja maður spyr sig.... kannski kominn tími til að athuga sinn gang.

ja sveimérþá - þetta má ekki gerast aftur.


Hvalur og hvalur - Japan eða Ísland - gerir fólk greinarmun?

Í ljósi endalausrar umræðu um hvort við Íslendingar eigum að veiða hvali þá langar mig að fjalla um aðra sýn á málið - sýn sem skiptir í mínum huga mjög miklu - og það er sú sýn sem fólk hefur á hvalveiðum - hvort fólk almennt geri greinarmun á hvölum í útrýmingarhættu og þeim sem ekki eru í útrýmingarhættu - eða hverjir það eru sem veiða hvali.

Þetta er nefnilega svo flókið að fólk setur hvalveiðar, sama hvaða hvali er verið að veiða og veiðiþjóðirnar allar saman undir einn hatt. Og þar liggur rót vandans - vanda sem getur haft gríðarlega neikvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga - ef við veiðum hvali - nokkuð sem við eigum auðvitað fullan rétt á að gera.

En vandamálið felst í því að fólki er allveg sama - hvalur er hvalur og hvalveiðiþjóðir eru morðingjar - eða því sem næst.

En hvað eru neikvæðar hvalveiðar - hvað er það sem fólk þolir ílla? Tja það er margt - og líklega eru höfrungaveiðar Japana ofarlega á listanum. Japanski veiðimenn veiða um 40.000 mismunandi tegundir höfrunga á ári (skv. WWF). Alþjóða hvalveiðiráðið, dýralæknar og dýragarðseigendur um allan heim hafa mótmælt veiðiaðferðum Japana - sem þeir segja vera vægast sagt ómannúðlega - en Japanir segja þá nota sömu aðferðir og þeir hafi ávalt notað - gamlar hefðir og sem eru hluti af þjóðareinkenni - kúltur - Japan. Ennfremur skipti þetta veiðisamfélög í Japan öllu máli - annars muni þau leggjast af - deyja út.

En hvað hefur þetta að segja í nútíma heimi - þar sem hægt er að setja allt á netið - satt og ósatt - stælt eða stolið - og nú er semsagt komin mynd á Youtube sem hefur leitt til þess að yfir milljón undirskriftir hafa safnast - stoppum slátrun höfrunganna í Japan - með öllum ráðum - segja mótmælendur (listann er að finna á http://www.petitiononline.com).

Umrædd mynd á Youtube sýnir hvernig hjálparlausir höfrungar eru reknir inná grunna vík og drepnir - stungnir til bana með spjótum. Þetta er gert í miklum hamagangi og sjórinn er blóðlitaður- sundraðar slagæðar og opin svöðusár - ekki falleg sjón - bönnuð yngri en sextán. Menn spyrja: "er þetta ekki slæm meðferð á dýrum" - og hvers vegna eru Japanir að drepa höfrunga yfir höfuð?

Ekki er það markmið mitt með þessum pistli að ræða réttmæti veiða þeirra Japana - en ég vil með þessu benda á við hvað við glímum - við þessi litla þjóð úti í ballarhafi sem erum svo mjög háð því að geta flutt út fiskinn okkar. Varla förum við aftur í sjálfsþurftarbúskaps formið - nje.

Við erum að glíma við almenningsálitið - sem er óvægið og beinskeitt - og gerir ekki greinarmun á sjálfbærri veiði og útrýmingarveiði. Það þekkjum við sjálf - enda hafa samtök líkt og Sæhirðirinn og Grænfriðúngar heimsótt okkur. Félagsskapur sem hefur lifibrauð sitt af því að fólk geri ekki greinarmun - með boðskapinn: "hvalur er hvalur - sama hvað hann heitir - og allir eru þeir að deyja út".

Þetta er málið - sjálfbærar veiðar eru aukaatriði - enda er sjálfbærni bara orð sem menn taka sér í munn á hátíðisdögum.

Við ættum því að hætta að hugsa um hvalveiðar - ekki af því að við megum ekki veiða hval  - nei bara  vegna þess að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að veiða hval.

 


T-Rex er ekkert annað en ótýnd haughæna - og við erum 93% hlutar Apar!

Nú er þetta nánast klárt - vísindamenn við Harvard og Beth Israel læknaskólunum eru búnir að komast að því að T-Rex og hvað þessar risaeðlur hétu nú allar eru bara venjulegar haughænur. Að vísu er þetta náttúrlega miklu fræðilegra - en þetta er samt niðurstaðan. Þeir náðu sem sagt að sjúga smá próteinbút úr T-Rex beini og skoða hvernig það er samsett - og niðurstaðan er sláandi - Kjúlli !!

Ef ég væri bóndi og ætti svona skaðræðisskepnu eins og ég er sannfærður um að hænurnar eru þá myndi ég setja þær í búr - alveg um leið - enda kom það í ljós að þessi T-Rex er stórhættulegt kvikindi - drepur sér til stakrar ánægu - eða eins og þeir fjölluðu svo skemtilega um í heimildarmyndinni "júrasík park" en þar var bent á hættuna - sérstaklega þegar T-Rex á heima á eyju - og þar sem skrítnir vísindamenn starfa við gena rannsóknir....halló! - þetta hringir nú bjöllu.....díkód-ísland-Kári Stefáns... tja nú er maður fyrst smeykur. Í búrin með þessar svokölluðu lausagönguhænur - sem náttúrlega eru að plata okkur líkt og í bíómyndinni.

Og hafi þið ekki tekið eftir hvað kjúklingalærin eru alltaf að stækka - að vísu bringurnar líka en það er bara út af vatninu sem er sprautað í þær. Já það er ekki salmonellan sem drepur okkur - neibb  það eru Chicken-Rex.....C-Rex. Og auðvitað koma hænurnar fyrst til mín - ég er búinn að predíka um að hætta þessari kjúklingarækt á íslandi - flytja þetta bara inn frosið - í það minnsta dautt.....dísús.

Dinosaurhttp://www.bidmc.harvard.edu/?node_id=1000&mainFrameSrc=/tools/newsnow/pr_out.asp?pr_id=1563

Og ef þetta er ekki nóg - þá er búið að raðgreina apa genómið - og við erum 93% alveg eins! Jæja, hvað segir Gunnar í Krossinum við þessu.... maður bara spyr?!

 

 


Afsökunarbeiðni til bænda - sauðfjárbænda.

Ég fékk athugasemd frá Finni nokkrum Ólafssyni - sem ég get ekki líst frekar enda notar hann ekki mynd með kommentinu sínu.

En hvað um það. Mér þykir óskaplega vænt um íslenska bændur - dugnaðarfólk sem þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi heldur sínu striki - og þar fara sauðfjárbændur í fararbroddi. Og ég þekki nokkra slíka - sem ég kalla vini mína. Sumir eiga dágóðan bústofn og nefni ég Jóa vin minn á Hanhól í því sambandi - svo eru aðrir sem líklegast verður að kalla stórbændur, og þar fer fremstur meðal jafningja vinur minn og nýútskrifaður doktor - Jóhannes Sveinbjörnsson. Reyndar skrifaði sauðfjárbóndinn Jóhannes doktorsritgerð um "beljuna" Karólínu.

Ég semsagt biðst afsökunar á móðgun þeirri er Strandamaðurinn Finnur les úr fyrri pistli mínum. Aðeins grunnhyggnir menn styggja ramm göldrótta Strandamenn - ég vona að ég sé ekki í þeim hópi.

 


Olíuhreinsistöð - túristar á Hornströndum - vandamál með úrgang? Hvað segja umhverfisstjórnunarfræðingarnir um það?

Ég las grein Stefáns á Strandir.is - og vitnað er í þessa grein bæði á BB.is og mbl.is

Það sem vekur mann til umhugsunar er hvers vegna Stefán kýs að birta þessa grein á Strandir.is - var hann beðinn um það eða er þetta bara innlegg Stefáns í umræðuna? En hvað um það - mín skoðun hefur verið sú að skoða málið faglega en sleppa pólitíkinni - og fá til þess óháða aðila. Líklegast er Stefán það - nema náttúrlega að fyrirfram sé ákveðið að niðurstaðan á ekki að vera "stóriðja" og olíuhreinsun "hljóti" að vera stóriðja.

Það er ekkert mál að skrifa heimildaritgerð um hættur olíuhreinsistöðva - og reyndar um hættur á heimilum ef því er að skipta - enda er líklegt að slysin séu fleiri í eldhúsinu en fólk grunar! Það er meira að segja að hægt með venslagreiningu að komast að því að þeir sem aka um á fólksbíl af ákveðinni gerð séu líklegri til að fá sykursýki tvö!! Og það kom reyndar í ljós í fréttunum í gær að alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að mesti vágesturinn séu umferðarslys - olían kom þar hvergi til umræðu.

EN - rétt er auðvitað að við erum að tala um bein og óbein áhrif á umhverfið en langsótt er að tengja við krabbamein og reyndar ákaflega ófaglegt af Stefáni - svona hræðsluáróðurstækni og því er auðvitað asnalegt að vitna í sænskan útvarpsþátt um olíuhreinsistöð í Lysekil - þeim fallega stað. Við munum jú eftir kvikmyndinni "Civil Action" - þar sem ílla tókst að sanna mengun á fyrirtæki sem þó hafði mengað drykkjarvatn nálægs bæjarfélags með þeim afleiðingum að fjöldi fékk hvítblæði - kannski er Lysekil í sömu sporum - ekki veit ég það og ekki veit Stefán það.

Málið er að framkvæma alvöru úttekt - og ekki sleppa nýjustu og "umhverfisvænustu" olíuhreinsistöðvunum úr - líkt og Stefán gerir því miður  - og meina ég þá Mongstad í Noregi.

Náttúran á það skilið og við eigum það skilið - þ.e. ef áhugi er fyrir að byggja fallega og hreina Vestfirði um ókomna framtíð - því að það kemur "olíuhreinsistöð" eftir þessa - svo mikið er víst. 

Ps. ég hefði áhuga á að fá Stefán til að segja mér frá hve mikil umhverfismengun er frá túristum á Hornströndum - þar eru jú engin klósett - hvert fer úrgangurinn? tja ég spyr!


mbl.is Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband