Ungi bóndinn fyrir norðan og kínverjinn sem ekki má kaupa landspildu á öræfum.

Fyrir mörgum árum síðan ákvað reykvískur ungur maður að flytja norður á land og hefja búskap. Ekki var þó áhugi á búskap til kominn vegna fyrri reynslu eða þekkingar á búskaparháttum almennt. Hann hafði aldrei í sveit komið en líklegast ímyndað sér rómantíkina sem búskapnum fylgdi. Kannski las hann Dalalíf Guðrúnar frá Lundi - enda kaus hann að flytjast í þá sveit.  En hvað um þær ástæður sem að baki lágu, hann einfaldlega var íslenskur ungur maður og gat gert hvað hann vildi án afskipta stjórnvalda.

Og norður fór hann ásamt sinni spúsu. Auðvitað féllust honum hendur þegar hann sá tómt fjósið - auða básana sem þyrfti að fylla af kúm sem hægt væri að mjólka. Nú voru góð ráð dýr. En sem betur fer hafði hann tengsl við dýralækni fyrir norðan sem leiðbeint gat honum um kaup á bústofni. Bændurnir í sveitinni reyndust og hjálplegir og vildu selja honum góðan startpakka eins og það kallast fyrir sunnan.

Hinn ungi bóndi þáði ráðleggingar bændanna og var innan skamms búinn að fylla fjósið. En eitt þótti honum þó verra sem var að hann gat ómögulega skilið þessi tækniorð sem bændurnir notuðu og vissi hreinlega ekki hvað þeir voru að tala um.

Leitaði hann þá á náðir dýralæknisins og bað hann að koma með sér undir húsvegg til skrafs og ráðlegginga. "segðu mér eitt" sagði ræfils ungi bóndinn "hvað er þetta eiginlega sem bændurnir vilja endilega að ég kaupi og þeir kalla kvíga"?

Já er nema von að íslensk stjórnvöld telji sig þurfa að hafa varann á þegar allt í einu birtist kínverji og vill breyta auðn í vin - reisa nokkur 5 stjörnu hótel og guðmávita hvað. Ísland skal auðvitað byggjast upp af efnilegum ungum íslendingum - útlendingar hafa ekkert hingað að gera - nema þeir séu auðvitað listamenn eða elíta!

Heimóttaskapurinn verður seint frá okkur tekinn íslendingum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eftir það sem á undan er gengið,er ekkert óeðlilegt við tortryggni í garð hverra þeirra sem vilja kaupa stóran part af Íslandi. Hvernig sem við lýsum okkur sjálf,getum við ekki vikist undan því að vera afar upptekin af útlendingum,sem hingað koma,enda ekkert að því að selja þeim þjónustu. Bíðum eftir gullhömrum þeirra,er spyrjum;How do you like Iceland;    Hér er nóg af óbyggðu landi,mín ósk er að hafna ESB.,skipta um stjórn og nýta þau ótal tækifæri sem við eigum,þess vegna með útlendingum sem leggðu með okkur í púkkið.

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband