Aðeins til að byrja með..

Þú ert búinn að segja þetta svona tíusinnum. Sagði konan mín. Ég var að spá í hvernig texta mig langaði að skrifa – á bloggið – aftur. Kúlaðursteinbítur.

Mig er nefninlega farið að klæja í að skrifa aftur. Skrifa.

Málið með mig er auðvitað það að ég nýti mér allt sem ég lærði í mínum uppvexti. Ég semsagt geri ekkert sem pirrar syni mína – Hilmi eða Ísak – eins og ég þurfti að upplifa endalaust af hendi föður míns. Hann var til dæmis endalaust að hringja í mig – spyrja hvernig ég hefði það – hvort mig vantaði eithvað – pening? Fullkomlega vonlaust...verandi loks fluttur að heiman (þægilegt eftir nokkur ár að heiman).

Nei – svona er ég ekki. En auðvitað hringi ég í drengina – mína. Spyr hvernig þeir hafi það. Vantar þá eithvað ...kannski pening? Hvað veit ég...?

Ég skil samt ekki að þeir segja báðir við mig...“pabbi....“ – já hvað þýðir það – ég hringi nú ekki alltaf í þá – í það minnsta ekki oftar en nokkrum sinnum í viku....

Eða?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Góður;-)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2018 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband