Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Við græðum - þú borgar. Ótrúlegur gróði Landsbankans - skilar sér ekki í buddu borgarans.

Ótrúleg afkoma Landsbankans vekur athygli - fjörutíuþúsundmilljónir. Já takk. En það sem vakti athygli mína var viðtalið við bankastjórann - þar var hann að vonum kokhraustur og sagðist geta horft framan í hvern sem er. Líklegast á hann þá við kollega sína úr banka og bissnessheimum.

En heldur sljákkaði þó í kalli þegar hann var spurður að því hvernig hinn almenni viðskiptamaður myndi finna fyrir þessu.... Á engan hátt - engar lækkanir - áfram gjöld og gjöld ofan.... en þjónustan batnar....

En líklega þýðir þetta betri þjónustu við hina efnameiri - þeir fá flottari jólagjafir og fleiri miða á leiki með West Ham - annað væri nú varla hægt.

Við hin stöndum á hliðarlínunni og fylgjumst með - stolt yfir því að taka þátt í þessum stórkostlega bisness - borgum okkar gjöld og hvetjum West Ham.

Já - væri nú ekki ráð að lækka eithvað af þessum gjöldum - og t.d. að afnema fit kostnaðinn......


Við erum ekki að hlægja að þér...heldur með þér... Ólafur minn kæri borgarstjóri.

Já þeir hjá spaugstofunni kunna ekki að skammast sín..

...og ekki biðja þeir borgarstjórann afsökunar - nei.....

http://www.visir.is/article/20080128/LIFID01/80128078

 Ja svei mér þá...... og ég sem bloggaði um sölu Arnar Árnasonar á flugeldum og þá töluðu sumir um "aftöku"...mannorðsmorð...hahahahahah

Kannski er kominn tími á að RUV eyði peningum í betri dagskrágerð - er ekki að verða komið nóg?


Klipptu framan af fingri manns með greinaklippum - hvað er til ráða?

Ég las bók sem heitir "Svartur á leik" og fjallar sú bók um einskonar "undirheima" Reykjavíkur. Ekki ætla ég nú að fara út gagnrýni á bókinni - en í henni eru lýsingar á hreint lygilegum atburðum og ef þeir atburðir eiga sér einhverja stoð í raunveruleikanum þá er hér um gríðarlegan áfellisdóm á störf lögreglunnar að ræða - glæpamennirnir virtust geta vaðið uppi án frekari afskipta af lögreglu. Og mér er sagt að sagan byggi á raunveruleikanum..... 

Misþyrmingarnar og lýsingarnar eru svæsnar - talsmáti og athæfi söguhetjanna með ólíkindum. Stundum svo að maður lagði frá sér bókina með þeim orðum að "ég nenni ekki að eyða tíma í lestur svona þvælu" - en áfram las ég. Og trúði ekki neinu - þetta bara gæti ekki verið svona.

Svo opna ég dagblöðin og fer að lesa um drengi norður á Akureyri sem klipptu framan af fingri manns - sem eitthvað hafði út á þá að setja vegna framkomu við son hans.

Ég verandi frá Akureyri hringdi náttúrlega norður og spurði frekar út í þetta mál. Jú, þessir glæponar höfðu búið í kjallaraíbúð í fjölbýli - stundað þar ýmislegt misjafnt og haldið sleitulaus partý - og ekki nokkur þorði að hrófla við þeim - enda öllum sem það gerðu hótað lífláti. Geðslegir nágrannar það!

Já - lýsingarnar í bókinni voru nánast mildar samanborið við raunveruleikann. Raunveruleikann í blokk á Akureyri!!

Er firringin orðin slík að menn af þessu tagi geta vaðið uppi - lagt líf fólks í rúst óáreittir? Mér sýnist á köflum svo vera.

En hver er lausnin? Á lögreglan að vopnast - verða grá fyrir járnum? Eða er lausnin að gera nú skurk í fangelsismálum svo að hægt sé að kippa svona kónum úr umferð við fyrsta brot - að herða viðurlög?

Er það mál fólks sem verður fyrir barðinu á þeim - er það mál foreldra að leysa þetta... NEI - það getur bara ekki verið.

Eitthvað segir mér að í þessu sambandi séu forvarnir máttlausar og nú þurfi að skera upp herör gegn þessu ofbeldi - og það strax.


Til hamingju Ísfirðingar - mikið hitamál er leyst.

Já það er yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Hér fyrir Vestan á að fara að grafa göng yfir í Bolungarvík þó að menn séu ekki á eitt sáttir hvað göngin eiga að heita - en grafin verða þau og ku verða hægt að keyra þau í báðar áttir - sem er jú gott.

En það mál sem stendur uppúr að mínu mati hér á Ísafirði og er í engu minna mál en valdatafl þeirra borgarbúa - en það vatnsfötumálið.

Vatnsfötumálið...hvað er nú það kunna margir að spyrja. Já það er nefnilega fátt eins notalegt og að sitja kófsveittur og allsber í gufubaði. Og til þess að kynda undir - ekki ósvipað og sjálfstæðismennirnir í Reykjavík gerðu - þá þarf maður að skvetta vatni á ofninn - til að magna hita og almenna vellíðan.

Og hér er einmitt undirrót eins mesta vanda síðari ára hér - og það er vatnsfatan og ausan! Hún var nefnilega orðin slöpp sú gamla - og ausan varla svipur hjá sjón. Og svo sjóðhitnaði allt saman og varð vart á haldið.

En viti menn - þegar ég kom í gufuna í gær þá var búið að kaupa þessa dýrindis fötu úr tré og ausu í stíl! - já, menn eru bara að "spandera" á Ísafirði.

Ég vil óska meirihlutanum til hamingju með ákvörðunina sem líklegast hefur verið lengi í nefndum - í það minnsta tók þetta tíma. Og talandi um tíma - væri nú ekki ráð að kalla til annan fund og sammælast um að kaupa fallegt tímaglas á vegginn.

Já, ég segi til hamingju Ísfirðingar með bætta aðstöðu til afslöppunar.

Hver segir svo að hér séu ekki "hitamál".


Ósmekklegur húmor Spaugstofunnar. Hvað má og hvað ekki?

Ég verð að viðurkenna að mér fannst nokkuð skondinn þátturinn með spaugstofunni í kvöld. En heldur fannst mér gamanið kárna þegar ég sá hve ósmekklega þeir fóru með nýja borgarstjórann.

Það er eitt að gera grín að fólki fyrir athafnir og aulaskap - en þegar það eina spaugilega sem þeir sjá í tilveru fólks eru veikindi - nú þá held ég satt að segja að betur megi kyrrt liggja.

Það hefði einfaldlega verið hægt að leysa þetta á fyndnari hátt - og manneskjulegri - og ég geri ráð fyrir að af nógu sé að taka á liðnum dögum og mánuðum svo ekki sé verið að nota alvarleg veikindi sem menn hafa ekki nokkra stjórn á - það er ljótt.

Þeim tekst nefnilega nokkuð oft vel upp félögunum þegar þeir setja saman svona fréttaskýringu á bíómyndaformi.

En í kvöld skemmdu ósmekklegheitin fyrir gamninu.

Ég vil þó hrósa þeim fyrir "guðföðurinn" - meinfyndið og hitti í mark.

 


Einstefnuþjónusta.

Mér finnst að þetta orð - "einstefnuþjónusta" - ætti að taka til almennrar notkunar á Íslandi. Það er nefnilega svo að á víða er þjónustan bara í aðra áttina. Hér á ég við fjölda opinberra stofnanna. Hver kannast kannski ekki við svör eins og "ég er nú ekki rétta manneskjan....þú verður að tala við..." - svo auðvitað gerist ekkert enda viðkomandi aldrei við. Það er nefnilega svo einfalt að benda bara á annan - vitandi það að sá sem spyr hefur enga möguleika á að fullkanna málið. Og eftir að tölvurnar komu þá varð gósentíð...en þær auðvitað bila sí og æ. Svo ekki sé minnst á "servarana" sem hrynja.....

Og ekki bætir úr skák þegar starfsmaðurinn bregst við líkt og vegið sé að honum persónulega - taki fyrirspurn óstinnt upp og jafnvel hvái af hneykslan. Á stundum hef ég það t.d. á tilfinningunni þegar ég þarf að leita svara að viðkomandi hafi bara engan áhuga á að veita þær upplýsingar - að viðkomandi hafi bara ekkert það hlutverk að sinna þjónustu í mína átt. Svo ég tali nú ekki um ef umræðuefnið eru peningar - þá mætti á stundum halda að viðkomandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa - svo fær þetta á hann og maður hreinlega skammast sín fyrir frekjuna.

Já - þessu er öfugt farið þegar verið er að rukka inn eða krefja gagna. Þá er veitt hundrað prósent þjónusta. Reikningurinn kemur um hæl og til að maður gleymi nú ekki að borga þá fer allt í innheimtu á nokkurra vandræða. Alveg stórkostleg þjónusta.

Það eru nefnilega alltaf allir við þegar verið er vinna í "rétta" átt. Þá bilar ekki tölvukerfið eða maður veikist. Nei - þjónustan er nefnilega EINSTEFNUÞJÓNUSTA.

Það finnst mér.


Allt "geðveikt" í Ráðhúsi Reykjavíkur!

Mér finnst einkar athyglisvert þetta umtal um heilsufar nýs borgarstjóra. Sumir telja hann "of veikburða" til að sinna svo ábyrgðarmiklu starfi - aðrir telja hann líklegri til að veikjast en aðra borgarfulltrúa. Enginn virðist þora að segja það sem þeim liggur á hjarta "að borgarstjórinn hafi farið í veikindafrí sökum andlegrar vanheilsu" og sé því ekki treystandi. Já ég sagði það sem aðrir muldra í kaffitímum.

En ég spyr - er þetta eitthvað tabú? Geta ekki bestu menn og konur fengið slíka kvilla og læknast?

Ekki get ég dæmt um það héðan frá Ísafirði hvort borgarstjórinn ennþá "andlega vanheill"  - en ljóst er að maðurinn er jú kominn til starfa - og vísaði læknisvottorði að beiðni núverandi meirihluta.

Kannski að Dagur kanni þetta vottorð og fullvissi okkur öll um gildi þess og trúverðugleika - að að það hafi ekki verið veitt uppúr kókópuffs pakka.

 En auðvitað er það grafalvarlegt mál hvernig heilsufarið er almennt á þessum borgarfulltrúum - ég gat ekki betur séð en Dagur væri nánast þegjandi hás og Björn Ingi grátandi. Mann fer að gruna að vinnuálagið sé bara svona mikið í Ráðhúsinu - að þar sé bara hreinlega "geðveikt" að gera!?

Nei, mér finnst þetta ósmekklegt og illa að Ólafi vegið. Ég verð hreinlega "brjálaður" út af þessu...hm...nú þarf ég líklegast að koma með vottorð í vinnuna.....

Já - þetta minnir mig á afgreiðslustúlkuna í kaupfélaginu í Varmahlíð sem bauð útlendingunum Síríus súkkulaði með hommum og geðsjúklingum (fruits and nuts).


"Þú ert enginn fokking borgarstjóri"!!!

Þetta hrópuðu ungliðar Samfylkingarinnar - unga fólkið hans Dags B. Eggertssonar - unga fólkið í Framsókn - unga fólkið hennar Margrétar og unga fólkið í Vinstrigrænum.

Já það var líkt og gefið hafi verið frí í grunnskólum og menntaskólum borgarinnar - til að börnin kæmust í ráðhúsið.

Já - þetta var athyglisvert hvernig unga fólkinu er beitt í þessu máli. Ekkert skipulagt....ekkert! En samt fengu fékk fólk Vestur á Ísafirði tölvupóst þar sem fólk er hvatt til að mæta á áheyrnarpalla Ráðhúss Reykjavíkur.

Þetta er auðvitað lýðræði - ekkert annað... jamm......jamm.....svona VinstriSamfylkingar lýðræði....

Og fyrir áhugasama fylgir hér e-mailið...Ég hef að vísu tekið út öll nöfn á e-mailinu enda engin ástæða til að draga saklaust fólk inn í þessa vitleysu.


Subject: Mótmæli við ráðhús Reykjavíkur kl. 11.45, fimmtudag

Sælar konur,

Reykvíkingar mótmæla við ráðhús Reykjavíkur klukkan 11.45 á morgun, fimmtudag. Borgarstjórnarfundur hefst 12.15. Mætum með potta og pönnur, dætur, systur, maka og mága og mótmælum baktjaldamakki og lýðskrumi í borgarstjórn. Við krefjumst þess að hætt verði við myndun nýs, óstarfhæfs meirihluta!

Meðfylgjandi er sameiginleg yfirlýsing ungliðahreyfinga Tjarnarkvartettsins og auglýsing fyrir mótmælin. Við biðjum ykkur um að áframsenda auglýsinguna á alla sem þið þekkið og fjölmenna við ráðhúsið á morgun.

Bestu kveðjur,

---

Stöðvum ruglið í Reykjavík: Yfirlýsing frá ungliðahreyfingum Tjarnarkvartettsins

Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar  og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Þessi samstaða er lykilatriði í því að úthýsa ruglinu úr ráðhúsinu.

Komið hefur í ljós að þessi skyndilegu og ástæðulausu umskipti byggja ekki á málefnaágreiningi heldur eru til komin vegna þess að sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru tilbúnir að gera allt sem þarf til að ná aftur völdum eftir að hafa hrökklast frá vegna hneykslismála.

Nýr meirihluti verður auk þess óstarfhæfur vegna ósamstöðu meðal Sjálfstæðismanna og manneklu innan klofins F-lista sem eykur enn á óstöðugleikann í stjórnkerfi Reykjavíkur.

Reykvíkingar eiga betra skilið en að borgarstjórn þeirra leysist upp í baktjaldamakk  og valdatafl. Nýr meirihluti var augljóslega myndaður á röngum forsendum og enn er hægt að hætta við. Ungliðahreyfingarnar hvetja alla sem mögulega geta til þess að mæta á mótmæli Reykvíkinga  fyrir framan ráðhúsið, klukkan 11.45 á morgun fimmtudag, og koma skoðun sinni á þessu athæfi á framfæri áður en fundur borgarstjórnar hefst.


 

 

 


935 sinnu lugu Bush forseti og samstarfsmenn um Íraksstríðið!

Ný skýrsla hefur litið dagsins ljós og kallast "á fölskum forsendum" en í henni er fjallað um Bush, Dick Chaney og sex aðra aðila og hvernig þeir notuðu lygar til að verja innrásina í Írak.

Og hér er listinn:

George W Bush, forseti laug 259 sinnum....
Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra laug 254 sinnum....
Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra laug 109 sinnum....
Ari Fleischer, fyrrum blaðafulltrúi laug 109 sinnum.....
Paul Wolfowitz, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra laug 85 sinnum...

Er nema von að Davíð og Halldór skuli hafa trúað þeim.....??

http://www.expressen.se/nyheter/1.1017369/de-935-lognerna-om-irak


Nýjar sannanir ÞAÐ ER LÍF Á MARS!!

Mars_523571wFyrir fjórum árum síðan lenti tunglbíll NASA - Spirit - á Mars. Ferðin þótti klúður og skila litlu sem engu. En svo tók áhugasamur stjörnufræðingur sig til og hóf að rannsaka eina myndina - stækkaði upp lítinn grænan blett - og viti menn.....þarna situr einhver kall og slakar á!

Líf á Mars hrópa sumir en aðrir segja þetta vera klöpp......En á skrifstofum NASA er allt á öðrum enda.

Það sem styður tilgátuna er að á Mars hefur fundist kísiloxíð - sem aðeins er hægt að mynda með vatni....jamm og vatn er jú forsenda lífs....

Dæmi nú hver fyrir sig. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur - Ólafur Ragnar fer líklegast þangað í "útrás" og lætur okkur vita...... Cool


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband