Þorleifur Ágústsson

Fæddur og uppalinn á Akureyri, Brekkunni gömlu - áður en hún varð einsog hún er víst orðin í dag! Gekk í Barnaskóla Íslands og síðan í Gaggann áður en ferðinni var heitið í Verkmenntaskólann á Akureyri.

Að loknum menntaskóla lærði ég líffræði til BSc prófs og fór svo til Gautaborgar þar sem ég dvaldi í næstum 9 ár - lauk PhD námi í lífeðlisfræði og flutti heim til að taka þátt í því sem ég hafði víst misst af?!

Á fjórar systur, Elfu, Völu, Örnu og Birnu. Þær hafa reynst mér þokkalega.... og hinar bestu. Verst þótti mér þó framhleypni þeirra að ná sér í kærasta án þess að ræða það við mig fyrst. En svona er þetta únga fólk í dag. Svo á ég hálfbróður - hann Hadda sem býr í norge. Hann fór ekki "my way" og endaði því í "norway"....

Pabbi og mamma eru Ágúst og Auður - kallinn úr Hrísey en mútta úr Brekkugötunni á Akureyri.  Ég á yndislegan son sem heitir Hilmir Jökll og verður 10 ára í júní - fótboltakall út í eitt og heldur með ARSENAL. Svo á ég fósturson sem heitir Ísak - flottur dúd að verða 13 ára - farinn að senda manni tóninn....svona rétt áður en hann missir hann í mútum. Bý með henni Hrafnhildi Hafberg, íslensku og leikhúsfræðingi. Og ekki má gleyma tíkinni Sölku, sem heitir Salvör  Valgerður þegar verið er að skamma-na. Og nú er kominn nýr fjölskyldumeðlimur á heimilið - hann Bósi sem er lítíll tjíváva sem heldur að hann sé "hundur"!!....

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorleifur Ágústsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband