Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Að lenda í óþarfa hremmingum - ömurleg lífsreynsla!

Fólk lendir í ýmsu á lífsferlinum og sumt er auðvitað alvarlegra en annað. En um eitt getum við sjálfsagt verið sammála og það er hve ömurlegt það getur verið að lenda í aðstæðum sem þó ætti svo auðveldlega að vera hægt að koma í veg fyrir.

Í slíkum aðstæðum lentum við fjölskyldan sl. mánudag.

Slydda, norðan kuldi og hreint ömurlegt veður einkenndi þennan dag. Eftir skemmtilega helgi í Reykjavík vorum við á vesturleið.

Og þá hófst hrakfallasaga fjölskyldunnar. Allt mér náttúrlega að kenna. Stoppuðum á N1 á Ártúnshöfða til að kaupa okkur nesti og um leið ætlaði ég að setja dísel olíu á bílinn. En viti menn - þegar ég stóð þarna í kuldanum og dældi á bílinn þá gerði ég mér ekki grein fyrir að ég hafði gripið RANGA dælu - í stað dísel olíu dældi ég bensíni á bílinn!

Ef ég hefði áttað mig á þessu strax hefði auðvitað enginn skaði verið. En ég gerði það ekki og ók af stað nokkur hundruð metra eða þar til bíllinn stoppaði. Þá laust það niður í höfuð mér að ég hafði óvart dælt bensíni á bílinn!!

Sem meðlimur í FÍB - þá hringi ég þangað. Í annað sinn sem ég lendi í hremmingum á ferlinum og leita til þeirra þá auðvitað gerðu þeir ekkert annað en að benda mér á að leita til aðila sem gætu hjálpað mér! Ég velti fyrir mér hvaða hlutverki þessi félagsskapur gegnir yfir höfuð - því miður.

En hvað um það - ég hringi í pit-stop og eftir sjálfsagt stutta bið á Reykvískan mælikvarða - sem þó var heil eilífð fyrir fólk í okkar stöðu og í norðan kulda - birtist aðstoðarbíll. Sérfræðingurinn sem sendur var talaði því miður litla sem enga íslensku og átti ég því engra kosta völ á að ræða málin við hann. En hann dældi og djöflaðist - og sendi mig svo auðvitað af stað fullvissan um að allt væri í lagi. Sem auðvitað var ekki því bíllinn stoppaði með látum skömmu síðar - og áfram gekk þetta um dágóða stund.

Mér leist ekki á blikuna og hafði samband við umboð bíltegundarinnar sem ég ók á og sendi pit-stopparann burtu eftir að hafa greitt um 14000 fyrir dælingu og nokkra lítra af díselolíu. Hann reyndar kvaddi mig með orðunum "dæla kapút"!

En hvað gat ég gert eða sagt - kann ekkert á vélar!

Ég hringdi því næst í "Krókinn" og þeir fluttu fyrir mig bílinn á verkstæði þar sem ég upplifið sem betur fer hreint frábæra þjónustu - mjög almennilegt viðmót og kurteisi! Þetta var bílaverkstæði á Malarhöfða 2 sem heitir AÐALVERKSTÆÐIÐ - og tóku þeir mér opnum örmum og ég fann að þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir þeirri ömurlegu aðstæðum sem ég og mín fjölskylda vorum í - með hugsanlega skemmdan bíl að reyna að komast heim.

Í ljós kom auðvitað að bíllinn var stórskemmdur og viðgerðarkostnaður gríðar hár (hleypur á hundruðum þúsunda). Það er þó bót í máli að viðmót það sem ég fékk á bílaverkstæðinu bætti mjög líðan okkar.

Ég hef síðastliðna viku spurt mig spurningarinnar: Hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta? Já er auðvitað svarið....og á ég þá ekki við hið augljósa svar: "ekki taka ranga dælu"!!

Eftir að hafa talað við fjölda aðila um þetta - og komist að því að þetta er gríðarlega algengt - þá skil ég ekki hversvegna olíufélögin gera ekki einfalda breytingu á stútum dæla til að koma í veg fyrir að svona geti gerst! Ég veit að sum bjóða uppá lykla sem læsa fyrir annað eldsneyti en það sem knýr viðkomandi bíl - en þá um leið eru þau auðvitað að tryggja sér að ekki sé verslað við aðra - en stundum er jú málið það að ekki bjóðast viðkomandi valkostir.

Ef olíufélögin vilja gera eitthvað sem getur gert okkur neytendum verulegt gagn - án mikils tilkostnaðar - þá ættu þau að sammælast um að gera viðeigandi breytingar á dælum sínum svo ekki fleiri lendi í slíkum óþarfa kostnaði og veseni!

Ég er vonsvikinn yfir þessum mistökum mínum - en AÐALVERKSTÆÐIÐ á Malarhöfða 2 (sími þar er 577 4004) hefur veitt okkur frábæra þjónustu!

 

 

 


Íslenskt var það heillin.... hollt og gott!

Það verður að segjast eins og er - það er gaman að fá skemmtilegar fréttir af ánægðum kúnnum!

Nú er Murr búið að starfa í rúmlega ár - ár sem hefur einkennst af spennandi verkefnum og á þeim tíma höfum við lagt metnað okkar í að framleiða hágæða fóður sem svo sannarlega er búið að sanna sig - fullkomin samsetning án aukaefna!

Bragð og gæði fara saman - enda fáum við fjöldann allan af skeytum frá ánægðum kaupendum - og læt ég fylgja hér eitt frá henni Kleopötru -

Kleopatra á steininumTakk fyrir mig...

 

"Stelpan" mín er svo kurteis og lítilát að ef hún ætlar út á svalir verður að opna dyrnar fyrir hana hún ýtir ekki á dyrnar til að opna.

Og það er sama með matinn, hún er mötuð eða það er sett í dallinn hennar, og þá borðar hún, en að hún sæki mat upp á borð er ekki til í dæminu.

Nema í gær þá hafði vinkona komið í heimsókn til ömmu og sett hundanammi í kristalsskál á sófaborðinu. Þetta var þurrkuð lifur og nautastangir til að naga og mín stóðst ekki þessa frábæru lykt og sótti sér bæði lifur og nautastöng....nammi namm..

Það var dundað við að naga og smjatta í langan tíma...

Við þökkum fyrir okkur og eigum ábyggilega eftir að smakka meira af þessu í framtíðinni....

Kleopatra Havsteen Guðjónsdóttir  ( Celo ) sjá mynd

já - það er gaman að fá svona skemmtilegar fréttir - og við hjá Murr þökkum fyrir!¨

 Murr framleiðir hágæða fóður fyrir ketti og hunda - úr íslensku hráefni !


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband