Færsluflokkur: Lífstíll

Af hundum - ofnæmi og lausnum.

Ég sagði ykkur aðeins frá því í gær þegar Salka gat ekki skitið. Hún skeit í nótt og ekki meira um það að segja. Nema það að hún vakti mig í nótt - bara til  að láta vita hver stjórnar.

EN, nú langar mig að ræða annað sem kannski hund(a)eigendur ekki vita - sem er um ofnæmi hjá hundum. Ekki ætla ég að láta eins og vinur minn ónefndur sem á stundum er kallaður prófessör alvitur - nei ekki aldeilis - ég læt Hannes um það. En hvaða hund(a)eigandi kannast ekki við þreytandi einkenni svo sem hárlos eða útferð í augum. það er nefninlega svo að hundar hafa líkt og mannfólkið ofnæmi fyrir ýmsu - bæði innanhús og utan. Og þegar ég var fyrir norðan með hana Sölku um daginn þá fór hún Elfa systir mín og dýralæknir á Akureyri að segja mér frá því að hún tæki orðið blóðprufur úr hundum og sendi til ameríku til ofnæmisgreiningar. Já maður getur fengið dágóðan lista yfir það hvað hundurinn þolir og þolir ekki - bæði umhverfisþætti og fóðurtengt.

Það er nefninlega mikilvægt að þekkja sitt kvkindi - kunna á því skil og bregðast rétt við. Hér á ég við hundinn. Og þetta er nokkuð sem ég ráðlegg öllum betri-hund(a)eigendum að gera - og bregðast við af skynsemi og velvildi - ekki skjóta og spyrja svo. Maður fer ekki með barnið sitt í hlöðu ef það er með heyofnæmi....eða hvað?

Fekari upplýsingar er auðvitað að fá hjá dýralækninum Elfu Ágústsdóttur í Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri - númerið kann ég ekki enda hringi ég aldrei þangað. Ég hringi bara prívat - enda systir mín. Að vísu má ég ekki hringja úr partýum á nóttunni en það er önnur sagaTounge sem ég kannski segi síðar.

Í næstu pistlum hef ég ákveðið í tilefni þess að lax og silungsveiði fer að hefjast - að segja frá líffræði þeirra furðuskepna og lifnaðarháttum. Ef áhugi er fyrir hendi ?

Ekki voru þau orð fleiri.


Atkinskúrinn drepur - konur.

Ég skrifaði pistil hér um daginn um megrunarkúra – ekki af því að ég teldi mig vera einhvern sérfræðing á sviðinu - heldur finnst mér bara svo leiðinlegt hve mikil vitleysa er höfð fyrir fólki – á stundum.

Og nú eru niðurstöður rannsóknar sem staðið hefur í 12 ár að sýna fram á Atkinskúrinn getur stytt lífshlaup kvenna - komið þeim í gröfina langt fyrir aldur fram. 

 

Og hvað veldur? Jú, eins og ég benti á í fyrri pistli um megrunarkúra þá felst í Atkinskúrnum að skera niður magn kolvetna í fæðunni og auka hlutfall próteina og fitu – þá maður er á Atkinskúrnum svokallaða. Ég benti einnig á að kúrinn gæti haft slæm áhrif á heilann þar sem eldsneyti heilans eru kolvetni – ekki prótein eða fita og hættan væri að enda í dauðadái - coma - kóma.

 

Rannsóknin sem birt var í Journal of Internal Medicine sl. Mánudag, byggir á því að fyrir tólf árum svöruðu 42000 konur á Uppsalasvæðinu í Svíþjóð mjög nákvæmum spurningum um fæðuval og megrun. Nú tólf árum síðar kemur í ljós að dánartíðni var hærri hjá konum sem fengu dagskammt hitaeininga úr próteinum en ekki kolvetnum – flestar létust úr hjarta og æðasjúkdómum. Þetta bendir ótvírætt til að mikilvægt er að útiloka ekki allveg kolvetni úr matnum.  .

 

Ég segi - allt er best í hófi - smakkið heldur á púngunum góðu - þar er góð blanda af fitu og próteinum og þegar búið er að brytja púnga niður á pastabeð - nú þá er maður með mjög skemmtilegan "pasta-púng" - hina fullkomnu blöndu.

það er mín skoðun.


Lennart er með typpi - má ekki heita Pía.

Óréttlátt segir Lennart. Já það er vandlifað í henni veröld - þar sem laun og önnur mannréttindi stjórnast af því sem yfirleitt er falið innanklæða. Og aumingja Lennart sem eyðir miklum tíma í smink og aðrar álíka aðgerðir á hverjum morgni - klæðir sig í sokkabuxur og kjól fær bara alls ekkert að heita Pía. En Lennart telur það sinn fullkomna rétt að fá að heita Pía - í það minnsta sem millinafn - til þess að femíníska hliðin fá tjáð sig opinberlega. Hann hefur nefninlega kvenlegt innsæi - femíníska hlið og er farinn í skaðabótamál við Sænska ríkið. Pía skal hann heita og ekkert múður.

Og nafnanefndin sænska tekur þetta ekki í mál. Kall getur ekki heitið konunafni - ekki frekar en að epli sé kallað appelsína og Lennart verður bara að bíta í það súra...epli. Nú eru jafnréttissinnar risnir upp á afturfæturnar og segja það sjálfsögð réttindi Lennarts að heita það sem hann vill - hvort sem undir honum hangir typpi eður ei.

Spennandi umræða - hvað gerir Lennart? Erum við Íslendingar heppnir að flest karlmannsnöfn enda á -ur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband