Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Í Bolungarvík er ekki lengur hægt að spila Bingó!

Nú er vandlifað. Sumstaðar er ástandið verra en annarsstaðar - þar er Bolungarvík í fararbroddi. Hver höndin er uppi á móti annarri og maður veit orðið vart hverjir stjórna bænum - þ.e. með einmenningslistanum A....aaaaaaaaaaaaaaa.

Og ástandið er svo slæmt að mér segja "kunnugir" að ekki sé hægt orðið að hafa bingókvöld - enginn geti orðið dregið svo hlutlaust megi þykja - og ekki sé hægt að setja saman bingóspjald með fleiri bókstöfum en einum -  A.

Þeir hinir sömu segja mér að algjör vitleysa sé að leggja í slíkan peninga austur sem félagsheimilið sé, þar sem aldrei náist saman fleiri í hóp en nokkrar hræður og nær væri að opna fleiri "bakherbergi" í ráðhúsinu - ekki þyrfti einu sinni að loftræsa þau því reykfyllt sinna þau skyldum sínum best.

Já það gefur á bátinn víðar en við Grænland!


Nógu gott fyrir landsbyggðarlýðinn þó það dugi ekki fyrir starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur!

Mig rak í rogastanz - meira að segja með z - svo mikið varð mér um þegar ég las viðtal við hana Sigrúnu hjá Orkuveitunni í Reykjavík. Kerla talar um að OR sé að losa sig við gömul líkamsræktar tæki sem á engan hátt standa undir kröfum reykvíkinga - en full gott er þetta fyrir landsbyggðar lýðinn segir Sigrún:

"Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi."

Þetta finnst mér stórkostleg lesning - verst að ekki skuli hafa verið mynd af téðri Sigrúnu - væntanlega í bleikum spandex galla - G-streng með hárið í tagli - hlaupandi á nýtísku hlaupabretti hvött áfram af vöðvastæltum einkaþjálfara. Ég sé fyrir mér löngu liðinn þá úr seríunni "DALLAS".....

Já Sigrún mín, þetta landsbyggðar lið getur sko vel sætt sig við svona lagað.

Eða svo að ég vitni nú í forstjóra Samherja sem benti manni á sem setti út á ryðið á Akureyrinni að "hann hefði nú aldrei vitað til þess að skip hafi veitt fisk á málningunni".

Kannski er þessu eins farin með græjurnar hjá ykkur í OR.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband