Tveir ekki nóg - þrír... varla - en fjórir.... FISKISTOFA TEKUR ÞÁTT Í BYGGÐAMÁLUM Á VESTFJÖRÐUM.

Það var ansi merkilegt að lesa stutta en ákaflega merkingarfulla frétt á http://www.bb.is í morgun. FISKISTOFA auglýsir starf laust á Ísafirði og TVEIR sækja um. NEI, það var ekki nóg. FISKISTOFA RÆÐUR EKKI Í STÖÐUR Á ÍSAFIRÐI EF AÐEINS TVEIR SÆKJA UM – Þ.E. ÞESSA EINU STÖÐU SEM AUGLÝST ER.

 Ég spyr: erum við ekki að tala um EINA lausa stöðu? Þarf ekki bara EINN hæfan umsækjanda til að fylla þá stöðu? Ætli þeir hjá Fiskistofu geri sér ekki grein fyrir því að þessum eina fylgir etv. heil fjölskylda (þ.e. ef umsækjendur eru annarsstaðar frá). Fyrir Ísafjörð væri því um mælanlega fjölgun íbúa að ræða. Nú ég legg til að Fiskistofa geri eftirfarandi: HÆKKI LAUNIN HJÁ STARFSMÖNNUM OG KANNI HVORT AÐ ÞAÐ AUKI EKKI EFTIRSPURNINA EFTIR STARFI HJÁ STOFUNNI! Í útlöndum er stundum sagt: Á Íslandi eru tveir HÓPUR!Bjarni Fel sagði eitt sinn: Gaman er að fara út að skokka - tveir saman eða í smærri hópum! Fiskistofa ætti að leggja niður þessa hjákátlegu kröfu - í það minnsta að taka hana fram í auglýsingunni og segja: "Ekki verður ráðið í stöðuna nema að a.m.k. tveir sæki um stöðuna - jafnvel þó að báðir séu vel hæfir". Já þetta er KENNSLUBÓKARDÆMI um vitlausa stjórnsýslu - og það á þeim tíma þegar verið er að funda um atvinnumál á Vestfjörðum.  Kannski ekki ósvipað og auglýsingaherferð Vífilfells á kók  ZERO í miðri KLÁM umræðunni! 

það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband