Það sagði við mig kona...

.....að hún gæfi kettinum sínum þurrmat vegna þess að þá lyktaði minna úr kattarsandinum.

Þetta er um margt rétt.

En það sem skiptir öllu máli er að fóðrinu séu auðmeltanleg prótein. Innihald kattafóðurs er því miður mjög misjafnt og á stundum gjörsamlega ómögulegt að gera sér á nokkurn hátt grein fyrir því hve mikið þarf að gefa kisu af viðkomandi fóðri.

Einu getur þú treyst - og það er að kattafóðrið frá Murr er unnið úr besta fáanlega hráefni - þ.e. kjöti - sem inniheldur hárrétta samsetningu próteina og fitu.

Og þess vegna meltir kisa þessi prótein fullkomlega - og lyktin minnkar - ásamt því að kisa mun fá glansandi fínan feld!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allar kisurnar mínar 3 fúlsuðu við Murr kattarmatinum.  Hundinum mínum fannst kattarmaturinn góður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jæja já - vildu þeir ekki Murr kattamat - það var leitt - og í reynd í fyrsta skiptið sem ég heyri það.

En svona er þetta - dýrin eru misjöfn eins og eigendurnir!

Þú gefur þá bara hundinum Murr - enda fínt fyrir hann. Murr er einfaldlega búið til úr því besta sem völ er á og það skiptir jú máli - manni er jú ekki sama hvað maður gefur dýrunum sínum.

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að skipta yfir í íslenska þurrmatinn fyrir bæði kisurnar og hundinn. Kisurnar vildu ekki smakka íslenska þurrmatinn fyrst, kannski venjast þær Murr kattarmatinum ef ég held áfram að bjóða þeim hann. Ég vona það allavega, vegna þess að núna þarf að styðja íslenskan iðnað og matvælaframleiðslu. Ég mun halda áfram að bjóða þeim Murr, kisurnar hljóta að venjast bragðinu fljótlega.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2009 kl. 01:55

4 Smámynd: Frikkinn

Lyktin er meiri eftir því sem þurrrmaturinn er feitari, t.d íslenzki kattamaturinn sem Lýsi framleiðir hann er of feitur, kötturinn þarf minni fæðu en sandurinn lyktar hræðilega svo minn fær einungis Fit  32 frá Sience Hill.

Frikkinn, 23.6.2009 kl. 10:00

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú Hill´s eru vandaðar vörur - en verðið er náttúrlega komið út úr öllu korti. Sjálfur á ég tvo hunda sem alltaf hafa fengið Hills fóður. Og sjáðu til - besta merkið og dýrasta frá þeim er það sem þeir kalla "Lamb" - einfaldlega vegna þess að það eru lang bestu próteinin. Þú ættir að prufa Murr - þá ertu með gæðin alveg á hreinu og gott að gefa í bland við þurrmatinn.

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 10:23

6 identicon

Kynni mín af heimilisköttum um áratugaskeið eru á þann veg, að þeir éti flest frekar en kattamat. Nú um stundir er að vísu enginn köttur á heimilinu og því engin reynsla af Murr ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:29

7 identicon

Sæl öll, ég prófaði ísl. kattamatinn (líklega frá Lýsi) í vetur, vildi styrkja ísl., og hann er líka miklu ódýrari en innfluttur, en þá brá svo við að kettirnir hökkuðu hann í sig og fóru að fitla illilega. Dýralæknirinn benti mér svo á (í árlegu "kattaeftirliti") að sá matur væri óhóflega feitur, man ekki nákvæmlega töluna, minnir 17% fita, þar sem Wiskas er með 12 % fitu og frá Euroshop er með um 10% fitu. Minnir að "Murr" sé með enn lægra fituinnihald, eða um 7.5% (er ekki með umbúðir fyrir framan mig), en sá galli er á gjöf Njarðar að hvorugur kattanna vill sjá Murr matinn.

Eygló Áradóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:23

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl og takk fyrir kommentin -

jú rétt er það - fita verður að vera í réttu hlutfalli líkt og hjá okkur mannfólkinu - og á það við um prótein innihaldið líka.

Hinsvegar er staðreyndin sú að mest er þetta undir eigendum komið hvað þeir gera - ef þeir t.d. halda þessu að sínum dýrum þá borða þau það. Kettir líkt og við venjast ákveðnu fæði. Hitt get ég þó ábyrgst og það er að Murr er samsett með þarfir kisu í huga. Eygló, þú ættir því að prufa að halda matnum að þeim - leyfa þeim að venjast honum. Við þekkjum það sjálf - að sumu þurfum við að venjast

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 12:53

9 Smámynd: Didda

Mín reynsla af því að skipta um hunda eða kattarmat, þó að sama tegund sé í boði bara með öðru bragði er yfirleitt sú að dýrin fúlsa við nýja matnum fyrst en síðan byrja þau að borða hann af bestu list  

Ég á eftir að prufa Murr og mun sannarlega gera það er með minn kött á Hill´s sem kostar augun úr en sannarlega gott fóður, og ég hef verið treg að skipta yfir í annað

Á ekki að koma með hundamat líka....voff agalega dýrt að vera með bæði hund og kött á Hill´s í kreppuskr*******

Didda, 23.6.2009 kl. 13:35

10 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú ég þekki þetta - kaupi yfirleitt Hills Lamb/Rice fyrir hundana - þeir sýna mér svip ef ég ætla að vera góður og gefa þeim annað bragð - set þá reyndar smá ólivuolíu á ...það finnst þeim nammi! En - eigandinn ræður jú hvað dýrin borða - og ég endurtek nú bara það að gæðunum er hægt að treysta frá okkur og Didda þú ættir að prufa Murr - ekki spurning.

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 15:10

11 identicon

Ég á tvo ketti sem láta nú ekki bjóða sér hvað sem er. Hingað til hafa þeir fúlsað við öllum blautmat sem ég hef borið á borð fyrir þá. En viti menn, í fyrsta skipti sem ég gaf þeim mat frá Murr lá við slagsmálum við matardolluna, þvílík var áfergjan í matinn. Hárlosið á þeim hefur minnkað, og feldurinn er orðinn fallegri, þannig að ég mun gefa mínum köttum Murr framvegis, og um leið styðja íslenska framleiðslu. Takk fyrir Murr.

Björn Baldursson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:13

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Var að prufa Murr í fyrsta sinn. Kettirnir elskuðu það og líta ekki við hverju sem er. Stórmarkaðsfóðrið vilja þeir ekki sjá nema Bilanx þurrfóður. Keypti sekk af einhverju nutro um daginn og það hreyfist ekki af disknum. 3000 kr. þar út um gluggann.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 16:32

13 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Enn og aftur takk fyrir umræðurnar - þetta er okkur hjá Murr mjög mikilvægt - við vinnum eftir bestu þekkingu og sannfæringu í þessum efnum. Öllu máli skiptir að rétt hráefni sé notað og það sett saman með köttinn í huga!

kv,

murr.

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 16:43

14 identicon

Ég gafst nú bara upp á því hversu lítið úrval er af hunda og kattamat á Íslandi og hvað mörg topp fóður sem maður sér erlendis eru ekki í boði hérna heima! Sjálfsagt er komin kreppa núna og gjaldmiðillinn í sögulegu lágmarki en í góðærinu var samt engin að flytja þetta inn. Þannig að ég með mína tölvu setti mig í samband við Orijen í Kanada sem hafa verið að fá verðlaun á hverju ári fyrir fóðrið sitt og er byrjaður að flytja það inn! Og já! Þetta er ekki ódýrt fóður (núna) Og sjálfsagt er hægt að setja út á hvað maður er að eyða miklu í gott fóður en það er nú þannig að maður verður að hafa vit fyrir dýrunum sínum hvað þau borða! Ekki kunna þau að lesa á innihaldslýsinguna! :)

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband