Að selja vatn sem fóður - mikilvægi þess að láta ekki plata sig!

Ég hitti mann í dag sem var að koma úr Bónus. Hann var ákaflega ánægður með að sjá Murr í hillum verslana Bónus.

En eitt fannst honum skrítið - og það var að sjá að Murr væri með hæsta kílóverð af blautfóðri í pokum.

Ég var sammála því að við værum með hæsta kílóverð miðað við pakkningu.

EN hinsvegar yrði það að vera ljóst að við værum ekki að rukka fyrir vatnið í fóðrinu - því að þegar mínusað væri vatnsinnihaldið og aðeins skoðuð hin raunverulega næring - þ.e. þurrefnin (prótein, fita og kolvetni) þá værum við með sambærilegt verð og ódýrasta fóðrið í Bónus.

Svo væri reyndar hægt að skoða þetta frá enn öðru sjónarhorni - og það er að köttur sem vegur 4 kíló þarf 2 poka af murr - sem þýðir undir 200 krónum fyrir dagskammtinn. En ef sami köttur keypti það sem hefur lægsta kílóverðið þá þyrfti hann 4 poka - og þeir kosta vel yfir 200 krónur!!

VIÐ HJÁ MURR LEGGJUM METNAÐ OKKAR Í AÐ FRAMLEIÐA FÓÐUR MEÐ ÞARFIR KATTARINS Í HUGA - Á ÍSLANDI ER HEIMSINS BESTA VATN - OG ÞAÐ ÓKEYPIS - HVÍ ÞÁ AÐ FLYTJA ÞAÐ INN OG SELJA SEM FÓÐUR?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Kötturinn minn lifir nær eingöngu á íslenskum kattamat. Iceland pet heitir hann  og er framleiddur í Sandgerði. 2 kg kosta 788 krónur og hann er heilan mánuð að ljúka við pokann. Drekkur líka mjög gott íslenskt vatn með. Vatnið er síað í gegnum Ingólfsfjall og er sérstaklega gott. Áður hafði hann lifað á Wiskas. Nú er feldurinn miklu fallegri en áður og hann fer minna úr hárum. Mér fannst frábært þegar ég sá þetta fóður og mun örugglega kaupa Murr líka svona til að auka á fjölbreytnina. Þetta sýnir hvað hægt er að gera. Við gætum hæglega gert íslenskan kattamat að útflutningsvöru og ættum að stefna að því að framleiða allt okkar dýrafóður sjálf.

Sigurður Sveinsson, 20.6.2009 kl. 08:07

2 identicon

17 ára gamlinginn á heimilinu hjá okkur fékk Murr í fyrsta skipti í síðustu viku og matarlystin stórbættist hjá honum og hann át allt úr pokanum, þegar hann fær eitthvað "blöd i sås" dót þá sleikir hann oft bara sósuna og það þarf að henda hinu... . Og það er ekki bara að lystin á Murr hafi batnað heldur er eins og hann éti hinn matinn sinn líka betur núna. Murr fær því hæstu meðmæli frá einum mjög kræsnum. Þakka fyrir okkur :)

Anna (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl og takk fyrir þetta. Jú við eigum að versla íslenskt.

Það sem skiptir máli er að kettir eru sérhæfðar kjötætur og vinna öll sín næringarefni úr kjöti. Þetta er lykilatriði fyrir meltingu kisu sem ræður ekki við ákveðin prótein úr fiski.

Feldurinn er yfirleitt besti mælikvarðinn og ef kisa er góð í feldi þá bendir það til að hún sé ánægð og engin ástæða að skipta um fóður.

En þegar kisumatur er unninn úr fiski þarf að bæta ýmsum efnum við sem eru kisu nauðsynleg en eru ekki í fiskinum.

Kjöt er því eina eðlilega fóðrið fyrir kisu - réttu próteinin og fitusýrurnar. Og það sem meira er - íslenskt dýraheilbrigði er einstakt í heiminum og það sem við notum í Murr er allt það sama og okkur finnst sjálfum svo gott - hvort sem er á grillið eða á pönnuna!!

skoðið http://www.murr.is

kv,

Murr.

Þorleifur Ágústsson, 20.6.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En hundamatur? Ætlar Murr ekkert að færi sig yfir í Brrr... ?

Ég á hunda og myndi svo gjarnan vilja kaupa hundamat sem væri héðan af svæðinu.... annað en slor og mávshræ í daglegum gönguferðum :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.6.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú við munum koma með hundamat. I raun er það svo að Murr kattamatur er fínn fyrir hunda - en í ljósi stærðar þeirra, og þeir borða jú í samræmi við það -  og þess að þeir þola kolvetni betur þá er yfirleitt hærra hlutafall af kolvetnum (rice eða slíkt) til að halda niðri kostnaði á fóðrinu. En svona spari þá skaltu gefa hundinum að smakka Murr - hann verður vitlaus í það því get ég lofað - ég á tvo hunda einn chiahuahua og Border collie - og þeir elska að fá smakk af Murri.

kv,

Murr.

Þorleifur Ágústsson, 20.6.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband