Kreppan er komin í gufuna fyrir Vestan.

Fátt þykir mér yndislegra en að skella mér í gufu eftir langan vinnudag. Það er bara eitthvað svo afslappandi og róandi. Nú er maður öruggari með sig eftir að speglarnir minnkuðu í sturtunni og enginn sér mann lengur - og já, maður sem er í eins og grískur guð í sumarfríi hann vekur auðvitað eftirtekt.

En ástandið er ekki gott. Nei það er alls ekki gott. Það er svo slæmt að þeir fjarlægðu ekki speglana alveg - heldur minnkuðu þá. Já og það er svo slæmt að Mummi Þór kom með sinn eigin ofn í gufuna!

Bærinn skaffar semsagt lítið herbergi með viðarklæðningu og bekkjum - vatn og gamla ausu. En ofninn bilaði og því hefði orðið kalt í klefanum ef hann Mummi minn hefði nú ekki barasta komið með ofninn með sér.

Og fyrir þetta tók bærinn gjald - og Mummi blessaður fékk ekki krónu.....

Þetta er farið að minna mann á gamla daga þegar sá sem átti boltann réð öllu. Spurning hvort að Mummi hendi manni út ef maður er ekki sammála honum?

 

Tja...það myndi ég gera.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband