Lumar þú á skemmtilegri kattarsögu?

Við hjá Murr ætlum að fara að taka saman sögur um og af kisum. Sögurnar verða birtar á heimasíðu Murr ehf. 

Sendið okkur endilega skemmtilega sögu á murr@murr.is

 

http://www.murr.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef eina strax,hún er stutt. Það gerðist á þeim tíma sem nem.barnaskóla var hengt fyrir óþekkt.Söguhetjan var 9ára drengur sem var gert að sitja eftir og skrifa stíl,með 50 orðum.Stráksi var ekki lengi að afgreiða þetta,með eftirfarandi stíl: Ég á lítin kött,einu sinni týndi ég honum,fór þá út og kallaði, Kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis
,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis,kis.   Veit nú ekki hvort þetta er fært í stílinn,hef bara gaman af uppátækjum barna og dýra,vonandi þér líka.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk Helga- þessi er komin á Murr.is

Þorleifur Ágústsson, 23.6.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæll Tolli.

Systir mín sem nú býr í Kanada bjó áður í Súðavík. Hún átti kött sem var ansi lunkinn við að komast óboðinn inn í hús hjá íbúum þorpsins með því að stökkva upp á snerilinn á útidyrahurðinni og opna, sko fólk almennt var ekkert að hafa útidyrnar í lás á þeim tíma. Þetta var fyrir tíma MURR svo hann missti af þeirri gæða framleiðslu. Nema hvað, hann var kominn inn í hús hjá nágranna (ég held að það hafi verið Lilja Ósk og Tani) sem átti páfagauk og þannig urðu nú endalok þess páfagauks, megi hann hvíla í friði. 

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 23.6.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Sæll, ég skrifaði hér fyrir neðan um aldna höfðingjann, en hann heitir Skarphéðinn Fróði Högnason og er núna líklega 17 ára eftir því sem best er vitað. Hann er bara allur að fitna og er greinilega hressari og sprækari að sjá, svo takk enn og aftur fyrir Murr.

En hér kemur saga af honum:

Fyrir nokkrum árum gerði ég mér þann dýrindis rétt fiskbúðing og kartöflur, allt skorið í bita og steikt saman á pönnu með lauk og karrí. Honum Skarpa var fullkunnugt um hvaða dós ég hafði opnað enda nefið í góðu lagi.

Þegar þetta var til fór ég fram í stofu með disk og horfði á sjónvarpið. Setti diskinn á stofuborðið og svo kom Skarpi og settist á móti mér á borðið og fylgdist grannt með mér þar sem ég át. Ég hafði gaman af þessu og var ekki að reka hann í burtu... Smátt og smátt mjakaði hann sér nær diskinum, svona eina klóarbreidd í einu þar til hann var kominn í færi.

Eldsnöggt gerði hann árás - skaut einni loppu fram og slæmdi kló í bita sem honum leist vel á. Eins og kólfi væri skotið skaust hann með bráðina undir stofuborðið og ætlaði aldeilis að gæða sér á namminu en þá uppgötvaði hann sér til skelfingar að hann hafði gripið kartöflu!

Hann sat lengi undir borðinu og urraði og ætlaði seint að fyrirgefa mér þar sem ég skellihló að honum :)

Anna Runólfsdóttir, 24.6.2009 kl. 09:22

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl og takk fyrir skemmtilegar sögur - að sjálfsögðu eru þær núna komnar inn á vef Murr ehf.

Bestu kveðjur,

Murr.

Þorleifur Ágústsson, 24.6.2009 kl. 12:58

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

En hvernig væri með stuttar hreyfimyndir ?

Finnur Bárðarson, 24.6.2009 kl. 14:48

7 identicon

Ég eignaðist frekar furðulegan kött nýverið, ekki það að mig hafi langað í þessa tegund af gæludýri, heldur var þessi svarti köttur að þvælast fyrir utan húsið hjá mér, ákaflega eymdarlegur og alltaf svangur. Enda kom það á daginn eftir að hafa farið með köttinn í Kattholt að vegna eyrnarmerkingar var vissa fyrir því að Pólverjar hefðu átt köttinn, en væru fluttir úr landi og sennilega talið skásta leik í stöðunni að skilja köttinn eftir,  alveg óvíst hvort vitneskja um kattholt sé meðal Pólverja. Ég taldi að pólverjarnir hefðu flúið í ofboði þegar kreppan skall á, þannig að þetta svarta kisugrey væri enn eitt fórnarlamb Hannesar Smárasonar og fleiri ágætra misvitra manna. Áætlanir mínar um annarskonar gæludýr ruku því skjótt út um gluggan, Kisi skírður Kolur og býr núna hjá mér. Langt er síðan ég hef átt kött, en þessi virtist einstaklega matvandur, datt helst í hug að hann hefði verið alinn á sérstaklega verkuðum pólskum pylsum, allar helstu whiskas afurðir voru prófaðar án árangurs,  þekki ég nú fleiri tegundir af kattarmat en ég kæri mig um en ekkert virtist virka, þægindin við að rífa bréf upp og skella á diskinn hjá kisa- Nei þetta ætlaði ekki að vera svona auðvelt, kisi veinaði að hungri, þó skálin væri barmafull af kræsingum merktum whiskas eða öðrum sambærilegum framleiðendum. Það varð því úr svo ég myndi halda heyrn og nágrannar kærðu mig ekki fyrir vannrækslu á dýrinu, að ég fór að kaupa fisk.

og það virkaði, leiðinlegt auðvitað að þurfa að standa í því að sjóða fisk fram og til baka, þannig að í letikasti sem sjaldan kemur yfir mig þá prófaði ég að skella fiskinum hráum í skálina. Aldrei hefur kötturinn verið glaðari. Reyndar fann hann að því ef fiskurinn hafði verið geymdur í meira en 3 daga í ískáp, og vælið byrjaði þá aftur. Sennilega hefur kaupmaðurinn haldið að ég ætti mjög bágt, komandi annan hvern dag og biðja um 150-200 gr af ýsu, eða ódýrasta fiski sem í boði væri. því miður datt það út úr mér einusinni að spyrja hvort hann ætti ekki einhverja afskurði sem ætti að fara í ruslið til að gefa mér. Ekki man ég eftir að hafa fengið samúðarfyllra augnatillit frá nokkrum manni, eftir á að hyggja held ég að hann hafi muldrað að "margir eiga nú erfitt í dag".

Þessu varð að linna, annað hvort að kaupa trillu eða finna annan mat handa kisa, en seint virtist lausnin ætla að koma, kisi alltaf veinandi, nágrannar mínir farnir að gjóa augum að kettinum og síðan hornagum beint að mér.

Kærkominn lausn barst mér því þegar ég heyrði auglýstan íslenskan kattarmat, ég taldi mig sérfræðing á þessu sviði en aldrei rekist á þessa vöru. Kom á daginn þegar út í bónus var komið að til voru tvær tegundir af íslenskum kattarmat, Murr og Icelandpate. Ekki leist mér vel á Icelandpate, varð flökurt af nafngiftinni einni saman, enda í takt við útrásarbrjálæði. En þá myndi ég eftir fisksölumanninum og nágrönnuum, og úr varð að Murr og icelandpate fór í körfuna.

Ekki var ég með bjartsýnn á leið minni heim, jú það hlutu að vinna mörg hundruð manns með doktorsgráðu í fóðurfræðum hjá Whiskas, ef það brást þá gæti varla fóður frá einhverjan stað fyrir vestan sem ég man ekki tilþess að hafa heyrt á minnst áður bætti einhverja þar við, hvað þá kattarmaturinn með útrásarnafnið, þar sem einhverjir brjálaðir útrásarvikingar hefðu mallað fiskiafgöngum samann, og biðu eftir að geta sent gróðan til Tortillu.

Það má segja að ég hafi verið skjálfhentur þegar ég setti hvorutveggja á diskinn hjá kisa, ræfilinn svangur og þvældur, og útilokað að hleypa greyinu út, held að lögreglan hafi nóg að gera svo nágrannarnir séu í hringja í hana út af einhverjum ketti. Því miður lét kisi sér fátt um finnast, þefaði reyndar af þessu en labbaði síðan á brott, með þeim fyrirlytningarsvip sem kettir einir hafa.

tveimur tímum seinna var reyndar Murr horfið af disknum, en útrásarsullið var þar enn. Svo þetta veit á gott, ég á bara von á því að geta fóðrað kol á þessum mat, og mér er létt, er ekki frá því ef ég læt líða svona 2 vikur, að ég geti farið skammlaust aftur í fiskbúðina.....

 góðar stundir

Páll Eydal Reynisson

Páll Eydal Reynisson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:20

8 identicon

Ég man ekki eftir neinni sögu svona í svipinni, en mig langaði bara að óska þér til hamingju með nýju framleiðsluna!

Harpa J (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband