Skyrtutrix og verkun púnga - Vestfirskt gúrme.

Ég var að segja frá einföldu trixi til að nota á skyrtur til að losna við að strauja þær. Nú veit ég ekki hvort að mér sé heimilt skv. lögum að ræða svona trix - en ég geri það samt - verð þá bara í klefa með þeim Spaugstofumönnum.

En - þegar búið er að þvo skyrtur er gott að skella þeim í þurkara og láta hann ganga í 5-10 mín - ekki við of hán hita - hengja skyrtuna svo upp á herðatré og láta þorna - og þá þarf ekki að strauja!

Nú, þá eru það púngarnir - verkaðir skv. gamalli hefði í Bolungarvík. Veit ekki hvort hér er um einakleyfishæfa aðferð að ræða - en hví ekki að kanna málið - ekki veitir af eins og staðan er í dag. Ég vona að þeir Bernódusarbræður afsaki þetta. 

Þegar lambhrút hefur verið slátrað er púngur skorinn af og saltað í sárið. Síðan eru eistu dregin úr og hreinsuð af þeim himnan og troðið umsvifalaust í skjóðuna aftur. Gott er að taka bút af slagi og troða í skjóðuna meðfram eistum og sauma fyrir. Næsta skref er að svíða púnginn - með gúmmelaðinu í. Við það öðlast hann skemmtilega áferð og góðan konsistens. Hér erum við komin með dásamlegan rétt - bæði nýsoðinn með kartöflum eða kaldan ofan á brauð. Ekki er vitlaust að hafa með sér púng eða tvo þegar farið er í gönguferð eða lengri túra - og nota sem skemmtilegan puttamat. Eins finnast bæði börnum og útlendingum gaman af að leika sér með slíkan mat - hægt er að nota púng til knattiðkunar og éta síðan er hungrið segir til sín.

Ég fæ vatn í munnin við þessi skrif.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Æ - eins og mér þykir allflestur svokallaður þorramatur mjög góður, þá er alltaf eins og ég finni einhverja óþægindakennd þegar ég ét punga ...

Hlynur Þór Magnússon, 26.3.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Örugglega Herramannsmatur eins og allt var kallað sem var úldið, slegið eða stropað í mínu ungdæmi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 03:56

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sælir - ég get sagt ykkur að hér er ekki um súrt - eða úldið að ræða. Nýmeti!! algjört gúmmelaði.....

Þorleifur Ágústsson, 27.3.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hljómar aldeilis flott.   En ég er ekki viss um að ég geti sníkt púnga út úr bændunum vinum mínum, þó þeir séu alveg til í að gefa mér vélundun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Fær mig til að hugsa um legkökuna sem ég var að spá í að sýra.

Skafti Elíasson, 30.3.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband