Atkinskúrinn drepur - konur.

Ég skrifaði pistil hér um daginn um megrunarkúra – ekki af því að ég teldi mig vera einhvern sérfræðing á sviðinu - heldur finnst mér bara svo leiðinlegt hve mikil vitleysa er höfð fyrir fólki – á stundum.

Og nú eru niðurstöður rannsóknar sem staðið hefur í 12 ár að sýna fram á Atkinskúrinn getur stytt lífshlaup kvenna - komið þeim í gröfina langt fyrir aldur fram. 

 

Og hvað veldur? Jú, eins og ég benti á í fyrri pistli um megrunarkúra þá felst í Atkinskúrnum að skera niður magn kolvetna í fæðunni og auka hlutfall próteina og fitu – þá maður er á Atkinskúrnum svokallaða. Ég benti einnig á að kúrinn gæti haft slæm áhrif á heilann þar sem eldsneyti heilans eru kolvetni – ekki prótein eða fita og hættan væri að enda í dauðadái - coma - kóma.

 

Rannsóknin sem birt var í Journal of Internal Medicine sl. Mánudag, byggir á því að fyrir tólf árum svöruðu 42000 konur á Uppsalasvæðinu í Svíþjóð mjög nákvæmum spurningum um fæðuval og megrun. Nú tólf árum síðar kemur í ljós að dánartíðni var hærri hjá konum sem fengu dagskammt hitaeininga úr próteinum en ekki kolvetnum – flestar létust úr hjarta og æðasjúkdómum. Þetta bendir ótvírætt til að mikilvægt er að útiloka ekki allveg kolvetni úr matnum.  .

 

Ég segi - allt er best í hófi - smakkið heldur á púngunum góðu - þar er góð blanda af fitu og próteinum og þegar búið er að brytja púnga niður á pastabeð - nú þá er maður með mjög skemmtilegan "pasta-púng" - hina fullkomnu blöndu.

það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband