Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 6. nóvember 2009
Hafa skal það sem betur hljómar.....eða var það réttara?
En hvað um það - ég fékk yfirhalningu frá Óla í kaffinu í dag.
Eins gott að ég kom ekki í morgunkaffið - því þá hefði ég lent á milli tveggja elda - á milli manna sem hvor vænir hinn um að vera ekkert orginal!
Nú. Óli er nefnilega ósáttur við skrif mín í gær og segist fullkomlega orginal. En annað gildi um Sófus sem er það ekki.
Óli er getinn í landi en Sófus á sjó.
Þessu neitaði Sófus og hélt því fram að hann hefði komið undir á Finnbogastöðum í Trékyllisvík! Óli hrakti þetta og sagði foreldra hans hafa verið flutta þaðan tveimur árum fyrir umræddan getnað. "Nú jæja, þá kom ég undir á Skjaldbreið" segir þá Sófus og kreppir hnefann.
"Uss" segir Óli - "ég veit hvernig þetta var"! "Þú komst undir á sjó - og það var sko ekkert lens - nei vinurinn þú komst undir við einn hnykkinn þegar báturinn barði báruna langt utan við lögsögu Stranda - og hana nú"! "Húnvetningur ertu því með réttu - og til Strandamann skaltu ekki telja þig....nema með samþykki þeirra"!
"Haha... já góði"! hrópar þá Maggút upp yfir sig... "hann Óli lýgur aldrei...það get ég sagt - þó ég hafi ekki hugmynd um það".
Já - nú voru góð ráð dýr hjá ræfils Sófusi - Óli virtist hafa öll tromp á hendi og grunsamlega mikla þekkingu á "undirkomu" Sófusar?! - og... merkilegt nokk ef maður horfir á þá ..hvað þeir eru sterk líkir..æi það er önnur saga.
Já - það var þá eftir allt saman svo að Óli er orginal en Sófus innfluttur.
En nú er sagan rétt - eða réttari skv. Óla. Svo er að sjá hvað Sófus sjálfur hefur um þetta að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Georg Bjarnfreðarson - fyrirmyndin var kennari við Gaggann á Akureyri!
Margir fyrrum nemendur í Gagganum á Akureyri eru búnir að hlægja sig máttlausa yfir Georg Bjarnfreðarsyni - líkt og flestir landsmenn.
En það sem við vitum en ekki þið....er að fyrirmyndin - þe. sá sem í það minnsta útlitið er sótt til - kenndi okkur eðlisfræði og stærðfræði....
Topp maður sá! ...dæmi nú hver fyrir sig!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Ánægjuleg umfjöllun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. nóvember 2009
Auðvitað eigum við að efla íslenskan iðnað!
Mér fannst þetta afskaplega mikilvæg umræða.Við hjá Murr ehf. höfum lagt á það áherslu að við erum íslenskt fyrirtæki - sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða vöru úr hreinu íslensku hráefni - hráefni sem við þekkjum og vitum að hægt er að treysta.
Það sem meira er - við höfum mikla þekkingu á viðfangsefninu og því er fullkomlega hægt að treyst því að vörur frá Murr ehf. eru góðar.
Svo er það verðið - þegar gerður er samanburður við aðrar tegundir af t.d. kattamat þá er Murr einfaldlega ódýrari kostur!
Gerðu verðsamanburð - það er nefnilega svo að þegar þú kaupir Murr - þá ertu að kaupa gæði!
Við segjum því - Eflum íslenskan iðnað - hættum að eyða gjaldeyri í vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. október 2009
Alltaf gaman að fá þakkir og flottar myndir frá Murr og Urr neytendum!
Við fengum þessi skilaboð með flottum myndum...
"Hér koma nokkrar myndir af henni Snotru sem borðar núna bara Murr mat. Hún var vön að borða bara þurrmat áður en hún smakkaði matinn frá Murr en hún varð rosalega æst þegar hún smakkaði Murr matinn í fyrsta skipti og er núna alveg óð í hann. Feldurinn hennar er allur mikið betri eftir að hún fór að borða Murr matinn, bæði þykkri og svo fer hún minna úr hárum. Svo er hún að sjálfsögðu ekki eins horuð þar sem Murr maturinn er svo góður :) "
Og frá ánægðum eiganda Cavalier tíkanna Perlu og Brá fengum við þessi skilaboð
"Hæ, bróðir mömmu kom í smá myndatöku til mín gær og hundarnir hans með. Þeir eru farnir að borða Urr matinn og finnst hann mikið betri heldur en venjulegi þurrmaturinn, Urr maturinn alltaf borðaður fyrst"
Og nú er að koma á markaðinn Murr Lúxus lamb fyrir kettina!
Heimsækið endilega heimasíðu Murr ehf. http://www.murr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 22. október 2009
Það eina sem ég sá var hvítan í augunum.....úff til Húsavíkur hef ég aldrei komið eftir þetta...
Ég hef ekki verið veikur í þrjátíu ár!
Aldrei legið heima emjandi eins og þetta unga fólk gerir í dag.
Og ég veit af hverju það lætur svona - það hefur aldrei unnið ærlegt handtak - timbrað!
Bragi fer mikinn - enda svínaflensa í grennd - hann kominn á áttræðisaldur og sér nú ekki að þetta sé neitt á við það að mæta vel timbraður í vinnu - eins og gert var í gamla dag.... fyrir þrjátíu árum.
Eða að vera á sjó - sjóveikur og kannski nýkominn af balli!
Við sitjum þegjandi við kaffiborðið hjá Braga. Klukkan orðin rúmlega hálf tíu - semsagt eldsnemma á mælikvarða Gjögur kóngsins Óla sem ekki byrjar að rumska fyrir um tíu - í fyrsta lagi. Enda fer enginn heilvita maður á sjó fyrir hádegi - í það minnsta ekki á ströndum - er mér sagt.
Í þessu kemur Garðar upp stigann og birtist kankvís að vanda inn á kaffistofuna.
Í dag var hann með fleira í poka en eina herta kringlu með kaffinu. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar - kannski biði hann meðsér...í fyrsta skipti!
Garðar kemur sér fyrir á sínum stól - á sínum stað og allt er að verða eins og það á að vera.
Hann glottir og opnar pokann, dregur fram girnilegt rúnstykki með osti og réttir nýja manninum...nýja piltinum hans Braga og segir - þetta er handa þér vinur. Við þögnum - ég heyri þegar lausgómurinn hans Braga dettur á borðið - aldrei ...aldrei hefur nokkur maður orðið vitni að öðru eins! Garðar ......gefur með sér...svo hlær hann óskaplega og hefur gaman af!
En aftur að hörku hversdagslífsins. Að vera á sjó, heldur Bragi áfram, er ekkert grín. Ég man í gamladaga þegar ég var svo slappur að ég var ekki búinn að skíta almennilega í að minnsta kosti mánuð - alveg satt!
Og allt var reynt - en ekkert gekk.
Þá var tekið á það ráð að sigla inn til Húsavíkur og ég auðvitað lagður inn á sjúkrahús. Slanga var tengd í óæðri endann og góð olíutunna hífð upp í talíu - full af vökva til losunar....tunnan tæmdist þið vitið hvert....og ég staulaðist yfir ganginn inná klósett en ekkert gekk... ekkert! Gjörsamlega stíflaður - ekki ósvipað og lánalínurnar hjá íslensku bönkunum - allt stopp!
Hjúkkan birtist þá með nýja tunnu - öllu sterkari blanda. Mig minnir að á tunnunni hafi verið STP merki en það gæti hafa verið WD40. Og á ný var tunna tæmd.....úfff...nú fann ég hvernig ég var að springa....rétt komst yfir ganginn og inn á klósett.
Og í því sem ég birtist með brækurnar niður um mig á klósettgólfinu þá sé ég hvar gamall maður situr á dollunni.....og horfir á mig spurnaraugum. Nú, ég var náttúrlega kominn af stað...með allt niður um mig og átti ekki séns á að snúa við - ég segi ekki meira...svo kom bara sprenging.... það eina sem ég sá eftir aðfarirnar voru hvíturnar í augunum á karl ræflinum þar sem hann sat í hnipri á dollunni..... ...úff....
Já - svo væla menn yfir svínaflensu!
Ég hef aldrei komið aftur til Húsavíkur - hef svosem ekkert þangað að gera.......segir Bragi og hlær við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Bankahrunið er það besta sem gat gerst.....
Mér féllust hendur þegar ég las viðtal við Björk Guðmundsdóttur og Höllu Tómasdóttur hjá Auði Capital í sænsku dagblaði.
En þar segir hún þetta orðrétt "Krisen är det bästa som hänt"!!
Mér féllust svo hendur að ég nenni ekki að skrifa um það og bendi bara á það - lesið og metið nú aðeins stöðuna.
Úff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 29. september 2009
Þetta blogg er hætta því þettar er blogg um að hætta. Hætta við að hætta eða bara hætta.
Ég hef verið að spá í að hætta að blogga á mogganum.
Ég ætla reyndar líka að hætta að borða nammi. Hætta að senda stoðsendingar á Palla Hólm í fótboltanum. Ég ætla að hætta að fara hjálmlaus út að hjóla. Hætta að hætta mér á hættulegar brautir. Hætta að keyra of hratt. Ég ætla svo sannarlega að hætta að klóra mér á bak við vinstra eyrað. Og ég er steinhættur að drekka mjólk.
Nú svo hef ég verið að spá í að hætta að lesa DV. Hætti því reyndar um árið en stalst til þess aftur. Er hættur því. Ég ætla að hætta við að hætta hinu og þessu. Maður hættir nefnilega aldrei alveg því það er sjálfhætt. Byrjar alltaf aftur. Hættir við að hætta við að taka sér pásu eða hætta alveg.
Og að vandlega athuguðu máli þá ætla ég ekkert að hætta. Í það minnsta ætla ég ekki að hætta að blogga hér á mogganum. Ég hef aldrei bloggað annarstaðar. Get ekki hætt hér því þá er ég hættur. Og hætta vil ég ekki.
Man ekkert af hverju ég ætlaði að hætta. Kannski af því að það er kominn nýr ritstjóri á moggann. Man það ekki. Er allavega hættur að pæla í því. Ætla bara að hætta á að hætta ekki.
Nú er allavega kominn tími til að hætta.
Í kvöld.
Ég er hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. september 2009
Ánægjuleg og málefnaleg umfjöllun um Murr og Urr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. september 2009
Hver ræður því hvort MS sjúklingar geti lifað góðu lífi...Ögmundur Jónasson....essasú?
Ég var á fundi með MS félaginu í dag hér á Ísafirði.
Afskaplega fróðlegur fundur og vel sóttur af þeim er málið varðar.
Líklegast getur enginn gert sér í hugarlund hvernig það er að glíma við sjúkdóm þar sem enginn þekkir orsökina né hvernig hann mun ráðast á viðkomandi. Ég segi ráðast - því auðvitað ráðast sjúkdómar á fólk - þeir slá það niður og á stundum getur fólk ekki staðið upp aftur. Þarf hjálp. Frá þeim sem ráða.
Enginn. Ekki ég. Ekki þú. Ekki neinn. Enginn veit hver verður næstur.
En eitt eigum við þó sameiginlegt - í það minnsta flest okkar. Við viljum að fólk fái bata. Að fólk nái heilsu í einhverri mynd og helst þeirri sem fullkomin er.
Og ef það er ekki hægt - þá í það minnsta sé fólki leyft að halda í vonina. Að vonin sé yfir allt annað hafin - allan vafa - allt þras og alla pólítík. Allt.
Við erum jú fólk - manneskjur - með jafnan rétt.
Og nú er það svo að þeir sem glíma við MS sjúkdóminn eiga sér von. Og sú von er fólgin í nýju lyfi sem kallast TYSABRI. Þetta lyf er líkt og ÖLL önnur lyf ekki án galla. Enginn og ekkert er án galla. En þetta lyf er samt sem áður með margfalt fleiri kosti en nokkru sinni gallarnir. Hefur ekkert meira eða stærra hlutfall neikvæðra áhrifa en önnur lyf - en 13 af 60.000 notendum hafa fengið slæm hliðaráhrif. Enda væri þetta lyf ekkert á markaðnum ef það teldist hættulegt eða skaðlegt heilsu manna.
Og það sem meira er - þetta lyf er fyrirbyggjandi. Kemur í veg fyrir skemmdir sem valda þeim slæmu afleiðingum og við köllum MS sjúkdóm.
Það læknar ekki skemmdirnar - en gerir það að verkum að fólk nær ótrúlegum bata - fær annan séns - að vera með í lífinu á nýjan leik - FÆR ANNAÐ TÆKIFÆRI - að segja skilið við hjólastólinn og hræðsluna - kvíðann og þreytuna.
Stendur upp og horfir brosandi framan í lífið!
Og það sem er svo stórkostlegt er að þeir sem eru nýlega greindir sjá fram á heilbrigt líf - án nokkurrar fötlunar. AF ÞVÍ AÐ TYSABRI ER FYRIRBYGGJANDI - KEMUR Í VEG FYRIR AÐ SKEMMDIR GETA MYNDAST!!
En samt er mótstaða. Mótstaða sökum "kostnaðar". Þessi kostnaður - jú hann er til staðar. En hann er svo lítill að vart tekur að nefna. Auðvitað heldur fólk núna að þetta hlaupi á milljónum fyrir hvern sjúkling - en NEI. Hann hleypur hugsanlega á EINNI milljón fyrir hvern sjúkling - á ári! EINNI MILLJÓN MEIRA EN LYF SEM ER GEFIÐ Í DAG OG HEFUR MJÖG TAKMÖRKUÐ ÁHRIF - EF NOKKUR!!
Og í staðinn - jú færri veikir - færri fatlaðir. Betra líf. Meiri möguleikar. Og fjöldinn - líklegast um 400 manns - ÞETTA FÓLK Á SKILIÐ AÐ LIFA GÓÐU LÍFI - EINS OG ÞÚ - EINS OG ÉG....EKKI SATT?
Engir milljarðar - ekki einn. Nei - líklegast þurfa um 200 MS sjúklingar þetta lyf.
Erum við Íslendingar ekki sammála um að veita MS greindu fólki þennan möguleika á eðlilegu lífi?
Ég bara spyr?
Ég vona svo sannarlega að heilbrigðisráðherrann lesi þennan pistil - því ekki hefur hann haft bein í nefinu að taka á vandanum.
Vandanum sem er heimatilbúinn á skrifstofu heilbrigðisráðherra!
Eða hvað finnst þér?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)