Hafa skal það sem betur hljómar.....eða var það réttara?

En hvað um það - ég fékk yfirhalningu frá Óla í kaffinu í dag.

Eins gott að ég kom ekki í morgunkaffið - því þá hefði ég lent á milli tveggja elda  - á milli manna sem hvor vænir hinn um að vera ekkert orginal!

Nú. Óli er nefnilega ósáttur við skrif mín í gær og segist fullkomlega orginal. En annað gildi um Sófus sem er það ekki.

Óli er getinn í landi en Sófus á sjó.

Þessu neitaði Sófus og hélt því fram að hann hefði komið undir á Finnbogastöðum í Trékyllisvík! Óli hrakti þetta og sagði foreldra hans hafa verið flutta þaðan tveimur árum fyrir umræddan getnað. "Nú jæja, þá kom ég undir á Skjaldbreið" segir þá Sófus og kreppir hnefann.

"Uss" segir Óli - "ég veit hvernig þetta var"!  "Þú komst undir á sjó - og það var sko ekkert lens - nei vinurinn þú komst undir við einn hnykkinn þegar báturinn barði báruna langt utan við lögsögu Stranda - og hana nú"! "Húnvetningur ertu því með réttu - og til Strandamann skaltu ekki telja þig....nema með samþykki þeirra"!

"Haha... já góði"! hrópar þá Maggút upp yfir sig... "hann Óli lýgur aldrei...það get ég sagt - þó ég hafi ekki hugmynd um það".

Já - nú voru góð ráð dýr hjá ræfils Sófusi - Óli virtist hafa öll tromp á hendi og grunsamlega mikla þekkingu á "undirkomu" Sófusar?! - og... merkilegt nokk ef maður horfir á þá ..hvað þeir eru sterk líkir..æi það er önnur saga.

Já - það var þá eftir allt saman svo að Óli er orginal en Sófus innfluttur.

En nú er sagan rétt - eða réttari skv. Óla. Svo er að sjá hvað Sófus sjálfur hefur um þetta að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Athyglivert að vísu. Þó verð ég nú að segja það að mér finnst þetta afar hroðvirknilegur fréttaflutningur. Málið er í frumvinnslu og eiginlegar yfirheyrslur hafa ekki farið fram. Engin vitni eru nefnd hvað þá að þau hafi verið kvödd til vitnisburðar. Málið er í eðli sínu snúið og auk þess afar viðkvæmt í umræðu sem verður að einkennast af hógværð og þó mátulegri ýtni á málsaðila. En fróðlegt verður að fylgjast með framvindu rannsóknarinnar!

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ég geri ráð fyrir að í kvöld - í tilefni hittings Árneshreppinga. Líklegast verður Óla stillt upp við vegg og sannana krafist. Það er auðvitað grafalvarlegt mál þegar málseigandi aðilum ber ekki saman hvort um stím eða lens hafi verið að ræða!

Ég mun rapportera að lokinni veislu.

Þorleifur Ágústsson, 7.11.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er þetta brandari? hvar á maður að byrja að hlægja?

Óskar Arnórsson, 7.11.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Byggist búsetan á því hvar getnaðurinn fór fram. Og voru þessir vinir þínir viðstaddir getnað hvors annars. Þetta eru greinilega ekta galdramenn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband