Það eina sem ég sá var hvítan í augunum.....úff til Húsavíkur hef ég aldrei komið eftir þetta...

Ég hef ekki verið veikur í þrjátíu ár!

Aldrei legið heima emjandi eins og þetta unga fólk gerir í dag.

Og ég veit af hverju það lætur svona - það hefur aldrei unnið ærlegt handtak - timbrað!

Bragi fer mikinn - enda svínaflensa í grennd - hann kominn á áttræðisaldur og sér nú ekki að þetta sé neitt á við það að mæta vel timbraður í vinnu - eins og gert var í gamla dag.... fyrir þrjátíu árum.

Eða að vera á sjó - sjóveikur og kannski nýkominn af balli!

Við sitjum þegjandi við kaffiborðið hjá Braga. Klukkan orðin rúmlega hálf tíu - semsagt eldsnemma á mælikvarða Gjögur kóngsins Óla sem ekki byrjar að rumska fyrir um tíu - í fyrsta lagi. Enda fer enginn heilvita maður á sjó fyrir hádegi - í það minnsta ekki á ströndum - er mér sagt.

Í þessu kemur Garðar upp stigann og birtist kankvís að vanda inn á kaffistofuna.

Í dag var hann með fleira í poka en eina herta kringlu með kaffinu. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar - kannski biði hann meðsér...í fyrsta skipti!

Garðar kemur sér fyrir á sínum stól - á sínum stað og allt er að verða eins og það á að vera.

Hann glottir og opnar pokann, dregur fram girnilegt rúnstykki með osti og réttir nýja manninum...nýja piltinum hans Braga og segir - þetta er handa þér vinur. Við þögnum - ég heyri þegar lausgómurinn hans Braga dettur á borðið - aldrei ...aldrei hefur nokkur maður orðið vitni að öðru eins! Garðar ......gefur með sér...svo hlær hann óskaplega og hefur gaman af!

En aftur að hörku hversdagslífsins. Að vera á sjó, heldur Bragi áfram, er ekkert grín. Ég man í gamladaga þegar ég var svo slappur að ég var ekki búinn að skíta almennilega í að minnsta kosti mánuð - alveg satt!

Og allt var reynt - en ekkert gekk.

Þá var tekið á það ráð að sigla inn til Húsavíkur og ég auðvitað lagður inn á sjúkrahús. Slanga var tengd í óæðri endann og góð olíutunna hífð upp í talíu - full af vökva til losunar....tunnan tæmdist þið vitið hvert....og ég staulaðist yfir ganginn inná klósett en ekkert gekk... ekkert! Gjörsamlega stíflaður - ekki ósvipað og lánalínurnar hjá íslensku bönkunum - allt stopp!

Hjúkkan birtist þá með nýja tunnu - öllu sterkari blanda. Mig minnir að á tunnunni hafi verið STP merki  en það gæti hafa verið WD40. Og á ný var tunna tæmd.....úfff...nú fann ég hvernig ég var að springa....rétt komst yfir ganginn og inn á klósett.

Og í því sem ég birtist með brækurnar niður um mig  á klósettgólfinu þá sé ég hvar gamall maður situr á dollunni.....og horfir á mig spurnaraugum. Nú, ég var náttúrlega kominn af stað...með allt niður um mig og átti ekki séns á að snúa við - ég segi ekki meira...svo kom bara sprenging.... það eina sem ég sá eftir aðfarirnar voru hvíturnar í augunum á karl ræflinum þar sem hann sat í hnipri á dollunni..... ...úff....

Já - svo væla menn yfir svínaflensu!

Ég hef aldrei komið aftur til Húsavíkur - hef svosem ekkert þangað að gera.......segir Bragi og hlær við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já þessir frændur mínir, fyrir vestan, eiga sér enga líka.

Annars hef ég heyrt svipaða skítasögu. Hún var sögð af heldur ótúttlegum karli við matarborðið hheima, egar ég var strákur. Þá hafði forstoppelsið staðið í 3 mánuði, en þa´fékk minn maður sveskjugraut og það var eins og við manninn mælt að hann skeit þrjár fullar olíutunnur.  Þetta var úti á sjó og það þurfti henda tunnunum fyrir borð, svo bátnum hvolfdi ekki.

Tilefni spögunnar var að við vorum að borða sveskjugraut og Halli þessi mátti til með að mæra ágæti hans, þar sem honum var boðið til borðs.  Ég fæ mér alltaf sveskjugraut ef ég verð var við teppu, en oftast sem fyrirbyggjandi aðgerð.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2009 kl. 21:06

2 identicon

Takk, takk, Þorleifur! Þetta bjargar deginum. Vestfirskur kjaftháttur er svo miklu skemmtilegri en austfirskur tepruskapur!

Bonzo (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 07:43

3 identicon

Frábær saga. Enn ein rósin í dag sem bjargar þessum degi.

Þórður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband