Þetta blogg er hætta því þettar er blogg um að hætta. Hætta við að hætta eða bara hætta.

Ég hef verið að spá í að hætta að blogga á mogganum.

Ég ætla reyndar líka að hætta að borða nammi. Hætta að senda stoðsendingar á Palla Hólm í fótboltanum. Ég ætla að hætta að fara hjálmlaus út að hjóla. Hætta að hætta mér á hættulegar brautir. Hætta að keyra of hratt. Ég ætla svo sannarlega að hætta að klóra mér á bak við vinstra eyrað. Og ég er steinhættur að drekka mjólk.

Nú svo hef ég verið að spá í að hætta að lesa DV. Hætti því reyndar um árið en stalst til þess aftur. Er hættur því. Ég ætla að hætta við að hætta hinu og þessu. Maður hættir nefnilega aldrei alveg því það er sjálfhætt. Byrjar alltaf aftur. Hættir við að hætta við að taka sér pásu eða hætta alveg.

Og að vandlega athuguðu máli þá ætla ég ekkert að hætta. Í það minnsta ætla ég ekki að hætta að blogga hér á mogganum. Ég hef aldrei bloggað annarstaðar. Get ekki hætt hér því þá er ég hættur. Og hætta vil ég ekki.

Man ekkert af hverju ég ætlaði að hætta. Kannski af því að það er kominn nýr ritstjóri á moggann. Man það ekki. Er allavega hættur að pæla í því. Ætla bara að hætta á að hætta ekki.

Nú er allavega kominn tími til að hætta.

Í kvöld.

Ég er hættur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Tek undir með þér ég er hætt við að hætta að hætta að ......

Hulda Haraldsdóttir, 29.9.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já, ágæti Þorleifur það er víðsvegar hætta.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 30.9.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Stefanía

Held að þetta sé hættulegt.

Stefanía, 30.9.2009 kl. 03:24

4 identicon

Sæll Þorleifur.

Ég fagna því að þú sért hættur við að hætta að blogga. Það væri synd ef góður penni eins og mér finnst þú vera myndir hætta að blogga.  

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:31

5 identicon

Já það blésu margir, hættum að blogga, hættum að kaupa Moggann, já kannski gengi okkur betur ef við stæðum einhvern tímann við stóru orðin!!!

Halla (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband