Kenningarnar og kerfið í góðu lagi - en fólkið brást!

Mikil er sú speki sem frá Valhöll kemur. Maður fellur nánast á kné og langar að ákalla sjálfstæðisguðinn.  Og niðurstaða mikill bollalegginga - höfðanna sem legið hafa í bleyti - að kerfið og kenningarnar séu í fínu lagi - en bansett mannskepnan brást.

Er þetta ekki einmitt vandamálið - við erum þau sem bjuggum til kenningarnar - settum leikreglur og smíðuðum kerfið. Svo að auðvitað brugðumst við. Fyrst var það kommúnisminn sem hrundi til grunna - gekk ekki - og þá hlakkaði í kapítalistunum sem vissu betur - þangað til að kerfið þeirra hrundi. En þá er það útskýrt með því að mannskepnurnar sem höfðu töglin og hagldirnar brugðust. 

Guðfaðirinn í Valhöll - sjálfur Davíðinn - hann brást. Fylgdi ekki eigin kenningum og leikreglum og því hrundi allt til grunna. 

Hvað er það sem gerir að við mannfólkið erum svo gjörsamlega laus við að geta á nokkurn hátt stundað sjálfsgagnrýni? Og að halda því fram að kenningar og kerfi virki - vitandi það að eina forsendan fyrir því er að við virkum - hvort sem við erum kommar eða kapítalistar. 

Ekki ósvipað og spurningin um hvort samkynhneigð gangi í erfðir? - og svarið við því er auðvitað það að samkynhneigð gengur ekki erfðir sé hún stunduð eingöngu!

Eins er það með kenningarnar - reglurnar og kerfið: Það gengur ekki upp nema að leikreglum sé fylgt - af einhug og vilja.


Veitti Guðni Ágústsson landbúnaðinum náðarhöggið?

Eitt af því vitlausara sem Guðni Ágústsson gerði var að sameina Rannsóknastofnun Landbúnaðarins Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Það vita allir sem til þekkja að á RALA hafa um áratugaskeið verið unnar mikilvægar rannsóknir í íslenskum landbúnaði - rannsóknir sem iðnaðurinn hefur styrkt og notið góðs af. Hugmyndin var líklegast sú að efla menntun á sviði landbúnaðar - að með því móti væri náminu bjargað á kostnað rannsókna. Það er jú staðreynd að kennsla er dýr og því myndi sá hluti taka sinn skerf af fjármagni - sem annars myndi nýtast í rannsóknir.

Og hver er staðan í dag? Jú, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er í fjárhagskröggum - talað um að sameina við Háskólann á Hólum...Hí eða hvorutveggja .... og hvað gerist þá....Jú, landbúnaðurinn á ekki lengur neina rannsóknastöð - engar rannsóknir sem landbúnaðurinn hefur yfir að ráða!

Já - segja má að Guðni hafi veitt landbúnaðinum afar þungt högg og nú er að sjá hvort íslenskur landbúnaður er búinn að vera.

Í það minnsta hefur íslenskur landbúnaður ekki lengur rannsóknarstofnun á sínum snærum - og það er ákaflega alvarlegt.


Það vantar meiri greddu í þessa þingmenn okkar þarna á Alþingi við Austurvöll.

Þegar ég fyrir margt löngu vann sem sumrungur hjá gatnagerðinni á Akureyri kynntist ég skrítnum fýrum. Þessir karlar voru auðvitað af ýmsum toga og nokkrar kerlingar voru þar líka. Sumir voru auðvitað skrítnari en aðrir og enn aðrir ennþá skrítnari. En flestir þó skemmtilegir. Og þó að þeir gerðu mistök var nú yfirleitt hægt að leiðrétta mistökin og þau skildu ekki eftir varanleg sár - hvorki á mannvirkjum né sálarlífi fólks.

Ólíkt því sem gerst hefur á Alþingi við Austurvöll.

Svo var það að ég var settur í fylgd eldri manns - og áttum við að sjá um sprengingar. Sá gamli var reyndur mjög - enda gamall og reynsla kemur oft einmitt með aldrinum. Ég hinsvegar var ungur - óhræddur og tilbúinn í slaginn. Svo boruðum við - eða aðallega ég. Sá gamli var nú bara svona yfir. Fínasti kall en gerði ekki mikið.

Svona eins og þeir eru ansi margir á Alþingi við Austurvöll.

Þegar holurnar voru tilbúnar hófumst við handa við að troða í þær dýnamít túbum. Ég tróð en sá gamli fylgdist með og dæsti yfir látunum í mér. Enda var hann gamall í hettunni og hafði vit á málunum - með reynslu.

Heldur fannst honum ég ákafur í dýnamíttroðslunni og sagði því við mig - heyrðu mig nú kunningi, ertu nú ekki orðinn heldur graður á þessu!?

Svo sprengdum við burtu farartálma - burtu ljón í veginum og ruddum nýja braut. Við þessi í gatnagerðinni á Akureyri.

Og þetta finnst mér einmitt vanta dálítið þarna á Alþingi við Austurvöll. Meiri greddu í þetta lið - rífa sig úr þessari ládeyðu og ryðja nýja braut fyrir Íslendinga að feta.

 


Hin áttræða Saara frá Malmö er flottust!!

lét ekki flottræfilinn á bensinum reka á eftir sér....enda í fullum rétti!!

 

Og hér má sjá viðtal við kellu.

 


Rex...koddu heim......Rex.....!

Er þetta ekki besta leiðin til að skera úr um málið.....
mbl.is Deilt fyrir dómi um fjárhundinn Rex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lekinn, lekandinn og frussið.

Þeir eru greinilega báðir haldnir slæmum lekanda. Flest ratar í blöðin og fréttir sem þeir ættu frekar að þegja um - þeir hreinlega leka - mígleka.

Davíð notar meiri kænsku, er manni sagt - nýtir sér blaðamenn Morgunblaðsins til að leka út fréttum  á meðan Ólafur getur bara ekki þagað - hreinlega bunar út úr honum af slíkum krafti að hann má hafa sig allan við að lagafæra lekann. Og ekki nóg með það - hans ektakona hún Dorrit bunar út úr sér svo líkja mætti við fruss.

Hvar endar þetta allt saman og er þetta hreinlega ekki heilsuspillandi - fyrir þau sjálf og þjóðina alla?

Skiljanlegt er að Davíð skuli leka - hann er jú ennþá í pólitík og stýrir heilum stjórnmálaflokki - og fyrrum ríkisstjórn. En þetta með hann Ólaf - það er öllu verra. Hann er á ofurlaunum við að halda kjafti um hluti sem snúa að pólitík - upp í hann verður að sparsla strax. Og frussið um leið.

Ég held að þjóðinni farnist betur ef þetta þríeyki þagnar og heldur sig til hlés.

En líklegast er ekki við því að búast.


Þurfum við þróunarhjálp hingað Vestur á firði?

Ég hef aldrei komið til Malaví. En þykist þó vita að þar er fallegt. Ég þykist líka vita að við á Íslandi búum við hærra þróunarstig - eða mér er sagt það. Og Malaví er sagt vera hluti vanþróuðu löndunum.

Svo hlustaði ég á viðtal við Stefán Jón Hafstein í morgun og hafði gaman af. Nema þegar hann ræddi um árstíðabundin vandræði - nefnilega það að á þessum árstíma hjá þeim þá upplifa Malavíbúar "veturinn" - eða rigningatímann á formi tíðs rafmagnsleysis! Rafmagnsstaurar og strengir þola ekki verðið.

Þá hlógu þáttastjórnendur og rifjuðu upp að það væri nú bara eins og á Íslandi í gamla daga! Já, í gamladaga hjá flestum landsmönnum - nema náttúrlega þeim sem búa á Vestfjörðum. Hér er nefnilega staðan sú að við búum við þetta - eldspýtur og kerti við höndina - nú ef veðrið er þannig.

Já - við upplifum "vanþróunina" hér fyrir Vestan. Spurning hvort senda eigi fulltrúa hingað Vestur?

 


Fer of mikill tími nýrrar ríkisstjórnar í að draga til baka ákvarðanir forvera sinna?

Einar K. leyfði hvalveiðar. Það var gert í ljósi þess að við höfum rétt til slíkra veiða - en tímasetningin alröng og líklegast til þess gert að skvetta olíu á pólitískan eld.

En ég tel að ákvörðunin verði að standa. Við getum ekki verið að hringla með þetta fram og til baka. Steingrími J. hlýtur að vera það ljóst og ef hann leitar á náðir frænda vorra Norðmanna þá eru þeir hvalveiðiþjóð sem skilur okkar málstað.

Ögmundur er að kveða niður drauginn sem vakinn var upp af forvera hans í starfi. Draugur sá eru frekari álögur á þá sem þurfa að leita sér hjálpar. Það skil ég vel og tel að muni ekki á nokkurn hátt skaða stöðu heilbrigðiskerfisins - þvert á móti muni það hjálpa þeim sem minnst mega sín - aldraðir og sjúkir.

Dulítil öfgakona er nú komin í umhverfisráðuneytið. Ég er smeykur því umhverfismál eiga ekkert skylt við öfga. Umhverfismál eru málefni sem gaumgæfa þarf vel - enda felst oft á tíðum í ákvörðunum þróun sem ekki verður snúið við.

Ég bið nýjan umhverfisráðherra að draga úr notkun á "sjálfbærni" hugtakinu sem er því miður svo ofnotað í VG að líkja má orðið við klisju.

En mesta undrun vekur hjá mér hve litla trú Samfylkingin hefur á unga fólkinu í flokknum - hvar er það? Af hverju var t.d. Möller ekki gefin pása - er Lúðvík í kuldanum svo eitthvað sé nefnt?

Áfram Ísland.


Playgirl falast eftir Skóhorninu sem næsta "miðopnustrák" !

Í kjölfar skrifa formannsins á vefsíðu Feitafélagsins er allt orðið brjálað - ekki bara það að leikmenn sé sárir og svekktir yfir skrifunum heldur hefur blossað upp öfund í garð Skóhornsins!

Genslari félagsins hefur fengið fyrirspurnir frá hinu rómaða tímariti "Playgirl" um hvort hægt sé að fá Skóhornið í "miðopnuna".

Ennfremur hefur tyrkneskt "karla" blað óskað eftir að fá afsteypur af "meðlimum" félagsins!

 

Já það hefur afdrifaríkar afleiðingar að formaðurinn skuli vera farinn að blogga!

 

Lifi formaðurinn.


Sefur þú vært á dúnkodda - dúnn sem plokkaður er af lifandi gæsum! Íll meðferð dýra afhjúpuð !!

Á stundum sýnir maðurinn af sér viðbjóð og vonsku. Ástæðan er oftar en ekki græðgi - og nú er enn einu sinni búið að afhjúpa illa meðferð á dýrum til að auka gróða fyrirtækja.

Það sem er kannski óhuggulegast er að afurðin er ætluð til að við mannfólkið - böðlarnir - fáum betri nætursvefn!!

Ógeðfellt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband