Fer of mikill tími nýrrar ríkisstjórnar í að draga til baka ákvarðanir forvera sinna?

Einar K. leyfði hvalveiðar. Það var gert í ljósi þess að við höfum rétt til slíkra veiða - en tímasetningin alröng og líklegast til þess gert að skvetta olíu á pólitískan eld.

En ég tel að ákvörðunin verði að standa. Við getum ekki verið að hringla með þetta fram og til baka. Steingrími J. hlýtur að vera það ljóst og ef hann leitar á náðir frænda vorra Norðmanna þá eru þeir hvalveiðiþjóð sem skilur okkar málstað.

Ögmundur er að kveða niður drauginn sem vakinn var upp af forvera hans í starfi. Draugur sá eru frekari álögur á þá sem þurfa að leita sér hjálpar. Það skil ég vel og tel að muni ekki á nokkurn hátt skaða stöðu heilbrigðiskerfisins - þvert á móti muni það hjálpa þeim sem minnst mega sín - aldraðir og sjúkir.

Dulítil öfgakona er nú komin í umhverfisráðuneytið. Ég er smeykur því umhverfismál eiga ekkert skylt við öfga. Umhverfismál eru málefni sem gaumgæfa þarf vel - enda felst oft á tíðum í ákvörðunum þróun sem ekki verður snúið við.

Ég bið nýjan umhverfisráðherra að draga úr notkun á "sjálfbærni" hugtakinu sem er því miður svo ofnotað í VG að líkja má orðið við klisju.

En mesta undrun vekur hjá mér hve litla trú Samfylkingin hefur á unga fólkinu í flokknum - hvar er það? Af hverju var t.d. Möller ekki gefin pása - er Lúðvík í kuldanum svo eitthvað sé nefnt?

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst ekkert eðlilegra en að sjávarútvegsráðherra skoði nýjar ákvarðanir forvera síns, alveg eins og heilbrigðisráðherra gerir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sammála þér að nóg sé komið af hringlandahætti og ákvörðun EKG um hvalveiðar eigi að standa. Lítur ekki stærðfræðidæmið þannig út að því meira sem veitt er af hval (innan þeirra formerkja að ganga ekki á stofnstærðina) því meira sé hægt að veiða af fiski af því að hvalurinn borði svo mikinn fisk? Svo þegar talað er um að þetta sé svo viðkvæmt mál vegna markaðssetningar á vörum okkar erlendis þá vil ég nú bara benda á að meðan bílaverksmiðjum fækkar í USA þá fjölgar japönskum bílum þar á vegunum og ég veit ekki betur en Japanir flokkist undir að vera mesta hvalveiðiþjóð heims.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 4.2.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband