Laugardagur, 10. janúar 2009
Stjórnarformaður N1...eða fyrrum....í bóli Bjarnar. Farsinn endalausi.
Dæmalaust. Næsti dóms-og kirkjumálaráðherra kemur beint úr grautarpottinum. Ekki það að hér sé ekki um vel gefinn og kekk strák að ræða - alls ekki. Nei - hér er bara lýsandi dæmi um hvernig þetta er í íslenskri pólitík.
Á bullandi siglingu í bisness - allt fer til fjandans og almenningur hrópar slagorð - og jafnvel örlar á því að ráðamenn viðurkenni spillingu í kerfinu. Þá skyndilega "finnur stjórnarformaður N1 fyrir því að hann ætti kannski bara að hætta sem slíkur" (VB.is 10.des 08).
Og verður þar með algjörlega hvítþveginn af tengslum við atvinnulífið sem auðvitað eru óheppileg - óþolandi - og í raun ættu ekki að eiga sér stað. En það þurfti skilaboð úr innsta hring flokksins svo að stjórnarformaðurinn segði sig úr embætti.
Ekki aðstæður í landinu - heldur loforð um ráðherraembætti.
Þessi endaleysa heldur áfram og eina leiðin til að stokka þetta almennilega upp eru kosningar.
Ég vil svo þakka RUV fyrir frábært skemmtiatriði sl. föstudag. En það var að sjá Gísla Martein mættan til leiks á ný að verja félaga sína. Alveg stórkostlegt að hlusta á hann verja Árna Matt. Takk fyrir það. Gísli á framtíðina fyrir sér í "kómedíunni". Stúdentinn sem lætur borgarbúa borga námið - að vísu hefur hann líklegast fengið tiltal frá toppunum - og nú fer hann í frí - í námsfrí!!
Kómedía af hæsta gæðaflokki.
Laddi hvað....
Athugasemdir
Mikið rétt Kristinn.
Ég er ekki á nokkurn hátt að gagnrýna Bjarna persónulega - enda veit ég til þess að um vandaðan pilt er að ræða. Grautarpotturinn sem um ræðir er íslenskt fjármálalíf og stórfyrirtæki. Og þar liggur hundur grafinn - þessi tengsl ganga ekki upp - á þau verður að klippa. Í byggðapólitíkinni er það oft svo að duglegt athafnafólk er valið til starfa - og bíður sig til starfa. Það er gott. En í landspólitíkinni og tala nú ekki um þegar um er að ræða ráðherra - þá er nú farsælla að menn hafi það að aðal starfi - og því eina. Ef um er að ræða launamál þá verður bara að sjá til þess að gera þau aðlaðandi!
Og ég ítreka - málið er ekki hans persóna - heldur staðan sjálf.
Þorleifur Ágústsson, 10.1.2009 kl. 14:11
Sæll Þorleifur.
Það væri gaman að einhver myndi yfirheyra Bjarna Ben og fá hann til að tjá okkur sem þáverandi stjórnarformaður N1 hvað fyrirtækið græddi mikið á stöðutöku gegn krónunni.
Ég veit fyrir víst að það var töluverð upphæð - fyrir landráð !! Og svo a að skipa manninn dómsmálaráðherra. Farsinn heldur áfram.
Nb. hef alltaf kostið Sjálfstæðisflokkinn.
Enn einn (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 15:09
Bjarni Benediktsson verður verðugur ráðherra dómsmála.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.