Hvaða tilgangi þjónar að stokka upp?

Mikið er fjallað um að sjálfstæðisflokkurinn sé að skipta inná - í hálfleik. Að Björn kveðji og Bjarni taki við.

Til hvers?

Er ekki deginum ljósara að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð frá þjóðinni í raun? Auðvitað tæknilegt og lögfræðilegt umboð - en ekki vilja þjóðarinnar og velvild.

Hví eru flokkarnir þá að standa í þessum hrókeringum?

Væri ekki nær fyrir ungu og efnilegu stjórnmálamennina að krefjast þess að efnt verði til kosninga á þessu ári. Svo að þeir geti í raun látið til sín taka! Eða er hræðslan við flokksagann svo mikil að ef þeir spila ekki með - þá er þeim hent út? 

Getur það verið?

Nei - það hlýtur að vera flestum ljóst - flokksbundnum sem óflokksbundnum að mikilvægt er að alvöru hreinsun eigi sér stað - að við sem byggjum þetta land fáum stjórnarskrár bundinn rétt til að velja í embættin.

Á nýja Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Og ég vil bæta því við að mér sýnist ekki ferill Bjarna sem álitslegs flokksleiðtoga gefa væntingar um traustan og heiðarlegan stjórnmálamann ef honum hugnast þessi ráðherradómur við aðstæður á borð við þær sem nú eru. Þegar flokkur hans er í bullandi afneitun gegn pólitískri ábyrgð á mesta efnahagsslysi þjóðarinnar frá upphafi.

Með þessu hefur pólitískt og siðferðilegt álit mitt á Bjarna Benediktssyni vonarstjörnu af Engeyjarætt fallið niður í-núll!

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 15:15

2 identicon

Þessi ríkisstjórn er með FULLT umboð íslensku þjóðarinnar frá því í seinustu kosningum.

Nú kreppir að og að sjálfsögðu er fólk reitt, og ásakar ríkisstjórnina.  En það er bara þannig að ég kaus þessa ríkisstjórn til að starfa líka þegar að gengur illa, eins og nú er.  Ég hef lítið við ríkisstjórn að gera sem vill bara vera þegar að vel gengur.

Það er aðdáunarvert að þessi ríkisstjórn skuli axla sýna ábyrgð af svo mikilli festu og aga.  Hún mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að leyða þjóðina í gegnum þennan brimskafl.  

Það er bara vonandi að hún fái vinnufrið til þess.

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband