Þá vantaði ekki gorgeirinn og loforðin hreinlega runnu út um munnvikin.

Það eru dapurlegar fréttir að vart er hægt að halda úti sinfóníuhljómsveit. Nú er jafnvel hugsanlegt að niðurskurður  verði í hljómsveitinni - vonandi endar hún ekki sem kvintett.

En ekki er langt síðan þjóðarsynirnir Hannes og Björgólfur stóðu uppá sviði - böðuðu sig í ljómanum og nutu sín innan um listafólkið. 

Hvar eru þeir nú?

Já það eru margir sem gjalda fyrir heimsku þeirra og flónskuhátt - svo ekki taki maður sér orðið kriminalitet í munn.

Þó að ég hafi aldrei á minni æfi farið á tónleika með Sinfó - eins og hún er víst kölluð til að persónugera fyrirbærið - þá held ég okkur beri að standa vörð um þessa tegund menningar.

En á meðan fréttir berast af erfiðu ástandi þjóðar - þá búa þessir kallar í húsum sem kosta hundruð milljónir - og eiga önnur til skiptanna - hér og í útlöndum.

Manni verður flökurt.

Best að setja Sinfó á fóninn og reyna að jafna sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru líklegast að hlusta á eitthvert dramatískt sinfóverk.  Sammála því að bölmóðurinn er orðinn mikill ef við höfum ekki ráð á því að helda hljómsveitinni úti.  En á móti má listafólkið aðeins taka til sín að það var oft á tíðum tilbúið að selja sálu sína og list (ekki endilega sinfó) fyrir peninga þessara manna.  Timburmennirnir eru alltaf erfiðir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:30

2 identicon

Ég heyrði fréttina og mér satt að seigja blöskrar kostnaðurinn við þessa hljómsveit, ef ég man rétt þá slagar þetta vel í 1 milljarð. Ég held að það sé í lagi að skera aðeins niður í þessum geira ekki síður en í menntamálum almennt eða þá í heilsugæslumálum og rekstri sjúkrahúsa. Þeir sem unna svona tónlist verða bara að sætt sig við að kaupa CD með svona músík.

HAH (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:03

3 identicon

Þeir voru margir sem böðuðu sig í glampanum frá auðmannaskrílnum, að mínu mati ætti að takak húsin ásmt snekkjum og fleiru upp í skuldir

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:40

4 identicon

Já, "fréttin" var nú sú; "að ekki væri hægt lengur að flytja erlenda hljóðfæraleikara inn til að spila með sveitinni". Ja, svei. Í fyrsta lagi: þessi hljómsveit verður, og á, að taka á sig hluta af kreppunni, eins og allir aðrir. Skera þarf niður það eins og annars staðar. Í öðru lagi: Það eru öruglega til nógu margir fullfærir hljóðfæraleikarar á Íslandi til að fylla í þessi skörð. Að halda öðru fram er bara algjört menningarsnobb. Á meðan ekki eru til peningar til að halda úti nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þá á að skera þessa hluti niður, eins og t.d. menningu. Ég myndi sakna t.d. FSA hérna fyrir norðan, ef því væri lokað. En ég myndi ekki sakna þess þó að Sinfó væri ekki að spila, hver myndi gera það. Sinfó er búinn að lifa sitt "góðæri" og nú verða þeir að blæða eins og aðrir.

Jóhann (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jamm - menningin.

Auðvitað á bara að draga saman í innflutningi á tónlistarfólki. Við eigum nóg af frambærilegu tónlistarfólki sem sómi væri sýndur í að fá til að spila með hljómsveitinni. 

Kannski leynast líka einhver duldir taltentar á því Íslandinu - hvur veit. Ég veit til dæmis um knáan blokkflautuleikara - matreiðslumann - norður á Akureyri sem nú er sestur í helgan stein - Pál nokkurn Jónsson - sem myndi sóma sér vel með Sinfó. Mér skildist á honum að hann hefði valið sér hljóðfæri eftir vexti - ekki meira um það.

Þorleifur Ágústsson, 5.1.2009 kl. 13:50

6 identicon

Sé blokkflautuleikarann fyrir mér í huganum Tolli..  Langt síðan að ég hef séð þig, en ertu vaxinn upp úr altflautunni?  Saxofónn?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:40

7 identicon

Ég hef ekki sterkari taugar til Sinfóníuhljómsveitar Íslands en annarra hljómsveita. Er þó alveg með það á hreinu að athugasemdin frá HAH gengur ekki upp. Þeir sem hafa unun af svona tónlist verða bara að sætta sig við að kaupa CD með músik. Jú, jú hverjir ætli spili tónlistina ef enginn borgar?

Jafnvel sá sem valdi sér hljóðfæri eftir vexti vill fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Eirný (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 17:19

8 identicon

Ég hef farið tvisvar á sinfó og það er frábært. Ég verð hins vegar að vera sammála sumum að það þarf að skera niður þarna sem og annars staðar. Við sem störfum að íþróttum til að mynda verðum fyrir mikilli skerðingu og þannig verður það bara að vera þangað til við komum okkur á fætur aftur. En ég er mikill unnandi tónlistar og vill þeim listamönnum vel !

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband