Af því að pabbi segir það.

Lítil stúlka sló í gegn í dag.

Stúlkan sú kom vel fyrir sig orði og hafði bara ágætan talanda. Hinsvegar finnst mér heldur dapurt að senda börnin sín upp á palla að halda ræðu um efni sem pabbi skrifaði. Með því er verið að beita fyrir sig börnunum í málefni sem ætti að leysa án þess að skapa áhyggjur og hræðslu barna. 

Lítil stúlka á ekki að fara upp á pall að tala um eitthvað sem hún skilur ekki.

Pabbinn ætti því frekar að beita sjálfum sér meira - tala sjálfir og segja þá kannski bara frá því að hann hafi áhyggjur af áhrifum kreppunnar á börnin.

það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla stúlkan bað sjálf um að fá að halda ræðu þarna - og ræðan hennar var virkilega góð.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:42

2 identicon

Dagný Dimmblá kom til mín og ræddi skýrt og skilmerkilega það sem henni fannst um ástandið. Börn skynja kreppuna og afleiðingar hennar. Þau heyrá og sjá  það sem fram fer í kringum þau. Og þegar 8 ára hnáta stendur fyrir framan þig og talar líkt og Dagný gerði fyrir viku síðan, eins og óstudd og bað kurteisislega og ákveðið að fá að tala á fundinum þá sagði ég já eftir ca. 5 mínútna spjall við hana. 
Að pabbi hennar hafi hjálpað henni aðeins með ræðuna hefur aðeins verið til bóta. Allir góðir ræðumenn hafa vit á því að fá gagnrýni á ræðu sína áður en þeir flytja hana. Það gerði Dagný. Hún er verðugur málsvari barna. 
Kær kveðja.

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Þetta var greinilega skarpgáfuð og vel gefin lítil stúlka. Það breytir hinsvegar engu um að mér persónulega finnst ekki rétt að börn skuli vera látin halda ræðu sem þessa. Gleymum því ekki að börn eru á forsjá foreldra sinna til 18. ára aldurs.

En auðvitað á að hlusta á börn - taka mark á því sem þau segja - gefa þeim tíma til að segja sína skoðun.

Hér er bara um flóknara mál að ræða og í ljósi þess að við eigum að verja börnin okkar þá er þetta mín skoðun - og ég tala bara fyrir mig.

En Hörður - ég óska þér til hamingju með það góða málefni sem þú berst fyrir og fagnaði mjög nafnbótinni Maður ársins. Þú sýnir í verki hvað margir hugsa.

Áfram Ísland.

Þorleifur Ágústsson, 3.1.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég var líka hugsi yfir þessu atviki með stúlkuna. Sérstaklega þegar mannfjöldinn fagnaði reiðiorðum hennar. Ég veit ekki hvort það hefur gert henni sjálfri gott að standa þarna - kannski hefði verið nær að hvetja hana til þess að skrifa opið bréf til stjórnvalda og fá það birt.

En þessi stemning í kringum ræðuna ... ég hefði ekki viljað hafa mitt barn í þessum sporum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.1.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Fyrir mitt leyti þá hafa vinstri grænir náð nýrri lægð með þessu uppátæki.  Enda afar óðelilegt að ota fram átta ára gömlu barni líkt og gert var á fundinum í dag.  Ég gef afar lítið fyrir þessa athugasemd frá Herði Torfa hér fyrir ofan því hann ætti að vita betur.

Óttarr Makuch, 3.1.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hörður: Ég stend með þér í flestu, en þarna skaustu gersamlega yfir markið og ég er ekki einn um þá skoðun. Raunar engan hitt enn, sem sá eitthvað vitrænt við þetta. Vonandi getur þú tekið gagnrýni líka, eins og þú væntir af þeim sem við gagnrýnum. Þetta gerði mótmælin að marklausu sideshowi.  Það þarf enginn að segja mér að stelpan hafi haft frumkvæði um þetta. Það er aumkunarverður fyrirsláttur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:57

7 identicon

Vonandi gerist þetta ekki aftur; að láta 8 ára gamalt barn standa uppi á palli á útifundi og halda ræðu um "kreppuna".  Nær væri að vernda börn fyrir þessum umræðum eins og hægt er.

En Hörður er vel að titlinum kominn, maður ársins.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:45

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta mun verða skoðað af Umboðsmanni barna og Barnaverndarstofu þ.e. ef þessar stofnanir standa sig.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 23:15

9 identicon

Sæll félagi Þorleifur.  Vel mælt hjá þér og sammála þinni skoðun.  Börn geta líklegast ekki talað út frá hjartanu ef þau skilja ekki um hvað þau eru að tala.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:29

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tel að við vanmetum börn stundum. Hvað um þau börn sem leika í bíómyndum, jafnvel sakamálamyndum, oft með nektarsenum (fullorðinna)? Finnst ykkur vandlæturunum hér það vera í lagi? Þegar kvikmyndagerðarmenn eru að nýta sér sakleysislegt útlit þeirra í gróðaskyni?

Finnst ykkur líka í lagi að börn séu að skemmta eða syngja á sviði, eða þau séu dregin inn í skemmtiþætti eins og Viltu vinna milljón, látin sitja undir sjóðheitum ljósum og grilluð af þáttastjórnanda?

Það er kannski allt í lagi að nýta börn í gróðaskyni, en það má ekki nota þau í að mótmæla ranglæti og þjóðarnauðgun.

Theódór Norðkvist, 3.1.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta barn sótti það fast að fá að tjá sig þarna. Henni var ekki att í það.  Þetta er friðsæll fundur og barnið skaðast ekki af því a ð tala þarna í nokkrar mínútur.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 00:47

12 identicon

ég er alveg sammála - börn hafa ekkert að gera í þessum aðstæðum, hvort sem þau langar eða ekki.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 05:11

13 Smámynd:

Sammála - hér var illilega skotið yfir markið.

, 4.1.2009 kl. 11:25

14 Smámynd: Njörður Helgason

Mér þykir alls ekki rétt að láta leyfa svona ungum börnum að stíga á stokk og halda ræðu á mótmælafundum. Hvort á að miða við kosningaaldur spyr ég mig. Í það minnsta sjálfræðisaldur. 18 ára. Þó að þetta ágæta barn hafi verið þokkalega máli farið er mér sama. Rödd barnsins er rödd heimilisins.

Njörður Helgason, 4.1.2009 kl. 12:10

15 Smámynd: Hallur Magnússon

 Heill og sæll Þorleifur.

Alveg er ég sammála þér!

Lagði ekki í að blogga um þetta sjálfur - hef verið að gagnrýna lambhúshettuliðið og vildi ekki bæta þessu við.

Ég hef gegnum tíðina verið afar sorgmæddur að sjá ungum börnum beitt í pólitískum tilgangi. Palestínumenn hafa til dæmis beitt börnum óspart í mótmælum sínum - og jafnvel látið þau bera vopn fyrir framan myndavélarnar.  Það hefur mér fundist vont.  Tek fram að ég hef fulla samúð með stöðu Palestínumanna sbr. Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna En framsetning þeirra með börn í forgrunni er skelfileg.

Ekki gleyma td. Hitlersæskunni og menningarbyltingunni í Kína!

Það er svo auðvelt að misnota börn í pólitískum tilgangi. Það er bara ekki rétt að gera það!

Ég er alls ekki að segja að ræða íslenska  8 ára barnsins sé sambærileg dæmunum sem ég nefni hér að framan. Fjarri því. 

Hins vegar er ákvörðunin að láta 8 ára barn halda ræðu á pólitískum mótmælafundi - þar sem ég styð málstað mótmælanna heilshugar - af sama meiði. 

Hvert verður næsta skrefið?   Barnahópur í pólitískum mótmælum? Hittist einu sinni í viku - eins og skátarnir - og ræða um næstu skref í mótmælum og hlusti á ræður fullorðna fólksins um ranglætið á Íslandi? Lambhúshettum dreift - og það ekki gegn kuldanum?  Veit að forsvarsmenn mótmælanna á Austurvelli dettur ekki slíkt í hug - en hvað með þá hörðustu úr lambhúshettuliðinu?

Ég veit ég er að mála þetta afar svörtum litum - og kannske miklu svartari en ástæða er til - en ég geri það til þess  að vekja fólk til umhugsunar um það sem gæti gerst.

Ég tel þetta hafa verið mistök hjá forsvarsmönnum mótmælanna - en að sumu leiti skiljanleg mistök. En hagur barnsins var ekki í forgrunni. Það er ljóst.

Hallur Magnússon, 4.1.2009 kl. 12:18

16 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

8 ára börn eru almennt gagnrýnin og skapandi í hugsun. Ég tel vel geta verið að þessi stúlka hafi ekki minna vit á því sem hún talaði um, en margur annar sem hefur tjáð sig opinberlega, m.a. í bloggskrifum.

Börn eiga að mega tjá sig opinberlega, en ekki bara í gegnum pabba sinn. Það síðarnefnda er vond pabbapólitík.

Þó ég sé orðin hundgömul , man ég samt nokkuð svo hvernig var að vera barn, að hafa talað við mín eigin börn og önnur börn.

Málfrelsi er jafn sjálfsagður réttur barna og fullorðinna. Við eigum að hlusta á þau af sömu virðingu og fólk á öðrum aldri. Og við eigum að gefa þeim sömu tækifæri á að tjá sig.

Til samanburðar: Hvar var hneykslunin þegar Kastljós ræddi við 12 ára strák, sitjandi á annars mannlausum Austurvelli? Líklega hafa fleiri hlýtt á hann í Sjónvarpinu en fjöldinn sem var á Austurvelli þegar stúlkan talaði. En það var ekki mótmælafundur. Mótmæli eru eitthvað svo skelfileg....

Soffía Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:10

17 identicon

Munið "Nýju fötin keisarans" hver var það sem benti keisaranum á að hann væri ekki í neinum fötum?'

Nikólína (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:35

18 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ágætu bloggarar - takk fyrir góð komment. Því að öll komment eru góð - þó ekki séu allir alltaf sammála.

Hinsvegar er mér það til efs að nokkru barni sé greiði gerður með því að láta það 8 ára gamalt fara að taka afstöðu - með eða á móti stjórnvöldum. Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd mun lengur en hið 8 ára gamla barn hefur verið á meðal vor!

Nei segi ég - leyfum börnum að vera börn. Það er nægur tími fyrir þau að hafa áhyggjur síðar.

Við fullorðna fólkið eigum að taka ábyrgð - og breyta svo að börnum okkar verði vært í þessu landi.

Þorleifur Ágústsson, 4.1.2009 kl. 13:39

19 identicon

Hjartanlega sammála þér, látum þetta ekki bitna á börnunum og hvað þá að láta þau halda ræðu fyrir alþjóð.

Þetta er ekki mótmælendum til framdráttar.

Kv. Leifur.

Leifur (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:50

21 identicon

Það var alveg ljóst á sjónvartpsviðtalinu við stelpuna að hún hafði ekki nokkurn skilning á hvað kreppa væri né að stjórnvöld hafi staðið sig vel eða illa. Samt var hún látin segja í ræðupúlti að stjórnvöld stæðu sig illa og gefa í skyn óánægju sína! Börn á þessum aldri skynja vissulega andrúmsloft í þjóðfélaginu og á heimili en eru ekki nógu þroskuð til þess að fatta eithvað um pólitík. Ég tek undir að það eigi ekki að fara nota börn í svona athöfnum.

booboo (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:14

22 identicon

Ég á barn á svipuðum aldri og er sammála því að börn eiga ekki að flytja ræður um það sem þau alla jafna eru ekki að skilja og finnst mér það lélegt ef börnin séu verkfæri mótmælenda. Hvað næst ???

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:50

23 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Var ekki áheyrandi að þessu stönti. Heyrði viðtal við hana í fréttatímanum þó. Ef við erum svona kröfuhörð gagnvart 8 ára barni þá setjum við okkur á of háan hest. Ég gagnrýni hiklaust ríkisstjórnina þó ég sé ekki hótinu upplýstari um hvað þar fer fram frekar en ég væri 8 ára. Mega börn ekki fá neina reynslu? Er það alltaf hættulegt. Getur ekki verið að við séum þeim hættuleg með því að koma því inn hjá þeim að hafa skoðanir sé hættulegt. Svo á að höfða til föðurins að hann sé að gera eitthvað agalegt. Mér finnst ekkert skaðlegt að hafa skoðanir. Það er hinsvegar hættulegt að geta ekki skift um skoðanir eftir þörfum og aðstæðum. Kannski á hún eftir sjötíu ár að minnast þess með vorkunn með sjálfri sér að hafa verið að þessu og hrista hausinn því þetta fór svo sem allt betur en á horfðist. Kannski kallagrobbar hún sig að þessu við barnabörnin. Ég vona innilega að Dimmblá eigi glæsilega framtíð.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 18:43

24 Smámynd: Guðjón Már Þorsteinsson

Sæl öll hér.

Ég vil byrja á því að óska Herði til hamingju með útnefninguna, en ég er ekki sáttur við foreldra stelpunnar að láta hana halda þessa ræðu. Það kom skýrt fram þegar sjónvarpið var með viðtal við hana að önnur börn á hennar aldri væru ekkert að hugsa um krepputal, en mér finnst persónulega að við sem foreldrar eigum að vernda þessi börn fyrir áreyti sem því sem nú ríður yfir þjóðfélagið.

Það er nægur tími til þess að skipta sér af alvarlegum málefnum seinna á skólaárum. Það er gott að eiga eins marga áhyggjulausa daga og hægt er sem barn í dag.

Uppákoma sem þessi getur valdið einelti og áreiti, enda fá ef einhver börn á þessum aldri sem skilja hvað stúlkan talaði um. það eina sem jafnaldrar hennar sjá er reið ung stúlka að tala um einhverja sem hafa gert hitt eða þetta ?? þessi ræða var vel samin, og hefði án efa verið mjög innihaldsrík ef faðirinn hefði flutt hana !

Og Teddi, ég hef alltaf verið á móti því að halda að börnum áhugamálum foreldra sinna hvort sem það er gert í fegurðarsamkeppnum ungra stúlkna eða í þátttöku á mótmælafundum !

Guðjón Már Þorsteinsson, 4.1.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband