Í Bolungarvík er ekki lengur hægt að spila Bingó!

Nú er vandlifað. Sumstaðar er ástandið verra en annarsstaðar - þar er Bolungarvík í fararbroddi. Hver höndin er uppi á móti annarri og maður veit orðið vart hverjir stjórna bænum - þ.e. með einmenningslistanum A....aaaaaaaaaaaaaaa.

Og ástandið er svo slæmt að mér segja "kunnugir" að ekki sé hægt orðið að hafa bingókvöld - enginn geti orðið dregið svo hlutlaust megi þykja - og ekki sé hægt að setja saman bingóspjald með fleiri bókstöfum en einum -  A.

Þeir hinir sömu segja mér að algjör vitleysa sé að leggja í slíkan peninga austur sem félagsheimilið sé, þar sem aldrei náist saman fleiri í hóp en nokkrar hræður og nær væri að opna fleiri "bakherbergi" í ráðhúsinu - ekki þyrfti einu sinni að loftræsa þau því reykfyllt sinna þau skyldum sínum best.

Já það gefur á bátinn víðar en við Grænland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ágæti Sveinn, A-listinn er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn - en maður spyr sig reyndar að því hvort að það hafi verið heillaskref fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í samstarf við A-listann? Mér persónulega finnst að D og K hefðu átt að taka sig saman - en kannski var bæjarstjórastóllinn sumum mikilvægari en sterkur meirihluti?!

Þorleifur Ágústsson, 28.4.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli það hafi nú ekki einmitt verið stóllinn sem heillaði mest.  Svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband