Nógu gott fyrir landsbyggðarlýðinn þó það dugi ekki fyrir starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur!

Mig rak í rogastanz - meira að segja með z - svo mikið varð mér um þegar ég las viðtal við hana Sigrúnu hjá Orkuveitunni í Reykjavík. Kerla talar um að OR sé að losa sig við gömul líkamsræktar tæki sem á engan hátt standa undir kröfum reykvíkinga - en full gott er þetta fyrir landsbyggðar lýðinn segir Sigrún:

"Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi."

Þetta finnst mér stórkostleg lesning - verst að ekki skuli hafa verið mynd af téðri Sigrúnu - væntanlega í bleikum spandex galla - G-streng með hárið í tagli - hlaupandi á nýtísku hlaupabretti hvött áfram af vöðvastæltum einkaþjálfara. Ég sé fyrir mér löngu liðinn þá úr seríunni "DALLAS".....

Já Sigrún mín, þetta landsbyggðar lið getur sko vel sætt sig við svona lagað.

Eða svo að ég vitni nú í forstjóra Samherja sem benti manni á sem setti út á ryðið á Akureyrinni að "hann hefði nú aldrei vitað til þess að skip hafi veitt fisk á málningunni".

Kannski er þessu eins farin með græjurnar hjá ykkur í OR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Stefánsson

Þvílíkur dómadags hroki og óvirðing. Þetta er ekki einu sinni aprílgabb. Oj bara.

Jón Stefánsson, 3.4.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað þarf mikið öflugri tæki til að ná skvapinu af starfsfólki OR, heldur en duga til að ná spikinu af einhverjum landsbyggðardurtum eins og þér Þorleifur.  Þar sem velútbúið mötuneytið hefur risarækjur í flest mál, þarf tæki sem duga. 

Landsbyggðarlýðurinn sem varla hefur hvort eð er varla efni á því að éta nóg til þess að vera almennilega feitur, getur hæglega látið sér eldri gerðir duga.

Hættu svo þessarri öfund út í höfuðborgarsvæðið og drífðu þig út að hlaupa, tækin úr OR eru örugglega ekki það gömul að þau komi Vestur, þau þurfa að stoppa á einum eða 2. stöðum fyrst.

G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Hér í vinnunni trúði fólk varla sínum eigin augum þegar það sá þessi ósköp höfð eftir konunni. Ja hérna. Kannski ekkert skrýtið að svona fólk skuli vera til; skrýtnara að fólk skuli þora að opinbera það!

Helgi Már Barðason, 3.4.2008 kl. 14:50

4 identicon

Látið ekki svona, vargurinn getur vel notað þetta.

Glanni (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tolli. Þú gleimdir að telja upp gúmíbrjóstin.

Níels A. Ársælsson., 3.4.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

y

Níels A. Ársælsson., 3.4.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Verst að búseta skuli ekki nefnd í stjórnarskránni sem ómálefnaleg ástæða mismununar.

Gísli Tryggvason, 3.4.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Landfari

Eru þetta ekki fordómar gegn minnihlutahóp.

Í alvöru, maður veit ekki hvort maður á að gráta eða hlæja. Eru engar kröfur gerðar til talsmanna svona stórfyrirtækja? Ég segi nú bara þeir heppnir að vera ekki á samkeppnismarkaði.

Landfari, 4.4.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Verð að taka upp hanskann fyrir vinkonu mína Sigrúnu sem sjálf hefur búið utan höfuðborgarsvæðisins allt sitt líf og algerlega síðasta manneskjan til að vera skilgreind landsbyggðarskelfir.

Þetta á sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum enda búið að leiðrétta þessa frétt.  Málinu er því lokið.

Ps. Tækin eru hins vegar enn til sölu ef einhvern vantar hlaupabretti í stofuna hjá sér!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.4.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband