"Þú ert enginn fokking borgarstjóri"!!!

Þetta hrópuðu ungliðar Samfylkingarinnar - unga fólkið hans Dags B. Eggertssonar - unga fólkið í Framsókn - unga fólkið hennar Margrétar og unga fólkið í Vinstrigrænum.

Já það var líkt og gefið hafi verið frí í grunnskólum og menntaskólum borgarinnar - til að börnin kæmust í ráðhúsið.

Já - þetta var athyglisvert hvernig unga fólkinu er beitt í þessu máli. Ekkert skipulagt....ekkert! En samt fengu fékk fólk Vestur á Ísafirði tölvupóst þar sem fólk er hvatt til að mæta á áheyrnarpalla Ráðhúss Reykjavíkur.

Þetta er auðvitað lýðræði - ekkert annað... jamm......jamm.....svona VinstriSamfylkingar lýðræði....

Og fyrir áhugasama fylgir hér e-mailið...Ég hef að vísu tekið út öll nöfn á e-mailinu enda engin ástæða til að draga saklaust fólk inn í þessa vitleysu.


Subject: Mótmæli við ráðhús Reykjavíkur kl. 11.45, fimmtudag

Sælar konur,

Reykvíkingar mótmæla við ráðhús Reykjavíkur klukkan 11.45 á morgun, fimmtudag. Borgarstjórnarfundur hefst 12.15. Mætum með potta og pönnur, dætur, systur, maka og mága og mótmælum baktjaldamakki og lýðskrumi í borgarstjórn. Við krefjumst þess að hætt verði við myndun nýs, óstarfhæfs meirihluta!

Meðfylgjandi er sameiginleg yfirlýsing ungliðahreyfinga Tjarnarkvartettsins og auglýsing fyrir mótmælin. Við biðjum ykkur um að áframsenda auglýsinguna á alla sem þið þekkið og fjölmenna við ráðhúsið á morgun.

Bestu kveðjur,

---

Stöðvum ruglið í Reykjavík: Yfirlýsing frá ungliðahreyfingum Tjarnarkvartettsins

Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar  og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Þessi samstaða er lykilatriði í því að úthýsa ruglinu úr ráðhúsinu.

Komið hefur í ljós að þessi skyndilegu og ástæðulausu umskipti byggja ekki á málefnaágreiningi heldur eru til komin vegna þess að sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru tilbúnir að gera allt sem þarf til að ná aftur völdum eftir að hafa hrökklast frá vegna hneykslismála.

Nýr meirihluti verður auk þess óstarfhæfur vegna ósamstöðu meðal Sjálfstæðismanna og manneklu innan klofins F-lista sem eykur enn á óstöðugleikann í stjórnkerfi Reykjavíkur.

Reykvíkingar eiga betra skilið en að borgarstjórn þeirra leysist upp í baktjaldamakk  og valdatafl. Nýr meirihluti var augljóslega myndaður á röngum forsendum og enn er hægt að hætta við. Ungliðahreyfingarnar hvetja alla sem mögulega geta til þess að mæta á mótmæli Reykvíkinga  fyrir framan ráðhúsið, klukkan 11.45 á morgun fimmtudag, og koma skoðun sinni á þessu athæfi á framfæri áður en fundur borgarstjórnar hefst.


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé ekkert að því að það sé kallað til mótmæla og reynt að samhæfa þau.  Hvernig í ósköpunum á að spyrna við ef fólk ræður ekki ráðum sínum um aðgerðir.  T.d. varðandi tímasetningar. Ertu virkilega að verja gjörðirnar í RVK?  Ertu að gera lítið úr þeim sem hafa bein í nefinu til að láta í sér heyra? Fannst þér að þeir sem erfa eiga vitleysuna of ungir og ekki marktækir? 

vað þykir þér eðlilegt í lýðræðissamfélagi?  Að sitja við flatskjáinn og þegja eða tuldra ofan í bringu án þess að tjá sig um hlutina?  Þú hlýtur að vera að grínast Þorleifur.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 19:44

2 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Anna

Fjölmiðlar birtu í gær yfirlýsingu ungliðahreyfinganna og mér finnst ekkert nema sjálfsagt að þeir sem hafa áhuga á málefninu taki það upp og sendi tilkynninguna áfram með tölvupósti, það eru e.t.v. ekki allir sem skoða netmiðlana.  Hvað sá tölvupóstur er aftur á móti að gera á Ísafirði (fyrirgefðu, Ísafjarðarbæ - svo ég móðgi nú engan eins og gerðist á öðru bloggi þar sem Ísafjörður var ræddur) er svo annað mál en það er minnsta mál í heimi að eyða tölvupósti eftir að hann hefur verið lesinn og ekkert sem segir að viðtakandi þurfi að fara eftir því sem stendur í honum.

Hvað er annars VinstriSamfylkingar lýðræði?  Mér þætti mjög vænt um að fá nánari skilgreiningu á því og hvernig það er frábrugðið annars konar lýðræði...

Anna, 24.1.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Nú þetta er lýðræði!

Ég fagna þessari umræðu mjög.

Ástæða þess að ég nefni þetta með póstinn er einföld: fráfarandi pólítíkusar þvertóku fyrir að nokkuð væri skipulagt - ásamt reyndar fleirum. En svona er bara lýðræðið - lýðurinn ræður.

Hér fyrir Vestan rífast menn hinsvegar um hluti sem skipta miklu meira máli: Hvort ný göng til og frá Bolungarvík eigi að heita "Bolungarvíkurgöng" nú eða "Óshlíðargöng". Minnir auðvitað um margt á "fjalls" og "fells" málið í Mývatnssveit um árið!

Þorleifur Ágústsson, 24.1.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Já athyglisvert. þú nefnir þarna í byrjun

" það var líkt og gefið hafi verið frí í grunnskólum og menntaskólum borgarinnar - til að börnin kæmust í ráðhúsið."

Er ekki ekki frekar líklegra að þetta er akkúrat börnin sem skrópa í skólanum eins og þeirra fyrirmynd, samfylkingin + hinir meðlimir hljómsveitarinnar tjarnarkvartet sem skrópaði í vinnu sl. 3 mán.

Jónas Jónasson, 24.1.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Í viðtali við konur á göngum ráðhússins - sagði ég að ég héldi að konur væru kannski í meirihluta af eldra liðinu í þessum mótmælum- já, sagði ein, íslenskir kallar hafa svo mikið langlundargeð.

Og við vorum sammála um að það væri gaman að sjá svona margt ungt fólk af báðum kynjum sem hefði ekki jafn mikið langlundargeð  gagnvart misbeitingu valds og kallarnir.

María Kristjánsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Þá fyrst er illa komið fyrir æsku landsins ef hún hefur ekki uppi einhvers konar mótmæli gegn því sem gerzt hefur í borgarstjórn Reykjavíkur. Mörgum er misboðið og það er merkilegt að í landi þar sem hvað mest er hampað skoðana- og tjáningafrelsi skuli stjórnmálamenn og þeirra viðhangendur kveinka sér.
Bið annars að heilsa húsfreyjunni.

Þorsteinn Egilson, 24.1.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það var mjög við hæfi að hafa mótmælastöðu við Ráðhúsið. En þessi frammíköll á fundi og múgæsingur er fyrir neðan allar hellur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.1.2008 kl. 02:10

9 Smámynd: halkatla

það er ekkert hægt að hafa stjórn á ungu fólki - hvað þá a' segja þeim "farðu þangað, gerðu þetta", "gamalt" fólk sem notar ungan aldur þeirra gegn þeim einsog gert er í ofangreindri bloggfærslu er alveg búið að sýna sitt rétta eðli, þvílík lágkúra!

halkatla, 25.1.2008 kl. 08:54

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er hluti af lýðræði Tolli minn, ekki hugsjónin öll.  Be mad, be very mad.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2008 kl. 09:03

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

AUðvitað var EKKERT skipulagt, ekki ætlar þú að segja Dag Bé ljúga, það væri  líklega í hið fyrsta sinnið, sem það kæmi fyrir þann fróma mann.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.1.2008 kl. 09:14

12 Smámynd: Júlíus Valsson

Það var afar athyglisvert að sjá alþingismenn á fullum launum í skrílslátunum á pöllum ráðhússins.

Júlíus Valsson, 25.1.2008 kl. 09:47

13 identicon

Ég var þarna. Gamall maður  (yfir 70 ára)var þarna og var að tala við strák sem leit út fyrir að vera um fermingu en hefur trúlega verið 15-17 ára. Þeir voru að ræða um hvað lýðræði væri. Gamli maðurinn menntaður og lífsreyndur og reyndar virtist hann með fróðari mönnum, um pólitík alla veganna.Strákurinn í blóma lífsins og lífreynslan minni eðlilega. Gamli rak stráksa fljótlega á gat eðlilega enda mikill aldursmunur á þeim án þess að ég sé að gera lítið úr unga manninum.Stráksi titraði og skalf af æsingi og var frekar orðljótur en gamli hélt rórri.Stráksi ÖSKRAÐI svo að það spýttist munnvatn yfir viðstadda,á þann gamla ÞÚ ÞARNA FOKKING GAMLI ÍHALDSSEGGUR OG AUÐVALDSPUNGUR,ÞÚ ERT AUMINGI.FARÐU HEIM TIL ÞÍN FÁVITINN ÞINN.RÆFILL.Ekki veit ég hvar í flokki sá gamli var en hann var ómerktur en sat.Öskrað var á flesta sem sátu öðru meiginn AUÐVALDSSINNAR,ÍHALDSAUMINGJAR,RÆFLAR,VIÐBJÓÐUR,HELV ,ASNAR OG SVO FRAMV. Það var öskrað svona á gamla menn sem sátu þarna og gamlar konur. EF ÞAU SÁTU.Að mótmæla og standa með sinni skoðun er af hinu góða en svona framkoma er engum til sóma. Og UNGLIÐAR FUNDARSKÖP VORU EKKI FUNDIN UPP AF SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM FYRIR ÞENNAN FUND SVO HÆGT VÆRI AÐ ÞAGGA NIÐUR Í MÓTMÆLENDUM.Eins og ungarnir héldu fram þarna á milli öskranna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:13

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nokkrir óróaseggir settu svartan blett á annars góðan málstað, sem var að mótmæla valdaráni í suðuramerískum stíl, svikum, lygum og hrossakaupum.

Það sem nokkrir óharðnaðir unglingar hafa gert í vanvisku er smáræði miðað við svik og lygar Ólafs F. og Vilhjálms. Mennirnir eru vanhæfari en sjálfur Árni Johnsen til að skipa æðri stöður en salernisvörslu.

Það sem er sárast er að þetta gefur verjendum siðleysisins smjörklípu upp í hendurnar til að dreifa athygli fólks frá alvarleika þessa valdaráns.

Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 10:41

15 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir góða þátttöku. Auðvitað snýst þetta allt um lýðræði. En lýðræði má ekki vera fótum troðið af skrílslátum - í það minnsta er það mín skoðun. Og satt best að segja tel ég það umhugsunarefni hvort að ekki þurfi að endurskoða vinnubrögð - til að koma í veg fyrir stöðu sem þessa - og reyndar líka þá er kom upp þegar Björn Ingi skipti um lið. Að hreinlega það þurfi að boða til kosnina - því að ég sé ekki muninn á þessum tveim málum í raun. Hér er um skoðanir og mat að ræða - og í mínum huga þurfa vinnureglur og lög að vera skýr. Þar liggur hundur grafinn með hníf í kúnni. kv, tolli.

Þorleifur Ágústsson, 25.1.2008 kl. 11:13

16 Smámynd: Halla Rut

"Þú ert enginn fokking borgarstjóri"!!!

Blótsyrði og nafnakall eiga ekki heima þarna frekar en nokkur staðar annarstaðar. Það átti að vísa þessum manni út tafarlaust.

Fólk hefur rétt á að mótmæli en dónaskapur skilar aldrei neinu. Þetta hefur snúist uppí andhverfu sína. 

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 16:54

17 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Gott blogg hjá þér og ég er alveg sammála þér !!!

Inga Lára Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 18:19

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Stundum verður fólk að fá að láta tilfinningar sínar í ljósi. Ekki gat fólk kosið nýjan meirihluta - það er enginn lagabókstafur sem verndar borgarana fyrir samsærum og valdaránum í sveitarstjórnum. Hvað á almenningur þá að gera? Hvernig kemur hann skoðun sinni á framfæri?

Nei, Tolli minn - það er gömul og þreytt lumma að tala um "skríl" og "óþjóðalýð" þegar fólk hefur í frammi mótmæli. 

"Vér mótmælum allir" sagði Jón Sigurðsson, þjóðhetja okkar Íslendinga. Ekki var hann óþjóðalýður. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:28

19 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Þú ert enginn fokking borgarstjóri"!!!

Þetta hrópuðu ungliðar Samfylkingarinnar - unga fólkið hans Dags B. Eggertssonar - unga fólkið í Framsókn - unga fólkið hennar Margrétar og unga fólkið í Vinstrigrænum."

Ekki alls kostar rétt hjá þér Þorleifur. Þetta hrópaði einhver einn sauður af áhorfendapöllunum. Líklega vinstrisinnaður, en fullyrðing þín er orðuð þannig að þessi setning hafi verið einhver kjörorð hrópuð í gríðarlegum kór. Svo var ekki, heldur var þetta einn maður sem fóra aðeins yfir strikið.

Páll Geir Bjarnason, 26.1.2008 kl. 01:33

20 Smámynd: Tiger

Hvað vitum við nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi fundið innan raða sinna einhverja óþekkta en viljuga unga krakka til að mæta og vera innan um ungliðahreyfingarnar - þar sem þeir myndu síðan vera með hróp og blótsyrði þannig að út kæmi "smánarblettur" á alla nema þá sjálfa...

Öðru eins gæti ég sannarlega trúað á forystu Sjálfstæðisflokksins. Undirferli og svikráð sem og valdaþrá, þrá eftir feitum stólum og feitari embættum er einmitt eitthvað sem virðist blasa við þegar maður horfir til baka á ferli þessa leiðinlega, að mínu mati, flokks. Þráin eftir völdum gæti einmitt verið slík að menn leggja allt á vogaskálarnar og því er ekkert útilokað að eitthvað slíkt gæti hafa gerst. Kannski ætti að skoða upptökur og rannsaka hvort um sé að ræða raunverulega ungliða eða  hvort þar séu "óþekktir" einstaklingar sem létu hæst í sér heyra á pöllum Ráðhúss Reykjavíkur á umræddum fundi.

Tiger, 26.1.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband