Þjónustudepurð á höfuðborgarsvæðinu.

Það er ekki auðvelt að vera utanbæjarmaður í Reykjavík. Ekki það að ég eigi hér um umferðarómenninguna sem auðvitað batnar ekkert þó bærinn fyllist af mislægum gatnamótum - ég er heldur ekkert að tala um stórkostlegar verslanir sem virðast eiga það eitt sameiginlegt að vera með útsölur sem sífellt fjölgar og teygist úr - skildi það tengjast óeðlilegri álagningu?

Nei ég er að tala um þjónustu sem ferðfólk þarf á að halda - en er því miður ekki til staðar. Í það minnsta gat starfsfólk 118 eða gulu línunnar ekki ráðið bót á vanda mínum - og vandinn var ekkert flókinn, mig vantaði einfaldlega að komast á smurstöð eða bílaverkstæði. Nokkuð sem mjög auðvelt aðgengi er að úti á landsbyggðinni - þar má m.a. sjá merkingar við sveitabæi þar sem boðið er upp á viðgerðarhjálp.

En hvað um það - ekki vantar auglýsingarnar frá N1 - Max 1 og hvað þetta heitir nú allt saman - "opið alla daga og laugardaga líka......" svo kemur maður á staðinn og þá stendur auðvitað "nema í júní ...júlí og ágúst"  ..... hm já - er það ekki sá tími ársins sem í það minnsta við landsbyggðarfólkið fáum flesta gesti - akandi. Ég er ansi hræddur um að landsbyggarðlýðurinn fengi gúmorren frá stórgrósserum Reykjavíkur ef ekki væri hægt að nálgast slíka þjónustu þegar þeir fara í laxinn - þ.e. þeir sem ennþá ferðast akandi - þyrlum fer víst fjölgandi.

En niðurstaðan er semsagt sú að aðgengi að smur- og viðgerðarþjónustu er ekkert - lélegt það.

og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Hvað er þetta maður, það er nóg af slíkri þjónustu á Kaplakrikasvæðinu í Hafnarfirði. Þó ég sé ekki lengur með ykkur í gönguhópnum í Þróunarsetri Vestfjarða, þá fer ég líka í gönguferðir í hádeginu í kringum vinnustaðinn minn í Hafnarfirði. Á þessu iðnaðarsvæði er annað hvert hús bifreiðaverkstæði, réttingarverkstæði eða einhvað slíkt sem þjónustar bílaeigendur og ég get ekki betur séð en full starfsemi sé þar í gangi. Þú kíkir svo kannski  til mín í kaffi í vinnuna meðan bíllinn þinn er lagaður og segir mér sögur af ykkur í Þróunarsetrinu eða Barða og co. í Súðavík.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 7.7.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl, að sjálfsögðu er allt opið á virkum dögum - en ekki á laugardögum.....nema kannski bara í leyni....;) Nei, ég læt mína menn í Bílatanga redda þessu á mánudaginn fyrir Vestan.

Þorleifur Ágústsson, 8.7.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband