Sé ég tár á hvarmi bæjarstjórans - Mugison vill byggja í Neðsta. Hvar er Mugison núna - er'ann farinn með öllum hinum?

Það hefur löngum þótt eftirsóknarvert að búa við sjóinn - en á Ísafirði virðist fólk ennþá leita upp í dali - kannski gamla heiðarbýlisgenið sem stýrir því - ekki veit ég. En ég man vel eftir því þega bæjarstjórinn og tónlistarmaðurinn Mugison skrifuðu undir plagg - kölluðu til fréttamenn og tókust í hendur  - og svei mér þá ef ekki glitraði tár á hvarmi. Og efni fundarins var að Mugison ætlaði að byggja hús í Neðstakaupstað - íbúðarhús og búa í sátt og samlyndi við iðnaðinn í Neðsta. Nú býr Mugison í Súðavík - horfir úr stúdíó-bílskúr yfir fjörðinn - á fuglana og fiskana - kvíarnar og selina. Af því að skipulagið á Ísafirði leyfir líklegast engar íbúðabyggingar í Neðsta.

Já - nú er Neðsti með hellusteypu og slippstöð - og á milli er tún fyrir hunda að skíta. Og ég spyr ef ekki er hægt að koma fyrir íbúðabyggð í Neðsta - hvar á þá Háskóli Vestfjarða á rísa - hvar eiga stúdentarnir að sitja og fílósófera á fallegum vor og haust eftirmiðdögum - í slippnum eða á sandbing við hellusteypuna?

Auðvitað eru Ásels menn engir sóðar - en ég hefði talið að Neðsti væri dýrmætt byggingarsvæði fyrir íbúabyggð - að iðnaður ætti frekar heima í Engidal  - að á fallegum sumarkvöldum gætu íbúar Neðsta notið nálægðar við sjóinn - heyrt öldurnar brotna í fjörunni - í stað þess að leggja þetta svæði undir iðnað og hundaskít.

Ég tala nú ekki um að beina umferð vörubifreiða alltaf í gegnum miðbæinn - það hlýtur að teljast "gamaldags" skipulag. Ég gleymdi allveg að spyrja vin minn skipulagsfræðinginn um þetta þegar hann var hér - það fór svo mikill tími í að bjarga honum uppúr holum á holóttum götum bæjarins - sem ekki einu sinni hellusteypan fær að framleiða hellur á - til að fegra.

Hún Salka mín kvartar ekki - Neðsti er hennar heimavöllur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæll Tolli minn, alltaf gaman að lesa skrifin þín. Maður saknar þess dálítið að heyra þig ekki hefja upp raust þína við kaffiborðið í Þróunarsetrinu á Ísafirði þegar þú lést þína skoðun í ljós á mönnum og málefnum.

Annars verð ég að segja það að þegar ég bjó í húsinu sem Mugison býr í núna í Súðavík þá sá ég stundum líka grískan guð spígspora við kvíarnar úti á firði.

Bestu kveðjur úr sollinum í Reykjavíkinni. Sigga Hrönn

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 26.4.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl Sigga mín - gaman að fá komment frá þér - var einmitt í morgun með Barða og co að taka sýni úr þorskum í Álftafirði - stórkostlegt veður og útsýnið æðislegt. Kv, tolli.

Þorleifur Ágústsson, 26.4.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband