Olíuhreinsistöð - túristar á Hornströndum - vandamál með úrgang? Hvað segja umhverfisstjórnunarfræðingarnir um það?

Ég las grein Stefáns á Strandir.is - og vitnað er í þessa grein bæði á BB.is og mbl.is

Það sem vekur mann til umhugsunar er hvers vegna Stefán kýs að birta þessa grein á Strandir.is - var hann beðinn um það eða er þetta bara innlegg Stefáns í umræðuna? En hvað um það - mín skoðun hefur verið sú að skoða málið faglega en sleppa pólitíkinni - og fá til þess óháða aðila. Líklegast er Stefán það - nema náttúrlega að fyrirfram sé ákveðið að niðurstaðan á ekki að vera "stóriðja" og olíuhreinsun "hljóti" að vera stóriðja.

Það er ekkert mál að skrifa heimildaritgerð um hættur olíuhreinsistöðva - og reyndar um hættur á heimilum ef því er að skipta - enda er líklegt að slysin séu fleiri í eldhúsinu en fólk grunar! Það er meira að segja að hægt með venslagreiningu að komast að því að þeir sem aka um á fólksbíl af ákveðinni gerð séu líklegri til að fá sykursýki tvö!! Og það kom reyndar í ljós í fréttunum í gær að alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að mesti vágesturinn séu umferðarslys - olían kom þar hvergi til umræðu.

EN - rétt er auðvitað að við erum að tala um bein og óbein áhrif á umhverfið en langsótt er að tengja við krabbamein og reyndar ákaflega ófaglegt af Stefáni - svona hræðsluáróðurstækni og því er auðvitað asnalegt að vitna í sænskan útvarpsþátt um olíuhreinsistöð í Lysekil - þeim fallega stað. Við munum jú eftir kvikmyndinni "Civil Action" - þar sem ílla tókst að sanna mengun á fyrirtæki sem þó hafði mengað drykkjarvatn nálægs bæjarfélags með þeim afleiðingum að fjöldi fékk hvítblæði - kannski er Lysekil í sömu sporum - ekki veit ég það og ekki veit Stefán það.

Málið er að framkvæma alvöru úttekt - og ekki sleppa nýjustu og "umhverfisvænustu" olíuhreinsistöðvunum úr - líkt og Stefán gerir því miður  - og meina ég þá Mongstad í Noregi.

Náttúran á það skilið og við eigum það skilið - þ.e. ef áhugi er fyrir að byggja fallega og hreina Vestfirði um ókomna framtíð - því að það kemur "olíuhreinsistöð" eftir þessa - svo mikið er víst. 

Ps. ég hefði áhuga á að fá Stefán til að segja mér frá hve mikil umhverfismengun er frá túristum á Hornströndum - þar eru jú engin klósett - hvert fer úrgangurinn? tja ég spyr!


mbl.is Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ja mér þykja Strandamenn viðkvæmir með eindæmum - ekki birtist orð eftir mig um bændur á Ströndum eða annarsstaðar - og skil ekki hvað í ósköpunum ég ætti að hafa á móti bændum - enda nánast alinn upp í sveit. Stefán gerir sér væntanlega grein fyrir og er líklegast alvanur því að ræða gagnrýnið um svona mál - annars væri hann ekki að taka þátt í svona umræðu - strandir.is er líkt og bb.is svæðisvefur og ágætur sem slíkur - mér leikur hinsvegar forvitni á hvers vegna þetta er birt þar - og í nafni Stefáns en ekki í nafni Fjórðunsþings Vestfjarða líkt og látið er í veðri vaka að hann sé að vinna fyrir. Það var nú allt of sumt kæri Finnur. Ég skila kærri kveðju á Strandir og gangi ykkur vel í sauðburðinum. þorleifur.

Þorleifur Ágústsson, 24.4.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband