Nýjasta eldið fyrir Vestan: "sardínur í olíu" .

Ég hélt að ég væri að endurupplifa 1. apríl þegar ég heyrði fréttir um að ein af hugmyndum sem nefndin fræga væri að vinna úr væri olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þessi setning var löng - enda um þvílíka fásinnu að ræða. FÁSINNU. Auðvitað eru aðilar í olíuiðnaðinum að leyta sér að stað fyrir olíuhreinsistöðvar - vegna gríðarlegrar mengunar. En Ísland á ekki að vera hreinsistöðvarnýlenda fyrir rússneska olíubossa - nóg var nú að einhver rússinn vildi gera Ísland að fanganýlendu.

Og ætla Vestfirðingar að fara að bjóða risaolíuskipum að leggja upp að Vestfjörðum - jafnvel í nokkrum pörtum - nú þá fá nú fleiri en 500 vinnu - við að hreinsa fjörur.

Ef þetta er aðalmálið sem rætt var í þessari ágætu nefnd  og áhugi er á að kanna möguleika á að vinna það sem í jörðinni er - þá hefði nefndin betur mætt á áhugaverðan fyrirlestur yfirolíuverkfræðings Statoil sem benti á raunhæfa möguleika á gasvinnslu á Vestfjörðum - umhverfisvæna vinnslu með framtíðarmöguleika - já og marga, marga milljarða fyrir íslensku auðjöfrana að fjárfesta með.

Nei olíuhreinsistöð er ekki lausnin á vanda Vestfjarða - langt í frá og í raun besta lausnin til að endanlega eyða byggð á Vestfjörðum. Gleymum þessari dellu áður en fólk hættir að taka mark á okkur.

Að vísu er það ekki rétt hjá Árna Finnssyni að olía sé eitthvað gamaldags! - Hið rétta er að olía er allt of dýrt hráefni til að nota til brennslu - hvort sem er í vélum eða öðru - og olíuiðnaðurinn tæki því fagnandi ef bílar yrðu drifnir af vetni - ástæðan er einfaldlega sú að alla olíu heimsins þarf í dýran iðnað - plastiðnað - því ekki er hægt að nota neitt annað efni til plastframleiðslu en olíu. Svo að Íslendingar ættu að leggja áherslu á að efla vetnisrannsóknir.

Hér er verið að reyna að byggja upp miðstöð rannsókna í þorskeldi - en ekki framleiðslu á "sardínum í olíu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ertu viss um að það hafi ekki verið þrengslin?

Þorleifur Ágústsson, 16.4.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: AkiBjarni

Tolli Okkar.

Olíuhreinsistöð eða saga kjálkann af landinu, hann hefur alltaf bara verið til óþurftar. Líklegast átt að tilheyra Grænlandi í upphafi og þá bara hægt að draga hann þangað. Hvernig getur starfsemi verið mengandi þegar hún heitir Olíu"hreinsi"stöð? Það bara liggur í nafninu að þetta er umhverfisvænt. Og síðan eru líka aðilarnir frá Rússlandi og USA - síðan hvenær hefur eitthvað slæmt komið þaðan í umhverfismálum?

Tolli-sardínurnar dóu úr súrefnisskorti í dósinni, þú ert nú meiri kjáninn.

AkiBjarni

AkiBjarni, 17.4.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband