Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Strákur...svo stelpa. Allt þetta í afmælisgjöf frá mömmu.
Ég las ákaflega athyglisverða grein í sænska blaðinu Aftonbladet (linkur hér að neðan) um afmælisgjöf eina í Bretlandi. Nú þætti það líklegast ekki vera markvert að fá afmælisgjöf - í það minnsta fá ansi margir gjafir á afmælisdaginn. En þessi pakki var öðruvísi - verulega öðruvísi eða eiginlega alt öðruvísi. Jú hann Tom fékk kynskiptiaðgerð frá mömmu sinni á 15 ára afmælisdaginn. Líklegast gjöf sem erfitt er að skila - í það minnsta þega búið er að "opna pakkann".
En um hvað snýst þetta í raun. Í nútíma læknavísindum er hægt að gera ansi margt - og sem betur fer margt gott. Eins og virðist vera í tilfelli Tom sem leið vítishvalir yfir veru sinni í röngum líkama - skildi ekkert af hverju honum var pakkað inn í rangar umbúðir. Og auðvitað skilur maður að það hlýtur að vera slæmt - þó erfitt sé að setja sig í spor Tom. En Tom á góða móður sem gerði sitt til að gera honum lífið bærilegt -reyndar varð lífið ánægjulegt í fyrsta skipti fyrir Tom - sem nú heitir Melanie. Og er bara falleg ung stúlka.
Og náttúrlega sem úng stúlka þá losar hún sig við kærastann. Af því að það er svo gott að vera úng stúlka og einhleyp. Eitthvað svo mikið frelsi í því að vera einhleyp - og frjáls. En ég spyr, hvar stöndum við varðandi siðfræði vísindanna? Ber þessari úngu stúlku að tilkynna það öllum er hún bindur bagga sína með að hún hafi verið hann en sé núna hún? Ég veit það ekki. Eru til einhverjar reglur?
Það sem ég er að segja og spá í er hvort það skipti í raun einhverju máli - náttúrlega hlítur það að koma upp á yfirborðið þegar parið hyggur á barneignir - það er ljóst. Þarf Melanie til að mynda að nefna þetta þegar hún fer í launaviðtal og í ljós kemur að hún á að fá "kvenmannslaun" sem allir vita að eru lægri (skv. könnunum) - getur hún þá beitt fyrir sér þeirri staðreynd að "ég var einu sinni strákur". Tja, ekki veit ég.
Fyrir mér er þetta þetta spurning um að fá að lifa lífinu eins og maður vill sjálfur -sem er ekkert sjálfgefið í raun - ekki núna þegar hægt er að "bæta" fyrir "mistök" náttúrunnar. Ég færi í það minnsta í aðgerð - ef ég til dæmis fæddist með auka löpp.
Og til geðlæknis ef ég hefði fæðst Þórsari.
Og í öllu þessu tilgangurlífsinsbrölti er verið að tefja frumvarp um stofnfrumurannsóknir. Menn verða að gera sér í hugarlund tvennt: þarfir vissra einstaklinga og hæfni vísindamanna. Bera má þetta saman við knattspyrnu á knattspyrnuvelli: Bæði liðin reyna að halda boltanum inni á vellinum - reyna semsagt að vera ekki mikið að sparka knettinum út af vellinum - til að tefja ekki tímann. Ef settir eru upp battar á völlinn þá fer boltinn ekki út af - er alltaf í leik. Málið snýst nefninlega ekki um hvort heldur hvernig - þ.e. setjum "batta" utan um völlinn - setjum reglur og leyfum vísindamönnunum að sinna rannsóknum - innan "vallarnis". Með því nýtist öll tækni og þekking betur - verður þjáðum til góðs. Jafnt konum sem körlum og konum sem eiga að vera karlar og körlum sem eiga að vera konur.
það er mín skoðun.
http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,1037447,00.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir ári síðan.. og ekki meira þá hefði ég sagt.. "það verða að vera einhver takmörk".. "common".. "Ég meina ég myndi aldrei" ...og svo koll af kolli..
Núna...?
Leyfum fólki að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra..
Það er hið sanna frelsi einstaklingsins..
Og þá verðum við bara að sætta okkur við ákvarðanir einstaklingsins sama hverjar þær eru og hvort sem "við erum sammála" eða ekki... og dæma engan.. ekki sálu.. fyrir þær ákvarðanir sem hún tekur fyrir sig.. þó að "okkur" finnist hún kannski vera að skaða sjálfa sig og "ætti" að gera hlutina öðruvísi.
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:22
Sammála - en ég er bara búinn að kynnast því svo vel hve lífið getur verið stutt og erfið barátta fyrir suma. Maður áttar sig ekki nægilega vel á því fyrr en maður sjálfur eða einsog ég er búinn að kynnast þessu, góður vinur manns lendir í erfiðleikum.
Þorleifur Ágústsson, 3.4.2007 kl. 16:34
Hm... Hvað afmælisgjöfina varðar þá er mér til efs að ég hefði látið til leiðast sem foreldri og er þá kannski að vísa til aldurs afmælisbarnsins. Held ég hefði kosið að hann/hún hefði beðið í einhver ár með að framkvæmdina. Því eins og þú segir þá er þetta gjöf sem erfitt er að skila. En hvað stofnfrumurannsóknunum viðvíkur er ég þér hjartanlega sammála.
Og þetta með að fæðast þórsari, sem er að sjálfsögðu með alvarlegri fæðingargöllum, þá er það nú bara þannig Tolli minn að þrátt fyrir nútíma fjölmiðlun, internet og alles er bara svo stór hópur fólks illa upplýstur og þekkir ekki rétt sinn hjá heilbrigðisþjónustunni. Gerði hann það væri gósentíð hjá geðlæknunum og Heiðardalurinn löngu orðin að þeirri stórborg sem hann jú langar svo til að vera.
Þorsteinn Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.