Alltaf gaman að fá þakkir og flottar myndir frá Murr og Urr neytendum!

Við fengum þessi skilaboð með flottum myndum...

"Hér koma nokkrar myndir af henni Snotru sem borðar núna bara Murr mat. Hún var vön að borða bara þurrmat áður en hún smakkaði matinn frá Murr en hún varð rosalega æst þegar hún smakkaði Murr matinn í fyrsta skipti og er núna alveg óð í hann. Feldurinn hennar er allur mikið betri eftir að hún fór að borða Murr matinn, bæði þykkri og svo fer hún minna úr hárum. Svo er hún að sjálfsögðu ekki eins horuð þar sem Murr maturinn er svo góður :) "

IMG_3659_IMG_3667__IMG_3677_IMG_3693_

 

Og frá ánægðum eiganda Cavalier tíkanna Perlu og Brá fengum við þessi skilaboð

"Hæ, bróðir mömmu kom í smá myndatöku til mín gær og hundarnir hans með. Þeir eru farnir að borða Urr matinn og finnst hann mikið betri heldur en venjulegi þurrmaturinn, Urr maturinn alltaf borðaður fyrst"

IMG_3836_IMG_3876IMG_3943_

Og nú er að koma á markaðinn Murr Lúxus lamb fyrir kettina!

Heimsækið endilega heimasíðu Murr ehf. http://www.murr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Tíkin mín er alveg óð í þennan mat, hafðu þakkir fyrir

Guðrún Jónsdóttir, 28.10.2009 kl. 15:37

2 identicon

Hvernig hentar þessi matur t.d. fyrir of þunga smáhunda?

Emil (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:47

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Urr hundamatur hentar í raun fyrir alla hunda. Urr inniheldur sérvalið hráefni - og engin aukaefni - en hráefnið er valið með það í huga að uppfylla næringarþörf dýranna. 1 poki hentar fyrir 2 kg  smáhund - eða hvolp - en mjög mikilvægt er að fara eftir þeim ráðleggingum. Það er lágt kolvetnahlutfall í Urr sem er mjög gott - og kolvetnið sem við notum er sérvalin sterkja sem t.d. telst mjög góð fyrir sykursjúka (kartöflusterkja). Urr er því afskaplega hollur matur.

Ég bendi ykkur á heimasíðu Dýraspítalans í Lögmannshlíð - http://www.dyraspitali.is

Gott er þó að hafa í huga að þegar verið er að skipta úr þurrmat yfir í blautmat líkt og Urr eða Murr - þá getur verið gott að jafnvel setja örlítið af heitu vatni út á matinn....það finnst þeim voða gott. Og passa að gefa þeim ekki of mikið í byrjun.

Þorleifur Ágústsson, 28.10.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Líst vel á þetta hjá þér Tolli algjört bull að vera flytja inn hunda og kattamat.Ætla reyna að koma þessu í vinnufélagana,ekki nógu góður feldurinn á þeim.allir að verða sköllóttir meira og minna. bið að heilsa Vestfirðingum,góðir menn

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 28.10.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband