Ráðabrugg ríkistjórnarinnar - hverjum á að hjálpa og hverjum ekki.....

Ég bý á landsbyggðinni. Ég tala því oftar við fólk á landsbyggðinni en ég geri við fólk búsett í Reykjavík.

Og fólkið á landsbyggðinni á það sammerkt að hafa keypt sér ódýrari hús - skuldsett sig minna en þeir sem búa í höfuðborginni.

En lansbyggðinni berast fréttir um að ríkisstjórnin ætli að koma þeim til hjálpar sem nú eru yfirskuldsettir vegna íbúðakaupa og húsabygginga. Og landsbyggðarfólkinu sem ég hef spjallað við finnst þetta á margan hátt undarlegt - einkum í ljósi þess að lánin sem á landsbyggðinni hvíla hafa auðvitað hækkað í sama hlutfalli. Munurinn sé bara sá að enginn fengi nokkurtíma lán til að byggja 100 milljóna hús - eða jafnvel bara 50 milljón króna hús - á landsbyggðinni. Bara í Reykjavík og nágrenni. Það fengist aldrei lán - púnktur. Af hverju?... jú vegna þess að það hefur aldrei þótt nein "gáfuleg fjárfesting" að byggja hús á landsbyggðinni.

En fólk hefur samt gert það. Notað sömu steypu og sama járn - sama tré og sömu gler. En allt bara svo mikið minna í sniðum og enginn lúxus með tveim amerískum ískápum og fjórum ofnum í eldhúsi líkt og þarf fyrir sunnan.

Þetta flokka margir sem óráðsíu. Kerfisvillu - því bankarnir lánuðu og hvöttu fólk til dáða.

En ekki á landsbyggðinni.

Fyrr en núna. Nú á landsbyggðarfólkið að taka þátt í að borga fyrir hina. Þessa sem bjuggu fyrir sunnan eða flutt þangað - keyptu stórt eða byggðu flott.

Með niðurfellingu á skuldum umfram veð - er auðvitað verið að koma á móts við fólk sem ekki getur greitt af lánum. Það er vel. En hinum er algjörlega gleymt - sem taka á sig byrðar - skulda og skulda meira en fyrir bankahrun. Hví eru skuldir á íbúðarhúsnæði ekki fært niður hjá þeim líka - um sama hlutfall?

Það skil ég ekki. Og það skilja fæstir. Við megum ekki láta þannig að í landinu búi tvær þjóðir - höfuðborgarsvæðið og svo hinir.

Ég er einn af hinum - sem skulda - bílalán og önnur lán. Ég vil njóta sömu fyrirgreiðslu þó ég búi á landsbyggðinni.

En  þú?Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tolli minn ég er þér alveg sammála og það þrátt fyrir að búa í höfuðborginni. Mér finnst það alveg fáránlegt að ekki sitji allir undir sama hatti. Enn og aftur eru það þeir sem eiga í raun meira sem fá meira en ekki öfugt og svo ég tali nú ekki um þá einstaklinga sem því miður fengu þannig þjónustu frá bankanum sínum að allt átti að vera hægt og ekkert vandamál, taktu bara 100% lán, það á eftir að ganga fínt. Já, en nei, það gerði það sko bara ekki. Endilega leggðu peningana þína í sjóð 11 eða númer hvað hann nú var !!!!!!! Allt saman til háborinnar skammar fyrir alla þá sem predikuðu að allt væri í lagi en vissu betur og höfðu dollaramerki í augunum. Þeir eiga að losna við að borga. Þetta er svooooooo mikið rugl að því meira sem hugsað er um það, því meiri verður ógleðin yfir nútíð og nánustu framtíð.

Heiða Björk Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Kommentarinn

Það er hægt að stilla þessu upp á magra vegu:

Ég á íbúð í 101 og skulda meira en helming af verðgildi hennar. Ég get samt auðveldlega borgað af henni þó að lánin hafi hækkað. Ég hef heldur ekki verið að bruðla í einhverjum bílalánum o.s.frv.

Mér finnst skuldarar sem standa í skilum eiga að njóta sama réttar og þeir sem skitu upp á bak í skuldum.

Það þarf allavega aðgerðir sem mismuna ekki fólki á vafasömum forsendum.

Kommentarinn, 17.9.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Algjörlega hárrétt hjá þér. Mér finnst vera fljótfærnisleg mismunun í þessu. Sannfærður að það er ekki ætlunin - en afleiðingin er samt sem áður sú. Það er slæmt.

Þorleifur Ágústsson, 17.9.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já Tolli minn, þetta er umhugsunarefni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.9.2009 kl. 10:31

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað sem þessum vangaveltum líður þá tel ég að Landsbyggðin muni svona heilt yfir fara betur út úr þessum afturkipp í íslensku samfélagi en SVhornið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 16:22

6 identicon

Ég á líka heima á landsbyggðinni og er þér hjartanlega sammála og hef oft hugsað hvað yrði um stórborgarfólkið ef að því væri boðinn sama þjónusta og okkur ? Ófærir fjallvegir till þess að komast á sjúkrahús þar sem ekki er svæfingarlæknir, ekki hjartalæknir ef maður er heppin þá er kannski skurðlæknir og á flugvöll þá er oft ófært líka .... En landsbyggðin dugir til að sjá þessu fólki fyrir kvóta og peningum

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ef það væru náttúruhamfarir á Vík í Mýrdal og allt björgunarlið væri kallað þar út og væri að  negla hlera fyrir dyr og glugga sem væru að fara undir ösku til að reyna að bjarga einhverju svo fólkið í því þorpi gæti einhvern tíma snúið aftur í sitt fyrra líf.... ætti þá fólkið á Hvolsvelli og Hellu að nöldra og jagast yfir að í þeirra bæjum væru gömul og lúin hús sem vantaði spýtur í og  þeir ættu að fá part af spýtunum og björgunarsveitirnar gætu alveg tjaslað upp á þeirra hús líka í leiðinni?

Annað, það er því miður stór partur af því hvernig stjórnsýslan brást að hún er mjög ólýðræðisleg vegna misvægis atkvæða og kjördæmaskiptingar. Það er ekki mín prívatskoðun, opinberar eftirlitsnefndir hafa bent á þetta, nefndir sem ætlað er að rannsaka spillt stjórnarfar.

Það að snúa eitthvað upp á skuldahalann hjá fólki og stytta hann er ekki neitt gustuk. Það er einfaldlega nauðsynlegt fyrir framtíðina. Það er frekar auðvelt reikningsdæmi að reikna út hve mikið þjóðhagslegt tap er ef fólk gefst upp og annað hvort leggur árar í bát og horfir í gaupnir sér um aldur og ævi eða flytur úr landi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.9.2009 kl. 00:33

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Salvör, ég er nú ekki endilega sammála þessu einfalda dæmi þínu þó ég skilji rökin. EN, þú mátt ekki gleyma því að landsbyggðin hefur ávalt átt undir högg að sækja - það þekkir þú nú sjálf ágætlega enda geri ég ráð fyrir því að þú hafir oft ekið sem leið liggur Vestur til Bolungarvíkur. En aðeins í síðustu viku var hægt að aka alla leið á bundnu slitlagi. Eins eru hér ýmsir atvinnumöguleikar sem eru vannýttir - einkum sökum þess að fólki finnst lítið að gert til að efla þá. Sem dæmi má nefna rafmagnsmálin margfrægu hér á svæðinu - hér er ákaflega ótraust rafmagn - sem m.a. stendur ferðaþjónustu fyrir þrifum. Lengi mætti telja - en þetta er nú einmitt orsök þess að landsbyggðar fólki finnst að sér vegið eða framhjá sér gengið - og björgunaraðgerðir beinist að þeim sem "sjálfir komu sér í voða".

Mín persónulega skoðun er sú að hjálpa beri þeim sem á hjálp þurfi að halda - óháð búsetu - og að það hefði alltaf átt að vera svo...Alltaf og allstaðar.

Þorleifur Ágústsson, 18.9.2009 kl. 08:52

9 identicon

Við náttúruhamfarir eins og snjóflóð og eldgos t.d taka allir landsmenn þátt þó einhverjum finnist jafnvel skrýtið að fara í t.d varnaraðgerðir á mjög fámennum stöðum fyrir mjög marga milljarða! Jafnvel þar sem framtíð byggðar er mjög óljós og atvinnulífi haldið uppi af útlendingum. Þær efnahagshörmungar sem riðið hafa yfir landið er hægt að líkja við náttúruhamfarir. Þar taka allir landmenn  á sig byrðar til að hjálpa þeim sem verst eru staddir. Hvenær varð það að óráðsíu að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og sína. Það er ódýrt að etja sman fólki á SV horninu og landsbyggðinni. Við erum í þessu ástandi öll á sama báti eins og t.d þegar snjóflóð hafa rústað byggðum

Jón B G (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband