Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Átt þú kettlingafulla læðu eða hvolpafulla tík?
Allir þekkja vel að járn er mikilvægt konum sem hafa börn á brjósti og alls ekki óalgengt að þeim sé ráðlagt að fá sér járntöflur.
Þessu er ekkert öðruvísi farið hjá hundum og köttum. Járn er mikilvægt og járnskortur algengur hjá dýrunum okkar.
Járnskortur er ennfremur mjög algengur hjá dýrum sem eiga mörg afkvæmi en járn fæst að mestu leyti úr fæðunni og þau geta ekki geymt járn. Því er alltaf mikil hætta á að dýr sem eignast mörg afkvæmi líkt og kettir og hundar. Hjá svínum er það t.d. svo að grísir eru sprautaði með járni.
Járn er því mikilvægt í fóðrinu og nýtist dýrunum best úr kjöti - en þau eiga erfitt að nýta sér það sem er í korni.
Í gær hafði Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri samband og sagði okkur að hún ráðlegði ekki bara kattaeigendum að gefa þeim Murr kattamat - heldur líka eigendum hvolpafullra eða mjólkandi tíka. Ef um er að ræða stóra hunda þá er Murr kattamatur hentugur með því hundafóðri sem þeir éta annars.
Ástæðan væri sú að Murr er unnið úr hágæða kjöti og innihéldi þ.a.l. mikið járn.
Það sýnir sig einfaldlega að Murr kattamatur er afskaplega hollur og góður.
Ert þú búin(n) að prufa?
Og verðið - 98 krónur í Bónus per poki sem er dagskammtur fyrir 2 kg kött - eða 196kr fyrir 4 kg kött - gerðu verðsamanburð - láttu ekki kílóverðið plata þig - við erum nefnilega ekki að selja neitt óþarfa vatn - Murr inniheldur aðeins hágæða kjöt og kjötafurðir sem kisu er eðlilegt að borða.
Athugasemdir
Já ég prófaði að gefa kettinum mínum Murr kattamat - og gettu hvað hann gerði. Hann krafsaði kringum dallinn sem væri þarna skítur á ferð Ég held að það verði að bæta bragð og lykt þessa kattafóðurs svo a.m.k. minn kisi vilji það. Hann er reyndar afskaplega mikið dekurdýr og fær séreldaðan fisk hjá mér ásamt túnfiski úr dósum og rándýrt þurrfóður. Svo finnst honum smábarnagrautur úr pakka voða góður Mér finnst reyndar afskaplega leiðinlegt að kisinn minn vilji ekki Murr kattamatinn því ég var svo ánægð með þetta framtak og reyni sem ég get að kaupa íslenskt.
, 17.7.2009 kl. 07:09
Sæll Þorleifur.
Mig langar að benda þér á þessa grein um rannsókn á innihaldi gæludýrafóðurs. http://www.naturalnews.com/Report_pet_food_ingredients_0.html
Sjálfur er ég með hunda og hef þá á hráfæði, enda virðist mér að gæludýrafóður sé fyrst og fremst framleitt með það í huga að vera þægilegt í meðförum fyrir eigendur gæludýra.
Kveðja, Brynjar Ármannsson.
Brynjar (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 07:17
Sæl - já það var leitt með að kisan þín vilji ekki Murr - en gefðu henni tíma. Lyktin stafar nú af innihaldinu og ekki hef ég heyrt fólk kvarta áður - nema kannski þeir sem segjast ekki þola lykt af lifur og kjöti. Það fer nefnilega ekki allveg saman lyktarskyn eigandans og kattarins... né bragðskyn - og það glíma allir framleiðendur við. En í Murr er aðeins hráefni notað sem ætlað er til manneldis og þú væntanlega sjálf leggur þér til munns - lambakjöt - lifur og fleira.
Varðandi hráfóður þá er það ágætlega þekkt t.d. í skandinavíu að gefa slíkt. Gallinn er bara sá að orðið hráfóður þýðir ansi margt. Ég veit að verið er að framleiða slíkt hér á landi en það er nú ekki hrárra en svo að hluti er eldaður til að uppfylla þau skilyrði sem gilda um meðferð sláturafurða. En þær reglur eru ákaflega strangar - m.t.t. riðusvæða - salmonellu og fleira.
Mikilvægt er fyrir kúnnann að fóðrið sé meðfærilegt og það þarf alltaf að hugsa um það - því er ekkert skrítið að þú bendir á þetta.
Ég gef mínum hundum t.d. oft hrátt lambakjöt - þegar sólin skín elska þeir að naga það frosið. En hvort ég myndi vilja láta það liggja inni í skál í eldhúsi og þiðna þar....veit ég ekki.
Þorleifur Ágústsson, 18.7.2009 kl. 18:16
Er með 3ja ára mexíkanskann smáhund karlkynið. Er ekki ráð að prófa fyrir hann
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.7.2009 kl. 16:06
Sæl Hólmfríður - jú þetta er gott fóður fyrir smáhunda. Við erum reyndar að klára þróun á smáhundafóðri í þessari viku sem kemur brátt á markað. En prufaðu Murr fyrir hann. Ég á lítinn chiahuahua sem elskar þetta og líður vel af. Á reyndar Border collie líka sem urrar á litla titt þegar Murr er í boði.....
Þorleifur Ágústsson, 19.7.2009 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.