Hversvegna framleiðir Murr blautfóður - en ekki þurrfóður?

Svarið er einfalt - kettir þola illa hátt hlutfall kolvetna. 

Þurrfóður inniheldur yfirleitt frekar hátt hlutfall kolvetna (of 10 % eða meira) og það eykur líkur á að kettir fitni um of og fái sykursýki með aldrinum.

Náttúrulegt fóður katta (yfirleitt mýs og lítil nagdýr) inniheldur um 10-13% prótein, 7-10% fitu og aðeins 4-5% kolvetni.

Þurrfóður þarf að innihalda frekar hátt hlutfall kolvetna til þess að binda saman og mynda töflurnar (köglana). Blautfóður er hinsvegar með mun lægra hlutfall kolvetna.

Murr kattamatur inniheldur 13% prótein, 7,5% fitu og um 3% kolvetni. Að auki er mjög mikilvægt fyrir fólk að athuga að Murr inniheldur 75% vatn - meðan flestar aðrar sambærilegar blautfóðurstegundir innihalda 82% vatn.

Við hjá Murr erum því ekki að selja vatn!!

Með því að gefa köttum Murr kattamat er því náttúruleg leið til að tryggja rétta næringarsamsetningu og um leið að tryggja rétt holdafar á kisu!

Ef þið hafið spurningar - sendið endilega fyrirspurnir á murr@murr.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þurrt getur verið mjög gott, eina hættan er sú að kötturinn drekkur ekki nóg og það getur leitt til nýrnaskemmda. En blautt er al veg príma líka. En Nói minn vill eingöngu þurrt og vatn. Því verður ekki breytt úr þessu. En vegni ykkur vel í þessu góða framtaki

Kveðja

Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú mikið rétt - þurrt getur verið mjög gott. En mikilvægt er að fólk skoði vel innihaldslýsingu. Köttum er ekki eðlislægt að drekka mikinn vökva - þeir fá yfirleitt allan vökva úr bráðinni - og því er mjög mikilvægt fyrir eigendur að fylgjast með því hvort kisurnar drekki.

Annað er líka áhugavert og það er að margir halda að þurrmatur stuðli að betri tannheilsu - sem er alls ekki rétt. Hinsvegar er hægt að gefa ákveðnar tegundir sem ætlaðar eru til að pússa tennur og eru til þess hannaðar - harðari og slípa því tennurnar.

Og af því að ég er byrjaður - þá er mikilvægt að hamra á því að langflestar tegundir innihalda mikið vatn - eða um 82% - sem þýðir að þó etv. kílóverðið sé lægra þá er dagskammturinn dýrari - einfaldlega vegna þess að gefa þarf meira af því fóðri

Þorleifur Ágústsson, 3.7.2009 kl. 19:10

3 identicon

Heill og sæll Þorleifur (Tolli )Það er kattamaturinn ,hún Embla min lagði blessun sina yfir hann eftir nákvæma skoðun ,og henni er treystandi Ég held að ég hafi sent þér linu fyrir stuttu ,en þægilegra væri ef þetta væri i i dósum en náttúrlega er það kannske of dýrt Annars gangi ykkur vel kveðja S A

sigridur adalsteins (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk Sigríður,

Já hún Embla þín er greinilega gæðaköttur! - Dósirnar eru ekki mögulegar sökum kostnaðar og umhverfismála.

bkv,

tolli.

Þorleifur Ágústsson, 4.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband