Mánudagur, 11. maí 2009
Byggjum nýtt Ísland á lýðræðislegum grunni. Þröngsýni er engum til framdráttar.
Ég fagna því þegar talað er um jöfnuð og kærleika í þjóðfélaginu. Ég fagna því að standa eigi vörð um grunnstoðir þjóðfélagsins og gera öllum kleift að lifa mannsæmandi lífi á Íslandi. Ég fagna því að náttúran eigi að njóta vafans. Ég fagna því að það eigi að standa vörð um grunn atvinnuvegina - sem eru sjávarútvegur og landbúnaður. Og ég fagna því að stjórnlaus græðgi eigi ekki lengur lífs von.
EN, ég hef áhyggjur af fyrirframákveðnum skoðunum sem lýsa þröngsýni - áhugaleysi og smáborgaralegum hroka. En þar á ég við um yfirlýsingu nýs Landbúnaðar-og Sjávarútvegsráðherra og hans flokkfélaga. Mér finnst það í reynd undarlegt að ekki skuli borin meiri virðing fyrir lýðræðinu - að ekki verið svo búið um hnútana að fólkið sem byggir þetta land skuli fá að hafa um það að segja hvert við stefnum. Hér búa nefnilega ekki bara hálfvitar....
Þeir eru flestir flúnir til útlanda eftir bankahrunið.
Nei á Íslandi býr fólk. Fólk sem hefur fullan rétt á að fá upplýsingar sem ekki eru byggðar á getgátum
Ég fer fram á það við þetta ágæta fólk að fá að velja eftir minni sannfæringu. Stöndum vörð um lýðræðið - ekki koma í veg fyrir eðlilega umfjöllun um Evrópumálin. Gerum það líka með sjávarútvegs og landbúnaðarmálin.
Byggjum nýtt Ísland á sterkum grunni lýðræðis.
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Berum virðingu fyrir lýðræðinu. Hér búa ekki bara hálfvitar ...
Miðlum upplýsingum til fólks og stöndum vörð um lýðræðið. Kjósendur eiga heimtingu á að fá að vita hvað Evrópusambandið er, hvaða leikreglur gilda innan þess. Hvað innganga í sambandið þýðir, pólitískt. Hvaða vald yrði framselt, hver fengi það í hendur og hvernig væri farið með það.
Þessum við-missum-annars-af-lestinni upphrópum verður að linna. Í staðinn á að útskýra að leggja þarf inn formlega umsókn áður en viðræður hefjast. Að aðildarviðræður eru hluti af umsóknarferlinu en ekki létt kaffispjall án skuldbindinga. Hætta að tala um sjá-hvað-er-í-boði eins og þetta sé ekki meira mál en að máta buxur. Útskýra hvaða siðferðilegar og pólitískar skuldbindingar fylgja því að sækja um. Segja okkur t.d. hvaða áhrif umsókn hefði á viðræðurnar við Kína og nýja samninginn við Kanada.
Segja fólki hvað felst í Lissabon samningnum, hann má ekki vera tabú. Að hann snúist um pólitískan samruna en ekki efnahagsbandalag. Útskýra hlutverk hins nýja utanríkisráðherra og hvað afnám 50 veto-ákvæða þýðir. Einnig hvað "formleg yfirráð" þýða um nýtingu auðlinda og hvað felst í flutningi löggjafarvalds í orkumálum frá aðildarríkjum til sambandsins.
Á Íslandi býr fólk sem á fullan rétt á að fá upplýsingar sem ekki eru byggðar á getgátum. Upplýsingarnar um sambandið sjálft liggja fyrir. Borgarahreyfingin lagði til að hlutlaus nefnd tæki þær saman, setti í góðan búning og dreifði til allra landsmanna. Það er prýðileg hugmynd hjá þeim.
Ekki koma í veg fyrir eðlilega umfjöllun um Evrópumálin. Treystum fólki til að meta þessar upplýsingar og kjósa svo í framhaldinu. Að hinn almenni kjósandi fái að hafa eitthvað um það að segja hvort sótt verði um aðild að ESB. Hafi áhrif á þetta stærsta mál í sögu lýðveldisins.
Ef öruggur meirihluti segir já hafa stjórnvöld fullt og óskorað umboð til að senda umsókn til Brussel og hefja aðildarviðræður og samningagerð. Annars ekki. Það er alvöru lýðræði.
Haraldur Hansson, 11.5.2009 kl. 18:58
OG ef innganga í ESB verður samþykkt, tekur þá ESB við 5% af aflaheimildum á ári samkvæmt Þessari fyrningarleið sem þessi vinstri stjórn er sammála um að verði virk 1. september 2010. Verður það þá ESB sem endurúthlutar kvótanum og þá kannski til Spánar af því að atvinnuástandið er svo slæmt þar? Ég bara spyr.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 11.5.2009 kl. 19:38
Er ekki ljóst að við gerum þá kröfu að fyrningaleiðin verði rædd á lýðræðislegan hátt - mér hugnast hún ekki ef hún hefur það í för með sér að þeir sem hafa verið að kaupa kvóta til að veiða sitji bara eftir með skuldir - það hljóta allir að sjá að slíkt er ekki lýðræðislegt...eða? Nei - ég vil fá allar staðreyndir um ESB og allt annað upp á borðið - ég gef ENGUM leyfi til að velja fyrir mig.
Þorleifur Ágústsson, 11.5.2009 kl. 21:07
Sammála!
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 11.5.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.