Róm var ekki byggð á hverjum degi - hvað þá seld!

Róm var ekki byggð á einum degi. Þetta ku hafa verið sagt um Rómarveldið hið forna - enda mikið ríki og átti sér langa sögu.

Svo víkur sögunni til Íslands. Þar komu fram miklir spekúlantar sem minntust Rómar þó svo að þá minnti að Róm hefði verið seld á hverjum degi. Og hófst þá svindlið og svínaríið - því þeir töldu að með lánum væri hægt að byggja stórveldi - að peningar yrðu til úr engu og því væri leikurinn auðveldur.

Margir tóku þátt í leiknum enda Íslendingar með eindæmum grunnhyggnir á köflum - nýkomnir uppúr jörðinni - jú við skulum muna að á meðan byggðar voru hallir í löndunum í kring þá höfðust Íslendingar við í moldarkofum.

Og nú hefur þessum kónum tekist að koma okkur vel áleiðis í moldarkofana og heiðarbýlin á ný. Til að kóróna nú smekkleysuna þá sendir björgólfur með litlu béi frá sér blaðsnepil sem hann kallar yfirlýsingu um eignastöðu .... dulítið merkingarlaust skjal um allt sem hann er búinn að tapa - en hafði þó tekið að láni áður.

Og ekki vantar nú hrokann og fádæma heimskuna í þann mann - segist vera ungur að árum og horfa björtum augum til framtíðar. Ætla að bera ábyrgð á sínum gjörðum - vera víti til varnaðar.

(nú fæ ég mér kalt vatn að drekka og jesúa mig pínulítið enda maður ótrúlegt fyrirbæri).

Og til að kóróna allt þá er hann í persónulegri ábyrgð fyrir 58 þúsund milljónum. FIMMTÍUOGÁTTAÞÚSUND.

Ekki er til tafla - eða töflur - sprauta eða sprautur - sem geta hjálpað þessum manni. Ef væri hann skepna yrði honum samstundis lógað.

Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í málum þessara manna. Nei - því miður er meiri áhugi hjá bönkum að elta fimm barna föður sem neitar að borga skuldir þessara kóna.

Og björgólfur - þú er ekki ungur - þú ert gamall - fúinn og rúinn trausti og trúnaði.

Fluttu nú til hans magnúsar í rússlandi og bruggaðu nýjan bjór.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband