Að neyta að borga getur verið lögbrot....segir forsætisráðherra.

En auðvitað skilur maður alla þá sem svona hugsa. Því búið er að taka þjóðina gjörsamlega í afturendann og vaða yfir okkur í þokkabót á skítugum skónum.

Og svo veit maður af þeim sem mesta ábyrgðina búandi í lúxus í útlöndum eða á ofurlaunaeftirlaunasamningum.

Og hvað hefur gerst síða allt fór til helvítis. Nú svarið er einfalt. Ekkert. Vextir eru gjörsamlega fáránlegir og bankarnir senda út hótunarbréfin í sama takti og áður. Ekkert slegið af.

Eða jú - bílalánin getur maður fengið lengt og húsnæðislánin líka. En er það lausn? NEI.

Svo ef einhverju leyfist að tala um niðurfellingu skulda þá er það auðvitað ekki hægt - þrátt fyrir að öll hækkunin á skuldum sé engan vegin skuldaranum að kenna.

Já Íslenskt þjóðfélag er gjaldþrota - það sér hver maður. Og til á að kóróna allt saman þá kemur ekkert nema froðusnakk úr þingsölum alþingis - sem ég nenni ekki einu sinni að skrifa með stórum staf - svo lítið álit hef ég á þessum plöntum sem margar hverjar virðast rótfastar þar.

Ég held að þessi svokölluðu stjórnvöld ættu að reyna að fara að gera eitthvað af viti. Formenn flokkana búnir að draga okkur á asnaeyrunum við einhverskonar stjórnarmyndun - sem er auðvitað ekkert annað en að rífast um hver gerir hvað og hver fær hvað.

Vil minna þau á að enginn munur er á kúk og skít.

Látið verkin tala og hættið þessu endalausa þvaðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þú hefur lög að mæla! En ef það er lögbrot að neita að borga er þá líka lögbrot að geta ekki borgað? Þessi forsætisráðherra ætti að láta af ESB-þráhyggjunni og reyna að byrja að gera eitthvað sem kemur þjóðinni að gagni.

corvus corax, 4.5.2009 kl. 11:29

2 identicon

ognú eru bankarnir byrjaðir með gömlu gylliboðin og fjárhagslegu ábyrgðina-kunna þessir aðilar ekki að skammast sín eftir að hafa sett þjóðfélagið á hliðina...?

zappa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:06

3 identicon

Þorleifur, afhverju gerirðu svona lítið úr plöntunum. Hafa þær eitthvað gert þér?

Alexander (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er lítið sem ekkert hægt að gera nema láta hlutina versna áður en þeir batna.  Þetta er bara eins og venjuleg flensa.  Við eru með smá hósta, hitinn og beinverkirnir eiga eftir að koma.  Það eru engin lyf við vírus ekki frekar en íslensku 21. aldar þjóðargjaldþroti sem ekki má nefna á nafn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband