Á flestum stöðum þykir það þjónusta að leyfa fólki að stunda sund- eða sauna. En ekki á Ísafirði.

Eitt af af því sem telst til forréttinda á Íslandi er aðgangur að sundlaugum. Nema á Ísafirði. Á vel flestum stöðu er boðið uppá góða sundlaugaraðstöðu - með heitum pottum og sauna. Nema á Ísafirði.

Það eina jákvæða við þessa "sundhöll" er starfsfólkið sem þar starfar - ákaflega yndisleg og veitir manni alla þá nauðsynlegu áfallahjálp sem á er þörf þegar maður mætir í sauna og áttar sig á að um sé að ræða "rangan tíma - eða rangan dag" !!

Að vísu er gömul plastskel úti í horni - heitur pottur - í hinn svonefndu "sundhöll" Ísfirðinga - gömul og barn síns tíma og myndi sjálfsagt vera komin á haugana allstaðar. Nema á Ísafirði.

Og fyrir utan að nafngiftin er brandari - eða barn síns tíma líkt og potturinn - þá er bæjarstjórninni ómögulegt um að hafa opnunartímana á þann veg að þeir henti nokkrum venjulegum manni. Því að á langflestum stöðum á landinu er t.d. hægt að skreppa í sund snemma um helgar - eða jafnvel síðdegis. Nema á Ísafirði.

Sundhöllin er nefnilega lokuð almenningi þegar flestir komast í sund.

Ég minnist þess þegar ég var að alast upp á Akureyri að þá var aðeins sauna fyrir karla 4 sinnum í viku - og þótti allt í lagi - því þá var hægt að sækja þá líkamsrækt allan daginn - frá morgni til kvölds. En á Ísafirði skal passað uppá að hafa nú saunað harðlæst og alls ekki að opna almenningi nema í skamma stund eftir kvöldmat - nú þegar fólk ætti auðvitað alls ekki að sækja sauna - því mjög óhollt er að stunda slíka líkamsrækt eftir góða magafylli. Og hvergi gert. Nema á Ísafirði.

Og ekki vantar nokkuð uppá að nefndin sem þessu stjórnar af samviskusamri fávisku sé fjölmenn - mér telst til að um 10 manna hóp sé að ræða - bæði aðalmenn og varamenn! Gaman væri að vita hvað nefndin hittist oft á ári og hve mikið sé búið að greiða hópnum fyrir þetta "óeigingjarna" starf sitt!?

Og að það sé meira að segja starfsmaður í fullu starfi hjá Ísafjarðarbæ sem hafi loka orðið um slík mál - eða kannski sér hann bara um að halda fólki frá.

Satt best að segja er mér ómögulegt um að skilja hvaða stefnu þetta bæjarfélag hefur í þessum málum ef hún er þá til staðar? Í það minnsta er mér löngu ljóst að ekki fer króna af mínum háu gjöldum til bæjarfélagsins í að halda út mannsæmandi aðstöðu og þjónustu. Nema þessar mínútur sem manni er hleypt inn í "höllina".´

Það styttist í sveitarstjórnarkosningar og líklegast verður maður að taka þetta með í reikninginn þegar maður velur. Því það er í raun ótrúlega dapurt í árferði sem þessu að ekki skuli vera reynt að bæta það sem auðvelt er að bæta - svo sem að taka úr lás aðeins lengur en rétt þessar mínútur á dag.

Ég velti fyrir mér hvort á þessu yrði breyting ef bæjarstjórnin fengi áhuga á sund- eða  sauna iðkun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég er nú einn af þessum samviskusömu fávitum Tolli. Nefndarfólk í Íþrótta og tómstundanefnd hafði frumkvæði í haust með því að fækka fundum um helming. Það þýðir jafnframt helmings lækkun á launum fyrir nefndarstörfin, en það hlýtur þú að fatta sjálfur doktorinn. Allir í þessari nefnd og öðrum innan bæjarkerfisins eru að vinna samviskusamlega að málefnum bæjarins. Það er ekki þar með sagt að öllum líki þær ákvarðanir sem teknar eru. Þannig að allar dylgjur þína um annað segja meira um fávisku þína en okkar.

Nefndin hefur ekkert að segja um það hvenær er opið. Tillögur koma frá yfirmanni íþróttamannvirkja og eru síðan samþykktar af bæjarstjórn. við lögðum t.d. til um daginn að á helgum yrði opnað fyrr á Suðureyri yfir sumartímann. Sú sundlaug er mest notuð af öllum á þeim tíma en bæjarráð sá sér ekki fært að verða við þessu. Það er ljóst að skera þarf niður hraustlega í rekstri bæjarins. Það þarf þó að fara vel yfir hvar og hvernig það er gert. Ég skal alveg viðurkenna að í þessum tilfellum er ekki um stórar upphæðir að ræða, en safnast þegar saman kemur.

En annars ertu velkominn á Suðureyri hvenær sem er til að skola af þér skrifstofurykið, svo framarlega að laugin sé opin.

Ingólfur H Þorleifsson, 2.5.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir þessar fróðlegu upplýsingar. En þú gleymir alveg að útskýra fyrir mér hvað þessi nefnd gerir? Og hvað fáið þið greitt pr. fund?

Svo væri auðvitað gaman að vita hvað þú situr í mörgum nefndum?

bkv,

þorl.

Þorleifur Ágústsson, 2.5.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Síðustu áratugi hefur ný sundlaug verið aðal kosningarloforðið hjá sjálfstæðisflokknum, alltaf svíkja þeir það. Þetta loforð er orðið hefðbundið hjá FLokknum fyrir kosningar og það væri skrítin kosningarbarátta ef ekki væri eitt stykki sundlaug á loforðalistanum hjá þeim.

Þessvegna fá ísfirðingar aldrei nýja sundlaug.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 2.5.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ekki ætla ég nú að vera svo frekur að biðja um nýja laug - en að ekki skuli vera opið lengur en 10-15 á laugardögum og að ekki skuli vera hægt að fá að nota saunað þó sundæfing sé í lauginni - það er náttúrlega bara brandari!

Það er nú hægt að gera ansi margt án mikils tilkostnaðar.

og hana nú.

Þorleifur Ágústsson, 2.5.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þessi nefnd fjallar um allt sem kemur inn á borð bæjarins og varðar Íþrótta og æskulýðsmál. Hér getur þú séð erindisbréf nefndarinnar. Þar eru vinnuskólinn og félagsmiðstöðin stórir málaflokkar. Öll mál sem varða íþróttafélöginn í bænum og HSV koma líka inn á okkar borð. Þessi nefnd sér um stefnumótun bæjarins í þessum málaflokkum aðallega. Einnig velur hún íþróttamann Ísafjarðarbæjar ásamt fleiru.

Hvað varðar bullið í bakaradrengnum þá var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem EKKI lofaði sundlaug fyrir síðustu kosningar. Aftur á móti var ákveðið að setja peninga í undirbúning og hönnun á slíku mannvirki. Það hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu. Skýrsla var unnin um málið sem fjallað var um í málgagni Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ. Trúi ekki öðru en að Rögnvaldur hafi lesið það upp til agna.

Hvað varðar launin þá eru þau hluti af þingfararkaupi. Ég er ekki alveg með á hreinu hvað það er núna, en held að það sé á bilinu 5-7 þúsund fyrir hvern fund. Og að endingu þá er ég aðeins í þessari einu nefnd, og auk þess er ég varabæjarfulltrúi og sit stöku fund þar.

Ingólfur H Þorleifsson, 2.5.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Skýrslu lokið Ingólfur. Margs fróðari. En þó er hinu eftir ósvöruðu - og það er hví í ósköpunum er metnaðarleysið svona mikið þegar snýr að sundaðstöðu í Ísafjarðarkaupstað (er ég þá að meina bænum sjálfum - ekki útkjálkum).

Þið eruð 10 í þessari nefnd. Mig langar að vita hvað það eru margir í atvinnmálanefn Ísafjarðar - bara svona til samanburðar og fróleiks?

kv,

þorl.

Þorleifur Ágústsson, 2.5.2009 kl. 21:16

7 identicon

Það sem ég hef velt vöngum yfir sundlauginni(og velti fúslega annara vöngum yfir því líka)

Nýjasta nýtt á vanganum á mér er að byggja mína eigin sundlaug, bara í garðinum á Bjargi, eða jafnvel nær mér, gæti t.d fyllt óstina á sjálfri mér af vatni og þá er laugin komin.    Ætla í þessar aðgerðir um leið og ég kem ofan úr fjalli með hakann (því ég ætla að sjálfsögðu að leggja mitt af mörkum við að gera göng...)

 p.s

Ég er líka í Íþr. og tómstundanefnd Tolli, en er ekki vitund reið yfir þessu bloggi, sko mig!

Lísbet hin mikla (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ég var nú ekkert að ráðast á ykkur í þessar nefnd. En iðulega þegar ég spyr um ástæður þá er vitnað til nefnda og starfsmanns - eins og það sé einskonar svar..... Auðvitað vinnið þið ykkar vinnu - þó svo að mér finnist ótrúlegur fjöldi í þessari nefnd - svo borið sé saman við t.d. atvinnumálanefndina.....;)

Svo er auðvitað gaman að fá gusur frá Golla - því ekki má á D-ið halla þá urrar hann svo undir tekur í Súgandafirði og norður göng í Skutulsfjörðinn.

En allt eru þetta vangaveltur sem mér finnst eiga fullkomlega rétt á sér. Um leið og snjóa tekur að leysa - bæjarstjórinn leggur snjósleðanum og fer í sund - þá mun allt breytast til batnaðar - það er mín trú og vissa!

Þorleifur Ágústsson, 2.5.2009 kl. 23:10

9 identicon

Í síðasta mánuði var tekið viðtal við bæjarstjóran okkar og birt í morgunblaðinu um sundlaugarmál á Ísafirði Hann var ekkert að skafa af því Að sundlaugin væri bara góð hér það þyrti að byggja þær upp annastaða í sveitafélaginu á Suðureyri eða Bolungarvík

Guðrún (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:50

10 identicon

Opnunartíminn er hrikalega stuttur en ofan á það hafa svo í gegnum árin bæst skyndilokanir vegna æfinga eða annars.  Sund hefur því ekki verið raunhæfur kostur sem líkamsrækt eða fyrir vanalegt fjölskyldufólk á Ísafirði. Því sund eftir kvöldmat hentar ekki vel á virkum degi fyrir börn.

Man þá daga þegar ég var að alast upp og vara alla seinniparta vikunnar í sundi og svo auðvitað um helgar en það er nú enn í boði og hægt að nýta sér það.

Guðrún Anna Finnbogadottir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 08:52

11 identicon

Ég var ekki búinn að taka eftir þessu sem Guðrún er að benda á með orð bæjarstjórans í mogganum. Þetta er flott og loksins þorir hann að segja þetta beint út. Mikið er ég sammála honum með það að byggja þurfi upp sundlaug þar sem er frítt heitt vatn. Ísfirðingar hafa ekki efni á því að reka upphitaða risalaug, hvað þá að byggja hana. Ég vorkenni Ísfirðingum ekkert að leggja á sig mjög stutt ferðalag til að fara í góða sundlaug. Ísfirðingar gera oft grín af Reykvíkingum sem hafa aldrei farið upp fyrir Ártúnshöfðann en satt að segja þá eru því miður margir sem sjá ekki út fyrir Skutulsfjörðinn.  

elias (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 09:17

12 identicon

Er ekki bara verið að bíða eftir sameiningu Bolungarvík og Ísafjarðarkaupstað svo þeir eignis loksins flotta sundlaug og sundlaugagarð sem við þurfum EKKI að þakka SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM fyrir, og Frábært Félagsheimili sem Sjálfstæðismenn hafa barist á móti að hafa farið í viðbyggingu og viðhald en þurfa að klára það sem byrjað var á :=)

Nikólína (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:09

13 identicon

Það vantar hitaveitu á Ísafjörð,Þannig að sundaðstaðan er ekkert betri en á Kirkjubæjarklaustri eða öðrum „köldum svæðum„Ég held að það hljóti að vera hægt að bora eftir heitu vatni við Skutulsfjörð. Er það nokkuð fullreynt ? Líka á sumum Austfjarðanna . Á sumum þessara staða er vatnið sem kemur 50-60 gráðu heitt sem þykir ekki arðbært.Engin „sprengigufa“eins í Hveragerði ,eða Mývatni en varmi engu að síður.

Hörður Halldórss.. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:54

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála því að það sé kominn tími til að bæta sundaðstöðuna á Ísafirði, sömuleiðis finnst mér frábært starfsfólk þar. Meðal annars minnist ég þess að Gunney hafi bjargað skagfirskum vini mínum þegar allt stefndi í að hann færi sér að voða í lauginni. Þetta hús er að mörgu leyti skemmtilegt, eins konar lifandi menningarverðmæti og hentar mjög vel sem kennslulaug en stenst ekki þær kröfur sem almenningur gerir núna til baðstaða, bæði hvað varðar lengd laugar og potta.

Tolli, það eru bæjarstjórnarkosningar á næsta ári. Nú er að bjóða fram sundlaugarlistann. 

Sigurjón Þórðarson, 3.5.2009 kl. 13:55

15 identicon

Takk fyrir síðast Tolli! Það var í gær, í einni bestu sauna-aðstöðu á landinu, í norðurhluta Ísafjarðarbæjar (Bolungarvík). Í aðeins 20 mín akstursfjarlægð frá heimili þínu. Sér búningsaðstaða, sér sturtuaðstaða, sér set- og spjallaðstaða, sér hvíldarherbergi með leguplássi fyrir 5-7 manns. Nokkrum metrum frá er hin þokkalegasta innilaug, 2 heitir pottar og vaðlaug utandyra, auk vatnsrennibrautar. Um hvað ertu að kvarta? Ef þú ert að æfa keppnissund, þá vantar lengri laug fyrir þig. Ódýrast væri líklegast að stækka Bolungarvíkurlaugina til þeirra hluta. Göngin til Bolungarvíkur verða tilbúin áður en varir. Þá styttist aksturinn enn meir. Sund"höllin" á Ísafirði er barn síns tíma og nýtist vel í skólasund.

Hörður Högnason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:42

16 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir góð innlegg. Öll mjög góð. Meira að segja varnarræða sjálfstæðismannsins!

En málið snýst um opnunartíma og aðgengi. Fáránlegt td. að koma að læstu húsinu klukkan 15 á laugardegi - og horfa upp á skjálfandi þreytta útlendinga sem ætluðu að verma sig og slaka á eftir Fossavatnsgönguna.

Þessu er auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi.

Já það eru kosningar á næsta ári. Þá verður spennandi að skoða lista og loforð. En alltaf má hlutina bæta.

Þorleifur Ágústsson, 3.5.2009 kl. 16:30

17 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll Hörður, já þú segir nokkuð með sauna klefann í Bolungarvík. Hann er um margt ágætur. En til Bolungarvíkur þarf að keyra - sem ég skil reyndar ekki hvernig þið leysið - þ.e. heimleiðina.... . Hef reyndar lært af veru minni hér fyrir vestan að ennþá eru gömlu gildin í hávegum höfð - þessi með Jón og séra Jón.....

Sem aðkomumaður kemst ég líklegast aldrei í seinnihópinn....

Þorleifur Ágústsson, 5.5.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband