Kveđjustund - ástarsaga í smáum stíl.

Fátt er rómantískara en ađ ganga um fallega strönd á sumarkvöldi hugsađi hann međ sér ţegar hann gekk eftir volgum sandinum. Hann hélt ţéttingsfast í ástina sína  - sólin speglađist á haffletinum og mávasöngur var í lofti. Langt út viđ sjóndeildarhringinn mátti telja píramídalöguđ seglin, örsmá minntu ţau á fjarlćga fjallstinda. Ástin blómstrađi og hann kyssti ástina innilegum og djúpum kossi. Kvöldiđ var ungt og ţó hann vissi ađ ţetta vćri í síđasta sinn sem ţau myndu njótast ţá var hann glađur í sinni. Ađ njóta ástarinnar međ atlotum og heitum kossum sem veittu hjartayl - ţađ var honum efst í huga ţetta kvöld. Hann dró ástina ţétt ađ sér - ástina sem hafđi fylgt honum og ekki kynnst vörum nokkurs annars manns. Hún var hans.

Sólin var ađ ganga til viđar - rautt sólarlagiđ var ćgifagurt og hafiđ var sem rautt eldhaf ţar sem ţađ endurkastađi geislum sólar. Hann vafđi ástina höndum - kyssti og ţrýsti henni ađ sér. Ekkert fengi ţau ađ skilin - ekkert. En tíminn styttist - tíminn sem ţau fengju ađ vera saman - hann vissi ađ hún yrđi ađ fara - myndi yfirgefa hann og aldrei koma aftur. En núna var tíminn - tíminn ţeirra og hann ćtlađi ađ njóta hverrar mínútu. 

Myrkriđ lagđist yfir líkt og svört hula. Hann dró hana ţétta ađ sér - kyssti aftur og aftur - djúpa blauta kossa. Endalok sambandsins voru nćrri. Svo féll hann í djúpan svefn međ ástina í fanginu.

Sólin kom upp - vermdi vanga og hann opnađi augun. Stundin var runnin upp. Tárin runnu niđur kinnar - kveđjustund.

Hann stóđ upp - kyssti ástina síđasta kossinn. Horfđi yfir hafflötinn. 

Tók nokkur skref aftur á bak - tók síđasta sopann úr flöskunni - og kastađi henni af miklu afli eins lagt og honum var mögulegt út í sjó. 

Horfđi á hana mara í kafi í nokkrar mínútur áđur en hún sökk.

Hún var farin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Ljósvíkingurinn ?

Vođa rómantík er ţetta ?

Hćttur ?

Níels A. Ársćlsson., 23.4.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Ţorleifur Ágústsson

Ég heyrđi fyrir mörgum árum hann Knútsen heitinn dýralćkni á Akureyri fara međ ljóđ eftir norskt skáld - skammast mín fyrir ađ muna ekki nafn skáldsins. En í minningunni var ţađ á ţessa lund sem ég skrifađi - og ég leyfđi mér einfaldlega ađ stílfćra ţetta yfir í rómantíska kveđjustund.

Fyrir nokkrum árum missti ég áhuga á víndrykkju - og hef aldrei saknađ ţess. En ţađ var án allrar dramatíkur eđa rómantíkur. 

Bestu kveđjur yfir nýopnađa heiđina.

tolli.

Ţorleifur Ágústsson, 25.4.2009 kl. 13:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband