Hinir framliðnu og endurupprisnu.

Aldrei opnar maður dagblöðin svo að ekki sé grein eða tvær frá sérfræðingum í fjármálum. Og flestir eiga þeir það sammerkt að vera fyrrum sérfræðingar bankanna heitinna. Þar störfuðu þeir og tóku þátt í kafsiglingunni margumræddu.

Og nú skrifa þeir ekki lengur undir titlunum "forstöðumenn" greiningadeilda eða hvað það nú allt hét - heldur nota klassíska titla "hagfræðingur" og því um líkt.

Þetta minnir mig um margt á hina framliðnu lækna sem andasérfræðingar leita til eftir lækningu til handa hinum lifandi.

Ekki ætla ég neitt sérstaklega að bera á móti lækningamætti þeirra - hef enga persónulega reynslu af þeim. En eitt þykir mér þó alltaf skondið og það er að í lifanda lífi voru þeir eins og hver annar læknir - en dauðir gera þeir kraftaverk.

Og þetta virðist vera að gerast í bankaheiminum. Fyrrum bankastjórar - sérfræðingar - analystar og guð má vita hvað þeir kölluðu sig - eru orðnir hinir mestu sérfræðingar - ráðgjafar og guð má vita hvað og tjá sig óspart um hrun bankanna og gefa leiðbeiningar um endur upprisuna.

Og ég sem trúi ekkert sérstaklega á mátt andalækna - framliðinna lækna sem hafa fengið "meirapróf" við það eitt að drepast - trúi ekki orði af því sem þessir "upprisnu" sérfræðingar skrifa endalaust á síður dagblaðanna.

Æi greyin mín takið ykkur pásu - þig eigið hana inni eftir að hafa svitnað svona óskaplega við að kafsigla bönkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rosalega er ég sammála þér og reyndar hissa á að enginn hafi veitt þessum Göbbelsum bankanna athygli fyrr,sama er reyndar að segja um eitt hallærislegasta sjónvarpsefni fyrr og síðar "skuggabankastjórnina"sem var álíka misheppnað og áróðursdeildirnar(greiningadeildirnar)...sem virtust bara þjóna þeim eina tilgangi að dæla út röngum og villandi upplýsingum til viðskiptavina bankanna...

zappa (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 03:31

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Það mætti svo sem hæglega halda því fram að þessir svo kölluðu sérfræðingar sem þú nefnir Þorleifur ættu að vita af fenginni reynslu "hvað þeir eiga og mega ekki að gera", en því miður finnst manni hrokinn í þeim (alla vega sumum) svo mikill að þeim finnst þeir ekki hafa gert neitt rangt og draga þarafleiðandi engan lærdóm af ruglinu.  En það má alltaf vona.

kveðja

Róbert Tómasson, 19.4.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband