Þurfum við þróunarhjálp hingað Vestur á firði?

Ég hef aldrei komið til Malaví. En þykist þó vita að þar er fallegt. Ég þykist líka vita að við á Íslandi búum við hærra þróunarstig - eða mér er sagt það. Og Malaví er sagt vera hluti vanþróuðu löndunum.

Svo hlustaði ég á viðtal við Stefán Jón Hafstein í morgun og hafði gaman af. Nema þegar hann ræddi um árstíðabundin vandræði - nefnilega það að á þessum árstíma hjá þeim þá upplifa Malavíbúar "veturinn" - eða rigningatímann á formi tíðs rafmagnsleysis! Rafmagnsstaurar og strengir þola ekki verðið.

Þá hlógu þáttastjórnendur og rifjuðu upp að það væri nú bara eins og á Íslandi í gamla daga! Já, í gamladaga hjá flestum landsmönnum - nema náttúrlega þeim sem búa á Vestfjörðum. Hér er nefnilega staðan sú að við búum við þetta - eldspýtur og kerti við höndina - nú ef veðrið er þannig.

Já - við upplifum "vanþróunina" hér fyrir Vestan. Spurning hvort senda eigi fulltrúa hingað Vestur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saell vertu,

 ég er fullviss um tad ad tegar vid loks göngum í ESB, tá verda Vestfirdir talid sem tróunarsvaedi.

Tá koma  t.d. alvöru vegir og rafmagn.

Bý sjálfur á tróunarsvaedi tó svo á ég búi í Berlín.

Kvedjur!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:08

2 identicon

Komdu sæll

Ég heyrði því miður ekki viðtalið við Stefán, en ég ólst upp á Vestfjörðum og hef verið svo heppin að koma til Malaví. Ég er haldin þeirri meinloku að sínöldra yfir Vestfjarðarvegum við öll tækifæri meiraaðsegja í lokaritgerð við háskóla, á afskekktum vegum í Suður-Ameríku og í Malaví - en þótt sveitavegirnir í Malaví séu verri minnist maður þar vestfirsku heiðanna með sundurgrafna vegi, grjót og drullupolla, sprungin og ónýt dekk, ryk og drulluaustur um alla glugga.

Rafmagnið í Malaví er í loftlínum - eins og sjá má víða á Vestfjörðum þar sem línurnar steypast niður af fjalli. Þar er þó aðeins lína eftir endilöngu landinu sem beitir rafmagni norðureftir til borganna Lilongve og Muzuzu frá virkjunum við fossa syðst í landinu nálægt borginni Blantyre. Línan er leidd til nokkurra verksmiðja á leiðinni. Úthverfi borganna og íbúar í sveitaþorpum (meirihluti landsmanna) hefur ekkert rafmagn. Rafmagn er eitt stærsta atriðið sem varðar lífskjör og menningu; það að framleiða lífsnauðsynjar fólks, búa því heilsusamlegt umhverfi, veita ljós, dæla vatni, leysa konur undan ánauð þvotta og endalausra heimilisverka og leyfa mönnunum að yfirstíga hið dýrslega: að lifa eftir náttúrunni fremur er að virkja hana sér til framdráttar.

Alla vega, ég er sammála þér: það er ekkert fyndið við þetta.

sigurlaug gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Jón Arnar

fáið helling af dreyfbýlisstyrkjum eða svokölluðum "nývöxtunarbónusum" á illa þýddri ESBísku er þið komið inn í hlýjuna til okkar!

p.s hví grafið þið ekki rafmagnið niður/inn í fjöllin?

Jón Arnar, 10.2.2009 kl. 03:52

4 identicon

Sæll, já ég er sammála. Ég hef unnið við ýmis þróunarverkefni sem arkitekt eða hönnuður eða verkefnisstjóri. Það er mjög lítill munur á þróunarhjálp á norðurslóðum eða í Afríku. Málið snýst um vandræði af náttúrulegum eða mannlegum völdum. Það eru vandræði við allar strendur Atlantshafsins, Canada, íslandi, Norður Noregi og víðar þar sem hagkerfið hefur dregið flestar leiðir til framfærslu eða menntunar í burtu.

Einnig finnst mér stærilæti í okkur íslendingum sem teljum okkur ekki vera þróunarland. Þar sem faðir minn fæddist í Tálknafirðinum eru bara þúfur, við erum ekki langt frá torfkofunum. Þegar ég var síðast í Mapútó og var ekið út í það sem við köllum slömm, þá var það alveg eins og í smáíbúðahverfinu þar sem ég ólst upp. Malargötur, engar gangstéttar, hálfbyggð hús og hellingur af krökkum. Mér leið stórskostlega þar þó að pabbi og mamma bærust í bökkum við að byggja og hafa ofan af fyrir okkur krökkunum.

Ég ég einnig vin í Búrma hluta Malasíu og hann lýsti því hvernig aðal ráðherrann þeirra er búinn að hafa alla strengi í sínum höndum í 20 ár, bankana og stjórnkerfið og samfélagið. Enginn má segja nokkuð honum í móti því þá er sá hinn sami rekinn eða einhvernvegin lítiðlækkaður. Mér fannst hann vera að lýsa okkar aðstæðum á Íslandi. Við högum okkur eins og nýríkt þróunarland, eina er að við erum ekki rík lengur heldur.

Dóri

Halldór Gíslason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband