"Pabbi: hvað er meira en milljarður - hvar eru allir peningarnir?" svo spyr sonur minn!

Nú er talað um upphæðir sem fæstir hafa nokkru sinni þurft að reyna að skilja. Hundruð og þúsundir milljarða króna - dollara - punda - evra....og rúbla!

Og hvernig á maður að útskýra þessa spurningu: "hvað er billjón mikið?" - er billjón yfirleitt til í íslensku máli ? og svo spurði sonurinn aftur "...hvaða tala er hærri en milljarður?" 

Og enn er spurt "hvar eru allir þessir peningar? Fólk lagði inn peninga á íslenska reikninga í útlöndum - hvar eru þessir peningar? Er búið að lána þá eða eru þeir búnir?"

Hverju á ég að svara? Ég spyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband