Kvenmann sem landsliðsþjálfara í handbolta - ekki spurning!

Það hlýtur að vera öllum ljóst að getuleysi landsliðsmanna á stórmótum gengur ekki lengur. Landsliðið virðist aldrei sýna sitt rétta andlit - áhugalausir og hreint alveg gagnslausir.

Mér finnst einsýnt að eina leiðin til að fá upp áhugann sé að fá kvenmann sem landsliðsþjálfara - enda hefur kvennahandboltinn verið í hraðri þróun á meðan karlarnir "standa í stað". Náum honum upp - handboltanum - getunni og viljanum.

Það þýðir ekkert að vera með "bygginguna í lagi ef engin er fegurðin í reið" er sagt í hestaíþróttunum - nei ekki aldeilis.

Við íslendingar kusum okkur fyrsta kvenforsetann - það gerði okkur gott - nú skulum við halda áfram og ráða konu í stöðu þjálfar landsliðsins. 

 

Upp með getuna og konu í þjálfunarstöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hübner

Sammála.  Þetta er nefnilega hverju orði sannara hjá þér Þorleifur.

http://blog.is/blog/th/entry/443982/ 

Tryggvi Hübner, 22.2.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sæll nú ef ekki konu þá Akureyring, er ekki Jóhannes Bjarnason tilvalinn í þetta hlutverk. Fyrrum KA þjálfarar hafa gert góða hluti með landsliðinu og tilvalið að hleypa einum enn að 

maður spyr sig

Guðný Jóhannesdóttir, 22.2.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jóhannes...er hann ekki Framsóknarmaður....borgar það sig.... Ég vil sjá ALVÖRU kvenmann í þetta starf

Þorleifur Ágústsson, 22.2.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:33

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Afhverju ekki að reyna það...ég meina það..

Agnes Ólöf Thorarensen, 24.2.2008 kl. 10:50

6 Smámynd: Sveinn Guðmundsson

Sæll Tolli,

Vandamálið við þessa hugmynd þína er að hún er ekki svo vitlaus.

Ég hafði eimitt verið að velta þessu fyrir mér og var líka búinn að finna konuna til að taka við landsliðinu.

Hún heitir Marit Breivik og hefur þjálfað norska kvennalandsliðið í handbolta í rúm 12 ár og gert þær norsku að Evrópu og Heimsmeisturum.

Það er með ólíkindum hvað hún fær út úr þessu liði trekk í trekk og í hvert skipti sem einhverjar hætta er hún kominn með nýjar stórstjörnur í stað.

 Nú er bara að setja allt í gang og fá HSÍ til að ná í Marit Breivik. 

Kveðja

S.G.

Sveinn Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

mér þykir nú alltaf jafn krúttlegt þegar karlkyns þjálfari kvennaliðs segir eftir tapleik: "við vorum bara ekki nógu góðar"

það væri því kannski ekki svo galið þegar kvenkyns þjálfari landsliðsins segir eftir að liðið vinnur leikinn: "við vorum ferlega góðir í dag"

    

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband