Ógeðsleg meðferð Ástrala á sauðfé.

Ég fylltist viðbjóði og satt best að segja fékk ég tár í augun þegar ég las um meðferð Ástralskra bænda á kindunum sínum.

Í Ástralíu er flugukvikindi sem heitir "blue fly" og sem hefur þann háttinn á að verpa eggjum sínum í ullina nærri endaþarmsopi á kindum - síðan klekjast eggin út og lirfurnar leggjast á sauðféð. Til þess að koma í veg fyrir þetta hafa Ástralskir bændur tekið á það ráð að gera viðbjóðslega aðgerð á aumingja skepnunum - skera af þeim húð og hár að aftanverðu ("rasskinnum") - en þá vex ekki ull heldur verður um að ræða stórt ör!

Og þessa aðgerð gera þeir án deifingar - og dýrin öskra og hveljast.

bláfluganÁ myndinni má sjá bændurna misþyrma dýrum sínum.

 

Viðbjóður af verstu gerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús Kristur, held að dýraverndunarsamtök ættu að beina sjónum sínum að þessu kvalræði í stað þess að elta hvalveiðiskip út um öll höf. Ég fæ verulegan ógeðishroll af að sjá þetta.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Stundum erum við kölluð manns skepnur, með réttu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2008 kl. 17:36

3 identicon

Hvílík viðurstyggð. Menn sem búa glerhúsum ættu ekki að henda steinum. Áströlsk stjörnvöld ættu að taka til í sínum garði áður en þeir fara að setja út á hvalveiðar annarra þjóða.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Já, ég get tekið undir að þetta er ekki falleg sjón. En þar sem ég er nýkominn frá frændum Ástrala, nýsjálendingum kynntist ég þessu aðeins þar. Þó á annan hátt, þar er því nefnilega svo háttað að gera þarf sérstaka aðgerð, kölluð "tailing" sem er svipuð þessari en þó mun kvalaminni. Hún felst í því að settur er gúmmíhringur efst á skottið sem þrengir að blóðrásinni og leiðir síðan til þess að skottið dettur af eftir hálfan mánuð þrjár vikur. Það er mun vinalegri aðgerð en þetta er eitt af því sem þarf að gera svo skepnan lifi, þó að halinn sé ekki á þarf einnig að kleprahreinsa kindurnar reglulega til að halda afturendanum hreinum svo flugan laðist ekki að honum til að verpa eggjum sínum. Ef flugan nær sér á strik er það mjög slæmt og leiðir til vanþrifa kindarinnar en þetta er eitt af vandmálum sauðfjárræktar þessa heimshluta. Eins og einn kívíbúinn orðaði það við mig "Það er ekki tekið út með sældinni að vera kind hér í landi".

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Já ljótt er að sjá hvað maðurinn getur verið miskunnarlaus.

Þorkell Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Jens Guð

  Úff!

Jens Guð, 25.2.2008 kl. 20:43

7 Smámynd: Halla Rut

Skelfilegt og ljótt að sjá.Skil bara ekki hvernig maður sem heldur kindur getur gert þetta. Það hljóta að vera til mannúðlegri leiðir.

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Viðbjóður er þetta. Æ...þetta gerir mann reiðan!

Sveinn Hjörtur , 25.2.2008 kl. 21:10

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.2.2008 kl. 00:10

10 Smámynd: JEG

Nú er ég sauðfjárbóndi og þetta er nú alveg útí hött að gera svona nýðverk. Og ekki sækja fluguskammirnar síður í svona sár. En hvað er að þessum mönnum ég segi nú ekki annað.

Margur hefur verið kærður fyrir minna.

JEG, 26.2.2008 kl. 00:37

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef nú átt þátt í því að bjarga kind sem var bjargað úr afveltu og maðkafluga var búin að bera víurnar í.  Það var miklu betri meðferð sem kindin sú fékk, aumingja áströlsku kindurnar.  Kindi sú fékk nafnið Afvelta og gaf af sér tvö lömb á ári í allavega 10 ár eftir björgunina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 02:08

12 Smámynd: Helga

Ój þetta er viðbjóður.  Er alls ekki að dæma alla Ástrali fyrir þetta , bara þá sem gera þetta!!!  Þetta er hrikalegt, þvílík meðferð á greyið rollunum.

Helga , 26.2.2008 kl. 09:40

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki var nú þetta fögur morgunlesning. Maðurinn er skepna.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 09:44

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er vibbi, ég leitaði á netinu og fann þetta
Flugan kallast Blowflie það hlýtur að vera hægt að gera þetta á annann hátt.

Sævar Einarsson, 26.2.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband