Kominn út úr skápnum....

Ég hafður að spotti. Ástæðan er sú að ég tók að mér lítinn tjívává hund - sannkallaðan kjölturakka. Og nú vill konan meina að kerlingin í mér hafi brotist "út úr skápnum" - að ég hafi komið út sem "miðaldra kerling með töskuhund"!

P2150008P2150005Ég er auðvitað alsæll með nýja hundinn - og búinn að gefa honum nafnið Bósi - enda hörku hundur þó búið sé að taka úr honum grjónin - BÓSI.

 DSC02124Salka mín er nú ekkert að kippa sér upp við þetta - finnst ansi lítið til Bósa koma og nennir satt að segja ekkert að pirra sig á Bósa - ekki einu sinni þegar Bósi læddist inn í búrið hennar Sölku og stal beini - beini sem var allt of stórt fyrir hann - þurfti að draga það á eftir sér upp í bælið.... Salka hin rólegast sótti beinið - ýtti Bósa burtu með trýninu og tók sitt bein. Ekkert meira um það að segja þó kurraði í Bósa! 

Úti á lóð á hún það til að stíga á Bósa greyið ef hann er fyrir - enda Bósi ekki mikill fyrir hund að vera þó kjafturinn sé fyrir neðan nefið.....og ég þarf iðulega að láta Sölku bíða inni á meðan Bósi skreppur út að skíta - hann fer nefnilega í stellingar og þolir illa þegar Salka rekur í hann trýnið - dettur þá um koll og allt fer í steik - þarf að byrja upp á nýtt sem getur verið erfitt þar sem Bósi er svo lítill og kulsæll að ef hann nær ekki að skíta innan nokkurra mínútna þá þarf að taka pásu - fara inn og hita sig upp....gera svo aðra tilraun.

Það finnst Sölku lélegt - hún er nefnilega snillingur í stellingum og snýr afturendanum iðulega upp í norðanáttina - og eftir nokkur dansspor og hringi og þegar rétt lykt er í vitum þá gengur allt upp - eða réttara sagt niður!! 

Já nú gengur á ýmsu - ég þarf sennilega að fara suður að finna góða tösku fyrir Bósa.....og líklegast föt í stíl.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á bloggið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

þetta er sannkallað hundalíf hjá þér

Agnes Ólöf Thorarensen, 16.2.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kelling

Jónína Dúadóttir, 16.2.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Linda

æi krúttið þ.a.s. Bósi veit ekki um hvort þú sért krútt Tjúinn er svoddan dúlla og ég sé að Bósi er með smá feld, ég er hrifnari af þeirri gerðinni, gaman að kynnast hundafólki á blogginu.

Linda, 16.2.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband